Munu þurfa að vísa nýbökuðum mæðrum heim þrátt fyrir skort á heimaþjónustu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. apríl 2018 19:00 Sængurlegudeildir eru að fyllast og mun þurfa að vísa nýbökuðum mæðrum og nýburum heim af spítala, þrátt fyrir að heimaþjónustu ljósmæðra njóti ekki við. Að sögn yfirljósmóður munu heilbrigðisstofnanir um landið ekki geta sinnt allri nauðsynlegri þjónustu við sængurkonur og nýbura, þrátt fyrir tilmæli ráðherra þess efnis. Ljósmæður sem sinnt hafa heimaþjónustu við nýbakaðar mæður og nýbura lögðu niður störf í gær þar sem samningur þeirra við Sjúkratryggingar Íslands hefur ekki verið endurnýjaður. Áhrifa þessa er þegar farið að gæta á meðgöngu- og sængurkvennadeild Landspítalans. „Þetta er 24 rúma deild og eftir því sem líður á daginn í dag þá mun deildin fyllast ef við getum ekki útskrifað, það er alveg ljóst,“ segir Hilda Friðfinnsdóttir, yfirljósmóðir.Hilda Friðfinnsdóttir, yfirljósmóðir á Landspítalanum.Vísir/SkjáskotÞótt starfsfólk heilsugæslu geti annast hluta þeirrar þjónustu sem ljósmæður alla jafna sinna í heimaþjónustu, eru þó ákveðnir þættir sem ljósmæður verða að sinna. „Þessir fyrstu dagar í lífi nýburans eru svolítið þannig að það eru ljósmæður sem sinna því. Fyrstu 7-10 dagar nýburans,“ segir Hilda. Til að mynda þurfi að taka blóðprufu úr barninu á þessum tíma, fylgjast með gulu og því hvort barn sé að nærast og þyngjast. „Við höfum ekki tækifæri til þess að sinna öllum og verðum þess vegna að forgangsraða þannig að veikustu konurnar séu hér inni en þær sem eru hraustar og með heilbrigð börn, þær verða í rauninni að fara heim,“ segir Hilda. Hún kveðst finna fyrir því að staðan valdi áhyggjum meðal nýbakaðra foreldra, einkum í þeim tilfellum sem eldri börn bíða heima. „Við finnum fyrir því að fólk er kvíðið, það hugsar bara hvað verður um mig?“ Samningurinn sem um ræðir er ótengdur yfirstandandi kjarabaráttu ljósmæðra við ríkið en næsti samningafundur í þeirri deilu verður á fimmtudag. Unnið er að því að finna umgjörð þjónustunnar farveg en fréttastofa hefur sent fyrirspurn á velferðarráðuneytið og Sjúkratrygginar Íslands um stöðu mála við leit lausna. Engin svör höfðu borist þegar þetta er skrifað. Tengdar fréttir Tillögur um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra óæskilegar að mati fagfólks Þær tillögur sem Sjúkratryggingar Íslands sendu velferðarráðuneytinu um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra eru að mati fagfólks Sjúkrahússins á Akureyri og Landspítalans óæskilegar. 23. apríl 2018 12:16 Ljósmóðir efast um að spítalinn komi til með að þola álagið Heilbrigðisráðherra hefur falið Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur og börn sem hefur verið í höndum ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. 24. apríl 2018 06:00 Þurfa að velja um að vera lengur á sængurdeild eða fara heim og vera án eftirlits Verðandi móðir kveðst hafa áhyggjur af stöðunni sem upp er komin eftir að nær allar ljósmæður sem sinna heimaþjónustu við sængurkonur og nýbura ákváðu að leggja niður störf þar sem ekki hefur verið gengið frá samningum. 23. apríl 2018 20:30 Allar heimaþjónustuljósmæður landsins leggja niður störf Allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu samkvæmt þar til gerðum lista hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með deginum í dag. 23. apríl 2018 08:44 Lögreglumenn lýsa yfir stuðningi við ljósmæður Landssamband lögreglumanna hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi kjaradeilu ljósmæðra. 24. apríl 2018 17:25 Aðeins pláss fyrir tuttugu konur á sængurlegudeild Landspítala Ljósmóðir á Landspítalanum og sjálfstætt starfandi ljósmóðir í heimaþjónustu segir að hjúkrunarfræðingar heimaþjónustu geti ekki gengið í öll störf ljósmæðra. 24. apríl 2018 12:45 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Sængurlegudeildir eru að fyllast og mun þurfa að vísa nýbökuðum mæðrum og nýburum heim af spítala, þrátt fyrir að heimaþjónustu ljósmæðra njóti ekki við. Að sögn yfirljósmóður munu heilbrigðisstofnanir um landið ekki geta sinnt allri nauðsynlegri þjónustu við sængurkonur og nýbura, þrátt fyrir tilmæli ráðherra þess efnis. Ljósmæður sem sinnt hafa heimaþjónustu við nýbakaðar mæður og nýbura lögðu niður störf í gær þar sem samningur þeirra við Sjúkratryggingar Íslands hefur ekki verið endurnýjaður. Áhrifa þessa er þegar farið að gæta á meðgöngu- og sængurkvennadeild Landspítalans. „Þetta er 24 rúma deild og eftir því sem líður á daginn í dag þá mun deildin fyllast ef við getum ekki útskrifað, það