Segir eigendur hússins við Óðinsgötu hafa stefnt lífi og eigum íbúa í hverfinu í hættu Þórdís Valsdóttir skrifar 22. apríl 2018 14:35 Magnús Þór Þorbergsson íbúi við Óðinsgötu segir að ábyrgðin á brunanum sé eigendanna. „Þetta er svolítið nöturlegt og að okkar mati er þetta alfarið á ábyrgð eigenda. Þeim ber skylda til þess að tryggja að húsið sé mannhelt og þeir hafa ekki staðið þá plikt,“ segir Magnús Þór Þorbergsson, sem býr á móti húsinu við Óðinsgötu sem kviknaði í í gær. Hann segir eigendur hússins hafa stefnt lífi og eigum íbúa í hverfinu í hættu með „vítaverðu sinnuleysi og vanrækslu“. Einn maður var handtekinn í tengslum við brunann. Magnús Þór hafði samband við Reykjavíkurborg og lögreglu fyrir mánuði síðan og tilkynnti þeim að fólk hefðist til í húsinu. „Okkur sýndist þetta bara vera ógæfufólk sem hafði nýtt sér þetta sem húsaskjól en það var greinilega búið að draga eitthvað þarna inn, um daginn sáum við glitta í stól. En það er ekki rafmagn á húsinu og það er ekki hiti á húsinu svo það er ekki búið að vera í íbúðarhæfu ástandi síðustu mánuði.“Húsið hefur staðið tómt í nokkra mánuði en í vetur var allt rifið út úr því.Vísir/jóhann k.Að sögn Magnúsar fóru framkvæmdir af stað fyrir þó nokkru þar sem allt var rifið út úr húsinu, en fyrir ári síðan var húsið í íbúðarhæfu ástandi. „Núna í vetur var allt tæmt innan úr því og það í raun bara skilið eftir tómt og því hefur greinilega ekki verið lokað nægilega vel því við tókum eftir því fyrir svona rúmum mánuði síðan að þá var greinilega eitthvað fólk búið að koma sér fyrir þar,“ segir Magnús Þór.„Þetta hefur verið svolítið eins og greni“Magnús segir að hann hafi ekki orðið fyrir ónæði af fólkinu sem hafðist þar við. „Við höfum verið vör við fólk og manni leyst kannski ekki alveg nógu vel á þann umgang,“ segir Magnús. Hann segir að mestar áhyggjur hafi hann haft af eldhættu og öðru slíku, því hafi hann haft umsvifalaust samband við borgina og lögreglu. „Ef það er hvorki hiti né rafmagn á húsinu er hætta á því að fólk fari að leita sér annarra leiða til þess að hlýja sér eða hafa birtu, það kom nú upp á Hverfisgötunni fyrir nokkrum árum, í nokkur skipti, að það kviknaði í húsum við svipaðar aðstæður.“Eigendur hafa ekki brugðist viðMagnús Þór veit ekki hverjir eigendur hússins eru en segir að hann hafi heyrt að um væri að ræða fjárfestingar- eða eignarhaldsfélag. Hann fékk það staðfest eftir páska, er hann ítrekaði erindi sitt, að byggingafulltrúi borgarinnar hafi haft samband við eigendur hússins til þess að þeir myndu loka húsinu þannig að ekki væri hægt að komast inn í það. „Við höfum ekki orðið vör við það að neinn hafi komið frá eigendunum til að gera nokkurn skapaðan hlut,“ segir Magnús Þór. Tengdar fréttir Bruni á Óðinsgötu: Einn handtekinn á vettvangi Unnið að reykræstingu. 21. apríl 2018 21:29 Einn handtekinn vegna brunans á Óðinsgötu Maðurinn var handtekinn á vettvangi og er nú vistaður fyrir rannsókn málsins. 22. apríl 2018 08:38 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Fleiri fréttir Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Sjá meira
„Þetta er svolítið nöturlegt og að okkar mati er þetta alfarið á ábyrgð eigenda. Þeim ber skylda til þess að tryggja að húsið sé mannhelt og þeir hafa ekki staðið þá plikt,“ segir Magnús Þór Þorbergsson, sem býr á móti húsinu við Óðinsgötu sem kviknaði í í gær. Hann segir eigendur hússins hafa stefnt lífi og eigum íbúa í hverfinu í hættu með „vítaverðu sinnuleysi og vanrækslu“. Einn maður var handtekinn í tengslum við brunann. Magnús Þór hafði samband við Reykjavíkurborg og lögreglu fyrir mánuði síðan og tilkynnti þeim að fólk hefðist til í húsinu. „Okkur sýndist þetta bara vera ógæfufólk sem hafði nýtt sér þetta sem húsaskjól en það var greinilega búið að draga eitthvað þarna inn, um daginn sáum við glitta í stól. En það er ekki rafmagn á húsinu og það er ekki hiti á húsinu svo það er ekki búið að vera í íbúðarhæfu ástandi síðustu mánuði.“Húsið hefur staðið tómt í nokkra mánuði en í vetur var allt rifið út úr því.Vísir/jóhann k.Að sögn Magnúsar fóru framkvæmdir af stað fyrir þó nokkru þar sem allt var rifið út úr húsinu, en fyrir ári síðan var húsið í íbúðarhæfu ástandi. „Núna í vetur var allt tæmt innan úr því og það í raun bara skilið eftir tómt og því hefur greinilega ekki verið lokað nægilega vel því við tókum eftir því fyrir svona rúmum mánuði síðan að þá var greinilega eitthvað fólk búið að koma sér fyrir þar,“ segir Magnús Þór.„Þetta hefur verið svolítið eins og greni“Magnús segir að hann hafi ekki orðið fyrir ónæði af fólkinu sem hafðist þar við. „Við höfum verið vör við fólk og manni leyst kannski ekki alveg nógu vel á þann umgang,“ segir Magnús. Hann segir að mestar áhyggjur hafi hann haft af eldhættu og öðru slíku, því hafi hann haft umsvifalaust samband við borgina og lögreglu. „Ef það er hvorki hiti né rafmagn á húsinu er hætta á því að fólk fari að leita sér annarra leiða til þess að hlýja sér eða hafa birtu, það kom nú upp á Hverfisgötunni fyrir nokkrum árum, í nokkur skipti, að það kviknaði í húsum við svipaðar aðstæður.“Eigendur hafa ekki brugðist viðMagnús Þór veit ekki hverjir eigendur hússins eru en segir að hann hafi heyrt að um væri að ræða fjárfestingar- eða eignarhaldsfélag. Hann fékk það staðfest eftir páska, er hann ítrekaði erindi sitt, að byggingafulltrúi borgarinnar hafi haft samband við eigendur hússins til þess að þeir myndu loka húsinu þannig að ekki væri hægt að komast inn í það. „Við höfum ekki orðið vör við það að neinn hafi komið frá eigendunum til að gera nokkurn skapaðan hlut,“ segir Magnús Þór.
Tengdar fréttir Bruni á Óðinsgötu: Einn handtekinn á vettvangi Unnið að reykræstingu. 21. apríl 2018 21:29 Einn handtekinn vegna brunans á Óðinsgötu Maðurinn var handtekinn á vettvangi og er nú vistaður fyrir rannsókn málsins. 22. apríl 2018 08:38 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Fleiri fréttir Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Sjá meira
Einn handtekinn vegna brunans á Óðinsgötu Maðurinn var handtekinn á vettvangi og er nú vistaður fyrir rannsókn málsins. 22. apríl 2018 08:38
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent