Segir eigendur hússins við Óðinsgötu hafa stefnt lífi og eigum íbúa í hverfinu í hættu Þórdís Valsdóttir skrifar 22. apríl 2018 14:35 Magnús Þór Þorbergsson íbúi við Óðinsgötu segir að ábyrgðin á brunanum sé eigendanna. „Þetta er svolítið nöturlegt og að okkar mati er þetta alfarið á ábyrgð eigenda. Þeim ber skylda til þess að tryggja að húsið sé mannhelt og þeir hafa ekki staðið þá plikt,“ segir Magnús Þór Þorbergsson, sem býr á móti húsinu við Óðinsgötu sem kviknaði í í gær. Hann segir eigendur hússins hafa stefnt lífi og eigum íbúa í hverfinu í hættu með „vítaverðu sinnuleysi og vanrækslu“. Einn maður var handtekinn í tengslum við brunann. Magnús Þór hafði samband við Reykjavíkurborg og lögreglu fyrir mánuði síðan og tilkynnti þeim að fólk hefðist til í húsinu. „Okkur sýndist þetta bara vera ógæfufólk sem hafði nýtt sér þetta sem húsaskjól en það var greinilega búið að draga eitthvað þarna inn, um daginn sáum við glitta í stól. En það er ekki rafmagn á húsinu og það er ekki hiti á húsinu svo það er ekki búið að vera í íbúðarhæfu ástandi síðustu mánuði.“Húsið hefur staðið tómt í nokkra mánuði en í vetur var allt rifið út úr því.Vísir/jóhann k.Að sögn Magnúsar fóru framkvæmdir af stað fyrir þó nokkru þar sem allt var rifið út úr húsinu, en fyrir ári síðan var húsið í íbúðarhæfu ástandi. „Núna í vetur var allt tæmt innan úr því og það í raun bara skilið eftir tómt og því hefur greinilega ekki verið lokað nægilega vel því við tókum eftir því fyrir svona rúmum mánuði síðan að þá var greinilega eitthvað fólk búið að koma sér fyrir þar,“ segir Magnús Þór.„Þetta hefur verið svolítið eins og greni“Magnús segir að hann hafi ekki orðið fyrir ónæði af fólkinu sem hafðist þar við. „Við höfum verið vör við fólk og manni leyst kannski ekki alveg nógu vel á þann umgang,“ segir Magnús. Hann segir að mestar áhyggjur hafi hann haft af eldhættu og öðru slíku, því hafi hann haft umsvifalaust samband við borgina og lögreglu. „Ef það er hvorki hiti né rafmagn á húsinu er hætta á því að fólk fari að leita sér annarra leiða til þess að hlýja sér eða hafa birtu, það kom nú upp á Hverfisgötunni fyrir nokkrum árum, í nokkur skipti, að það kviknaði í húsum við svipaðar aðstæður.“Eigendur hafa ekki brugðist viðMagnús Þór veit ekki hverjir eigendur hússins eru en segir að hann hafi heyrt að um væri að ræða fjárfestingar- eða eignarhaldsfélag. Hann fékk það staðfest eftir páska, er hann ítrekaði erindi sitt, að byggingafulltrúi borgarinnar hafi haft samband við eigendur hússins til þess að þeir myndu loka húsinu þannig að ekki væri hægt að komast inn í það. „Við höfum ekki orðið vör við það að neinn hafi komið frá eigendunum til að gera nokkurn skapaðan hlut,“ segir Magnús Þór. Tengdar fréttir Bruni á Óðinsgötu: Einn handtekinn á vettvangi Unnið að reykræstingu. 21. apríl 2018 21:29 Einn handtekinn vegna brunans á Óðinsgötu Maðurinn var handtekinn á vettvangi og er nú vistaður fyrir rannsókn málsins. 22. apríl 2018 08:38 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira
„Þetta er svolítið nöturlegt og að okkar mati er þetta alfarið á ábyrgð eigenda. Þeim ber skylda til þess að tryggja að húsið sé mannhelt og þeir hafa ekki staðið þá plikt,“ segir Magnús Þór Þorbergsson, sem býr á móti húsinu við Óðinsgötu sem kviknaði í í gær. Hann segir eigendur hússins hafa stefnt lífi og eigum íbúa í hverfinu í hættu með „vítaverðu sinnuleysi og vanrækslu“. Einn maður var handtekinn í tengslum við brunann. Magnús Þór hafði samband við Reykjavíkurborg og lögreglu fyrir mánuði síðan og tilkynnti þeim að fólk hefðist til í húsinu. „Okkur sýndist þetta bara vera ógæfufólk sem hafði nýtt sér þetta sem húsaskjól en það var greinilega búið að draga eitthvað þarna inn, um daginn sáum við glitta í stól. En það er ekki rafmagn á húsinu og það er ekki hiti á húsinu svo það er ekki búið að vera í íbúðarhæfu ástandi síðustu mánuði.“Húsið hefur staðið tómt í nokkra mánuði en í vetur var allt rifið út úr því.Vísir/jóhann k.Að sögn Magnúsar fóru framkvæmdir af stað fyrir þó nokkru þar sem allt var rifið út úr húsinu, en fyrir ári síðan var húsið í íbúðarhæfu ástandi. „Núna í vetur var allt tæmt innan úr því og það í raun bara skilið eftir tómt og því hefur greinilega ekki verið lokað nægilega vel því við tókum eftir því fyrir svona rúmum mánuði síðan að þá var greinilega eitthvað fólk búið að koma sér fyrir þar,“ segir Magnús Þór.„Þetta hefur verið svolítið eins og greni“Magnús segir að hann hafi ekki orðið fyrir ónæði af fólkinu sem hafðist þar við. „Við höfum verið vör við fólk og manni leyst kannski ekki alveg nógu vel á þann umgang,“ segir Magnús. Hann segir að mestar áhyggjur hafi hann haft af eldhættu og öðru slíku, því hafi hann haft umsvifalaust samband við borgina og lögreglu. „Ef það er hvorki hiti né rafmagn á húsinu er hætta á því að fólk fari að leita sér annarra leiða til þess að hlýja sér eða hafa birtu, það kom nú upp á Hverfisgötunni fyrir nokkrum árum, í nokkur skipti, að það kviknaði í húsum við svipaðar aðstæður.“Eigendur hafa ekki brugðist viðMagnús Þór veit ekki hverjir eigendur hússins eru en segir að hann hafi heyrt að um væri að ræða fjárfestingar- eða eignarhaldsfélag. Hann fékk það staðfest eftir páska, er hann ítrekaði erindi sitt, að byggingafulltrúi borgarinnar hafi haft samband við eigendur hússins til þess að þeir myndu loka húsinu þannig að ekki væri hægt að komast inn í það. „Við höfum ekki orðið vör við það að neinn hafi komið frá eigendunum til að gera nokkurn skapaðan hlut,“ segir Magnús Þór.
Tengdar fréttir Bruni á Óðinsgötu: Einn handtekinn á vettvangi Unnið að reykræstingu. 21. apríl 2018 21:29 Einn handtekinn vegna brunans á Óðinsgötu Maðurinn var handtekinn á vettvangi og er nú vistaður fyrir rannsókn málsins. 22. apríl 2018 08:38 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira
Einn handtekinn vegna brunans á Óðinsgötu Maðurinn var handtekinn á vettvangi og er nú vistaður fyrir rannsókn málsins. 22. apríl 2018 08:38