er alveg ljóst,“ segir Hilda Friðfinnsdóttir, yfirljósmóðir.Hilda Friðfinnsdóttir, yfirljósmóðir á Landspítalanum.Vísir/SkjáskotÞótt starfsfólk heilsugæslu geti annast hluta þeirrar þjónustu sem ljósmæður alla jafna sinna í heimaþjónustu, eru þó ákveðnir þættir sem ljósmæður verða að sinna. „Þessir fyrstu dagar í lífi nýburans eru svolítið þannig að það eru ljósmæður sem sinna því. Fyrstu 7-10 dagar nýburans,“ segir Hilda. Til að mynda þurfi að taka blóðprufu úr barninu á þessum tíma, fylgjast með gulu og því hvort barn sé að nærast og þyngjast. „Við höfum ekki tækifæri til þess að sinna öllum og verðum þess vegna að forgangsraða þannig að veikustu konurnar séu hér inni en þær sem eru hraustar og með heilbrigð börn, þær verða í rauninni að fara heim,“ segir Hilda. Hún kveðst finna fyrir því að staðan valdi áhyggjum meðal nýbakaðra foreldra, einkum í þeim tilfellum sem eldri börn bíða heima. „Við finnum fyrir því að fólk er kvíðið, það hugsar bara hvað verður um mig?“ Samningurinn sem um ræðir er ótengdur yfirstandandi kjarabaráttu ljósmæðra við ríkið en næsti samningafundur í þeirri deilu verður á fimmtudag. Unnið er að því að finna umgjörð þjónustunnar farveg en fréttastofa hefur sent fyrirspurn á velferðarráðuneytið og Sjúkratrygginar Íslands um stöðu mála við leit lausna. Engin svör höfðu borist þegar þetta er skrifað.
Tengdar fréttir Tillögur um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra óæskilegar að mati fagfólks Þær tillögur sem Sjúkratryggingar Íslands sendu velferðarráðuneytinu um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra eru að mati fagfólks Sjúkrahússins á Akureyri og Landspítalans óæskilegar. 23. apríl 2018 12:16 Ljósmóðir efast um að spítalinn komi til með að þola álagið Heilbrigðisráðherra hefur falið Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur og börn sem hefur verið í höndum ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. 24. apríl 2018 06:00 Þurfa að velja um að vera lengur á sængurdeild eða fara heim og vera án eftirlits Verðandi móðir kveðst hafa áhyggjur af stöðunni sem upp er komin eftir að nær allar ljósmæður sem sinna heimaþjónustu við sængurkonur og nýbura ákváðu að leggja niður störf þar sem ekki hefur verið gengið frá samningum. 23. apríl 2018 20:30 Allar heimaþjónustuljósmæður landsins leggja niður störf Allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu samkvæmt þar til gerðum lista hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með deginum í dag. 23. apríl 2018 08:44 Lögreglumenn lýsa yfir stuðningi við ljósmæður Landssamband lögreglumanna hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi kjaradeilu ljósmæðra. 24. apríl 2018 17:25 Aðeins pláss fyrir tuttugu konur á sængurlegudeild Landspítala Ljósmóðir á Landspítalanum og sjálfstætt starfandi ljósmóðir í heimaþjónustu segir að hjúkrunarfræðingar heimaþjónustu geti ekki gengið í öll störf ljósmæðra. 24. apríl 2018 12:45 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Tillögur um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra óæskilegar að mati fagfólks Þær tillögur sem Sjúkratryggingar Íslands sendu velferðarráðuneytinu um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra eru að mati fagfólks Sjúkrahússins á Akureyri og Landspítalans óæskilegar. 23. apríl 2018 12:16
Ljósmóðir efast um að spítalinn komi til með að þola álagið Heilbrigðisráðherra hefur falið Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur og börn sem hefur verið í höndum ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. 24. apríl 2018 06:00
Þurfa að velja um að vera lengur á sængurdeild eða fara heim og vera án eftirlits Verðandi móðir kveðst hafa áhyggjur af stöðunni sem upp er komin eftir að nær allar ljósmæður sem sinna heimaþjónustu við sængurkonur og nýbura ákváðu að leggja niður störf þar sem ekki hefur verið gengið frá samningum. 23. apríl 2018 20:30
Allar heimaþjónustuljósmæður landsins leggja niður störf Allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu samkvæmt þar til gerðum lista hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með deginum í dag. 23. apríl 2018 08:44
Lögreglumenn lýsa yfir stuðningi við ljósmæður Landssamband lögreglumanna hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi kjaradeilu ljósmæðra. 24. apríl 2018 17:25
Aðeins pláss fyrir tuttugu konur á sængurlegudeild Landspítala Ljósmóðir á Landspítalanum og sjálfstætt starfandi ljósmóðir í heimaþjónustu segir að hjúkrunarfræðingar heimaþjónustu geti ekki gengið í öll störf ljósmæðra. 24. apríl 2018 12:45