Fótbolti

Endurkoman skilaði Alfreð í lið vikunnar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alfreð Finnbogason hefur skorað 12 mörk á tímabilinu
Alfreð Finnbogason hefur skorað 12 mörk á tímabilinu Vísir/Getty

Alfreð Finnbogason snéri aftur í lið Augsburg í þýsku Bundesligunni um helgina eftir meiðsli. Frammistaða hans í endurkomunni skilaði honum í lið vikunnar í deildinni.

Alfreð átti mark og stoðsendingu í leiknum sem endaði 2-0 fyrir Augsburg. Með sigrinum tryggði Augsburg sæti sitt í deild hinna bestu í Þýskalandi.

Með Alfreð í liðinu eru engir aukvisar, Bayern München á tvo fulltrúa í vörninni, þá Juan Bernat og Niklas Süle, og Borussia Dortmund 3.

Alfreð er jafn í 6. sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar með 12 mörk. Hann var lengi vel í toppbaráttunni en meiðslin settu þar strik í reikninginn og Robert Lewandowski er lang efstur á markalistanum í dag með 28 mörk.
Tengdar fréttir

Alfreð skoraði í sigri Augsburg

Alfreð Finnbogason skoraði annað mark Augsburg í 2-0 sigri á Mainz í þýsku deildinni í dag en með sigrinum komst Augsburg í 40 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.