Segir eigendur hússins við Óðinsgötu hafa stefnt lífi og eigum íbúa í hverfinu í hættu Þórdís Valsdóttir skrifar 22. apríl 2018 14:35 Magnús Þór Þorbergsson íbúi við Óðinsgötu segir að ábyrgðin á brunanum sé eigendanna. „Þetta er svolítið nöturlegt og að okkar mati er þetta alfarið á ábyrgð eigenda. Þeim ber skylda til þess að tryggja að húsið sé mannhelt og þeir hafa ekki staðið þá plikt,“ segir Magnús Þór Þorbergsson, sem býr á móti húsinu við Óðinsgötu sem kviknaði í í gær. Hann segir eigendur hússins hafa stefnt lífi og eigum íbúa í hverfinu í hættu með „vítaverðu sinnuleysi og vanrækslu“. Einn maður var handtekinn í tengslum við brunann. Magnús Þór hafði samband við Reykjavíkurborg og lögreglu fyrir mánuði síðan og tilkynnti þeim að fólk hefðist til í húsinu. „Okkur sýndist þetta bara vera ógæfufólk sem hafði nýtt sér þetta sem húsaskjól en það var greinilega búið að draga eitthvað þarna inn, um daginn sáum við glitta í stól. En það er ekki rafmagn á húsinu og það er ekki hiti á húsinu svo það er ekki búið að vera í íbúðarhæfu ástandi síðustu mánuði.“Húsið hefur staðið tómt í nokkra mánuði en í vetur var allt rifið út úr því.Vísir/jóhann k.Að sögn Magnúsar fóru framkvæmdir af stað fyrir þó nokkru þar sem allt var rifið út úr húsinu, en fyrir ári síðan var húsið í íbúðarhæfu ástandi. „Núna í vetur var allt tæmt innan úr því og það í raun bara skilið eftir tómt og því hefur greinilega ekki verið lokað nægilega vel því við tókum eftir því fyrir svona rúmum mánuði síðan að þá var greinilega eitthvað fólk búið að koma sér fyrir þar,“ segir Magnús Þór.„Þetta hefur verið svolítið eins og greni“Magnús segir að hann hafi ekki orðið fyrir ónæði af fólkinu sem hafðist þar við. „Við höfum verið vör við fólk og manni leyst kannski ekki alveg nógu vel á þann umgang,“ segir Magnús. Hann segir að mestar áhyggjur hafi hann haft af eldhættu og öðru slíku, því hafi hann haft umsvifalaust samband við borgina og lögreglu. „Ef það er hvorki hiti né rafmagn á húsinu er hætta á því að fólk fari að leita sér annarra leiða til þess að hlýja sér eða hafa birtu, það kom nú upp á Hverfisgötunni fyrir nokkrum árum, í nokkur skipti, að það kviknaði í húsum við svipaðar aðstæður.“Eigendur hafa ekki brugðist viðMagnús Þór veit ekki hverjir eigendur hússins eru en segir að hann hafi heyrt að um væri að ræða fjárfestingar- eða eignarhaldsfélag. Hann fékk það staðfest eftir páska, er hann ítrekaði erindi sitt, að byggingafulltrúi borgarinnar hafi haft samband við eigendur hússins til þess að þeir myndu loka húsinu þannig að ekki væri hægt að komast inn í það. „Við höfum ekki orðið vör við það að neinn hafi komið frá eigendunum til að gera nokkurn skapaðan hlut,“ segir Magnús Þór. Tengdar fréttir Bruni á Óðinsgötu: Einn handtekinn á vettvangi Unnið að reykræstingu. 21. apríl 2018 21:29 Einn handtekinn vegna brunans á Óðinsgötu Maðurinn var handtekinn á vettvangi og er nú vistaður fyrir rannsókn málsins. 22. apríl 2018 08:38 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
„Þetta er svolítið nöturlegt og að okkar mati er þetta alfarið á ábyrgð eigenda. Þeim ber skylda til þess að tryggja að húsið sé mannhelt og þeir hafa ekki staðið þá plikt,“ segir Magnús Þór Þorbergsson, sem býr á móti húsinu við Óðinsgötu sem kviknaði í í gær. Hann segir eigendur hússins hafa stefnt lífi og eigum íbúa í hverfinu í hættu með „vítaverðu sinnuleysi og vanrækslu“. Einn maður var handtekinn í tengslum við brunann. Magnús Þór hafði samband við Reykjavíkurborg og lögreglu fyrir mánuði síðan og tilkynnti þeim að fólk hefðist til í húsinu. „Okkur sýndist þetta bara vera ógæfufólk sem hafði nýtt sér þetta sem húsaskjól en það var greinilega búið að draga eitthvað þarna inn, um daginn sáum við glitta í stól. En það er ekki rafmagn á húsinu og það er ekki hiti á húsinu svo það er ekki búið að vera í íbúðarhæfu ástandi síðustu mánuði.“Húsið hefur staðið tómt í nokkra mánuði en í vetur var allt rifið út úr því.Vísir/jóhann k.Að sögn Magnúsar fóru framkvæmdir af stað fyrir þó nokkru þar sem allt var rifið út úr húsinu, en fyrir ári síðan var húsið í íbúðarhæfu ástandi. „Núna í vetur var allt tæmt innan úr því og það í raun bara skilið eftir tómt og því hefur greinilega ekki verið lokað nægilega vel því við tókum eftir því fyrir svona rúmum mánuði síðan að þá var greinilega eitthvað fólk búið að koma sér fyrir þar,“ segir Magnús Þór.„Þetta hefur verið svolítið eins og greni“Magnús segir að hann hafi ekki orðið fyrir ónæði af fólkinu sem hafðist þar við. „Við höfum verið vör við fólk og manni leyst kannski ekki alveg nógu vel á þann umgang,“ segir Magnús. Hann segir að mestar áhyggjur hafi hann haft af eldhættu og öðru slíku, því hafi hann haft umsvifalaust samband við borgina og lögreglu. „Ef það er hvorki hiti né rafmagn á húsinu er hætta á því að fólk fari að leita sér annarra leiða til þess að hlýja sér eða hafa birtu, það kom nú upp á Hverfisgötunni fyrir nokkrum árum, í nokkur skipti, að það kviknaði í húsum við svipaðar aðstæður.“Eigendur hafa ekki brugðist viðMagnús Þór veit ekki hverjir eigendur hússins eru en segir að hann hafi heyrt að um væri að ræða fjárfestingar- eða eignarhaldsfélag. Hann fékk það staðfest eftir páska, er hann ítrekaði erindi sitt, að byggingafulltrúi borgarinnar hafi haft samband við eigendur hússins til þess að þeir myndu loka húsinu þannig að ekki væri hægt að komast inn í það. „Við höfum ekki orðið vör við það að neinn hafi komið frá eigendunum til að gera nokkurn skapaðan hlut,“ segir Magnús Þór.
Tengdar fréttir Bruni á Óðinsgötu: Einn handtekinn á vettvangi Unnið að reykræstingu. 21. apríl 2018 21:29 Einn handtekinn vegna brunans á Óðinsgötu Maðurinn var handtekinn á vettvangi og er nú vistaður fyrir rannsókn málsins. 22. apríl 2018 08:38 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Einn handtekinn vegna brunans á Óðinsgötu Maðurinn var handtekinn á vettvangi og er nú vistaður fyrir rannsókn málsins. 22. apríl 2018 08:38