Segir eigendur hússins við Óðinsgötu hafa stefnt lífi og eigum íbúa í hverfinu í hættu Þórdís Valsdóttir skrifar 22. apríl 2018 14:35 Magnús Þór Þorbergsson íbúi við Óðinsgötu segir að ábyrgðin á brunanum sé eigendanna. „Þetta er svolítið nöturlegt og að okkar mati er þetta alfarið á ábyrgð eigenda. Þeim ber skylda til þess að tryggja að húsið sé mannhelt og þeir hafa ekki staðið þá plikt,“ segir Magnús Þór Þorbergsson, sem býr á móti húsinu við Óðinsgötu sem kviknaði í í gær. Hann segir eigendur hússins hafa stefnt lífi og eigum íbúa í hverfinu í hættu með „vítaverðu sinnuleysi og vanrækslu“. Einn maður var handtekinn í tengslum við brunann. Magnús Þór hafði samband við Reykjavíkurborg og lögreglu fyrir mánuði síðan og tilkynnti þeim að fólk hefðist til í húsinu. „Okkur sýndist þetta bara vera ógæfufólk sem hafði nýtt sér þetta sem húsaskjól en það var greinilega búið að draga eitthvað þarna inn, um daginn sáum við glitta í stól. En það er ekki rafmagn á húsinu og það er ekki hiti á húsinu svo það er ekki búið að vera í íbúðarhæfu ástandi síðustu mánuði.“Húsið hefur staðið tómt í nokkra mánuði en í vetur var allt rifið út úr því.Vísir/jóhann k.Að sögn Magnúsar fóru framkvæmdir af stað fyrir þó nokkru þar sem allt var rifið út úr húsinu, en fyrir ári síðan var húsið í íbúðarhæfu ástandi. „Núna í vetur var allt tæmt innan úr því og það í raun bara skilið eftir tómt og því hefur greinilega ekki verið lokað nægilega vel því við tókum eftir því fyrir svona rúmum mánuði síðan að þá var greinilega eitthvað fólk búið að koma sér fyrir þar,“ segir Magnús Þór.„Þetta hefur verið svolítið eins og greni“Magnús segir að hann hafi ekki orðið fyrir ónæði af fólkinu sem hafðist þar við. „Við höfum verið vör við fólk og manni leyst kannski ekki alveg nógu vel á þann umgang,“ segir Magnús. Hann segir að mestar áhyggjur hafi hann haft af eldhættu og öðru slíku, því hafi hann haft umsvifalaust samband við borgina og lögreglu. „Ef það er hvorki hiti né rafmagn á húsinu er hætta á því að fólk fari að leita sér annarra leiða til þess að hlýja sér eða hafa birtu, það kom nú upp á Hverfisgötunni fyrir nokkrum árum, í nokkur skipti, að það kviknaði í húsum við svipaðar aðstæður.“Eigendur hafa ekki brugðist viðMagnús Þór veit ekki hverjir eigendur hússins eru en segir að hann hafi heyrt að um væri að ræða fjárfestingar- eða eignarhaldsfélag. Hann fékk það staðfest eftir páska, er hann ítrekaði erindi sitt, að byggingafulltrúi borgarinnar hafi haft samband við eigendur hússins til þess að þeir myndu loka húsinu þannig að ekki væri hægt að komast inn í það. „Við höfum ekki orðið vör við það að neinn hafi komið frá eigendunum til að gera nokkurn skapaðan hlut,“ segir Magnús Þór. Tengdar fréttir Bruni á Óðinsgötu: Einn handtekinn á vettvangi Unnið að reykræstingu. 21. apríl 2018 21:29 Einn handtekinn vegna brunans á Óðinsgötu Maðurinn var handtekinn á vettvangi og er nú vistaður fyrir rannsókn málsins. 22. apríl 2018 08:38 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira
„Þetta er svolítið nöturlegt og að okkar mati er þetta alfarið á ábyrgð eigenda. Þeim ber skylda til þess að tryggja að húsið sé mannhelt og þeir hafa ekki staðið þá plikt,“ segir Magnús Þór Þorbergsson, sem býr á móti húsinu við Óðinsgötu sem kviknaði í í gær. Hann segir eigendur hússins hafa stefnt lífi og eigum íbúa í hverfinu í hættu með „vítaverðu sinnuleysi og vanrækslu“. Einn maður var handtekinn í tengslum við brunann. Magnús Þór hafði samband við Reykjavíkurborg og lögreglu fyrir mánuði síðan og tilkynnti þeim að fólk hefðist til í húsinu. „Okkur sýndist þetta bara vera ógæfufólk sem hafði nýtt sér þetta sem húsaskjól en það var greinilega búið að draga eitthvað þarna inn, um daginn sáum við glitta í stól. En það er ekki rafmagn á húsinu og það er ekki hiti á húsinu svo það er ekki búið að vera í íbúðarhæfu ástandi síðustu mánuði.“Húsið hefur staðið tómt í nokkra mánuði en í vetur var allt rifið út úr því.Vísir/jóhann k.Að sögn Magnúsar fóru framkvæmdir af stað fyrir þó nokkru þar sem allt var rifið út úr húsinu, en fyrir ári síðan var húsið í íbúðarhæfu ástandi. „Núna í vetur var allt tæmt innan úr því og það í raun bara skilið eftir tómt og því hefur greinilega ekki verið lokað nægilega vel því við tókum eftir því fyrir svona rúmum mánuði síðan að þá var greinilega eitthvað fólk búið að koma sér fyrir þar,“ segir Magnús Þór.„Þetta hefur verið svolítið eins og greni“Magnús segir að hann hafi ekki orðið fyrir ónæði af fólkinu sem hafðist þar við. „Við höfum verið vör við fólk og manni leyst kannski ekki alveg nógu vel á þann umgang,“ segir Magnús. Hann segir að mestar áhyggjur hafi hann haft af eldhættu og öðru slíku, því hafi hann haft umsvifalaust samband við borgina og lögreglu. „Ef það er hvorki hiti né rafmagn á húsinu er hætta á því að fólk fari að leita sér annarra leiða til þess að hlýja sér eða hafa birtu, það kom nú upp á Hverfisgötunni fyrir nokkrum árum, í nokkur skipti, að það kviknaði í húsum við svipaðar aðstæður.“Eigendur hafa ekki brugðist viðMagnús Þór veit ekki hverjir eigendur hússins eru en segir að hann hafi heyrt að um væri að ræða fjárfestingar- eða eignarhaldsfélag. Hann fékk það staðfest eftir páska, er hann ítrekaði erindi sitt, að byggingafulltrúi borgarinnar hafi haft samband við eigendur hússins til þess að þeir myndu loka húsinu þannig að ekki væri hægt að komast inn í það. „Við höfum ekki orðið vör við það að neinn hafi komið frá eigendunum til að gera nokkurn skapaðan hlut,“ segir Magnús Þór.
Tengdar fréttir Bruni á Óðinsgötu: Einn handtekinn á vettvangi Unnið að reykræstingu. 21. apríl 2018 21:29 Einn handtekinn vegna brunans á Óðinsgötu Maðurinn var handtekinn á vettvangi og er nú vistaður fyrir rannsókn málsins. 22. apríl 2018 08:38 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira
Einn handtekinn vegna brunans á Óðinsgötu Maðurinn var handtekinn á vettvangi og er nú vistaður fyrir rannsókn málsins. 22. apríl 2018 08:38