Erlent

Níu látnir og sextán slasaðir í Toronto

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Vitni segja að maðurinn hafi ekið bílnum á um 100km/klst og að um viljaverk sé að ræða.
Vitni segja að maðurinn hafi ekið bílnum á um 100km/klst og að um viljaverk sé að ræða. Vísir/
Minnst níu hafi látið lífið og sextán eru særðir eftir að sendiferðabíl var ekið á gangandi fólk í miðborg Toronto í Kanada í kvöld. Ökumaðurinn hefur verið handtekinn en hann reyndi að flýja vettvang.

Keyrt var á fólkið á gatnamótum Yonge Street og Finch Avenue en vitni segja að maðurinn hafi ekið bílnum á um 100km/klst og að um viljaverk sé að ræða.

Myndband náðist af handtöku hins grunaða. Áður en hann var handtekinn bað hann lögreglumennina um að skjóta sig í höfuðið. Þá sagðist hann vera vopnaður byssu.

Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, vottaði vinum og vandamönnum þeirra látnu samúð sína. Þá sagði hann að unnið væri að því að finna út hvað hefði gerst og að frekara ljósi yrði varpað á það fljótlega.

Þá tók John Tory, borgarstjóri Toronto, í sama streng og sagði að hugur hans væri hjá þeim sem urðu fyrir sendibifreiðinni og fjölskyldum þeirra. Hann kallaði jafnframt eftir samstöðu borgarbúa.

Lögreglan í Toronto hefur ekki viljað veita neinar upplýsingar um ökumanninn. Frekari upplýsingar berist þegar rannsókn málsins verður lengra á veg komin. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×