Munu þurfa að vísa nýbökuðum mæðrum heim þrátt fyrir skort á heimaþjónustu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. apríl 2018 19:00 Sængurlegudeildir eru að fyllast og mun þurfa að vísa nýbökuðum mæðrum og nýburum heim af spítala, þrátt fyrir að heimaþjónustu ljósmæðra njóti ekki við. Að sögn yfirljósmóður munu heilbrigðisstofnanir um landið ekki geta sinnt allri nauðsynlegri þjónustu við sængurkonur og nýbura, þrátt fyrir tilmæli ráðherra þess efnis. Ljósmæður sem sinnt hafa heimaþjónustu við nýbakaðar mæður og nýbura lögðu niður störf í gær þar sem samningur þeirra við Sjúkratryggingar Íslands hefur ekki verið endurnýjaður. Áhrifa þessa er þegar farið að gæta á meðgöngu- og sængurkvennadeild Landspítalans. „Þetta er 24 rúma deild og eftir því sem líður á daginn í dag þá mun deildin fyllast ef við getum ekki útskrifað, það er alveg ljóst,“ segir Hilda Friðfinnsdóttir, yfirljósmóðir.Hilda Friðfinnsdóttir, yfirljósmóðir á Landspítalanum.Vísir/SkjáskotÞótt starfsfólk heilsugæslu geti annast hluta þeirrar þjónustu sem ljósmæður alla jafna sinna í heimaþjónustu, eru þó ákveðnir þættir sem ljósmæður verða að sinna. „Þessir fyrstu dagar í lífi nýburans eru svolítið þannig að það eru ljósmæður sem sinna því. Fyrstu 7-10 dagar nýburans,“ segir Hilda. Til að mynda þurfi að taka blóðprufu úr barninu á þessum tíma, fylgjast með gulu og því hvort barn sé að nærast og þyngjast. „Við höfum ekki tækifæri til þess að sinna öllum og verðum þess vegna að forgangsraða þannig að veikustu konurnar séu hér inni en þær sem eru hraustar og með heilbrigð börn, þær verða í rauninni að fara heim,“ segir Hilda. Hún kveðst finna fyrir því að staðan valdi áhyggjum meðal nýbakaðra foreldra, einkum í þeim tilfellum sem eldri börn bíða heima. „Við finnum fyrir því að fólk er kvíðið, það hugsar bara hvað verður um mig?“ Samningurinn sem um ræðir er ótengdur yfirstandandi kjarabaráttu ljósmæðra við ríkið en næsti samningafundur í þeirri deilu verður á fimmtudag. Unnið er að því að finna umgjörð þjónustunnar farveg en fréttastofa hefur sent fyrirspurn á velferðarráðuneytið og Sjúkratrygginar Íslands um stöðu mála við leit lausna. Engin svör höfðu borist þegar þetta er skrifað. Tengdar fréttir Tillögur um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra óæskilegar að mati fagfólks Þær tillögur sem Sjúkratryggingar Íslands sendu velferðarráðuneytinu um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra eru að mati fagfólks Sjúkrahússins á Akureyri og Landspítalans óæskilegar. 23. apríl 2018 12:16 Ljósmóðir efast um að spítalinn komi til með að þola álagið Heilbrigðisráðherra hefur falið Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur og börn sem hefur verið í höndum ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. 24. apríl 2018 06:00 Þurfa að velja um að vera lengur á sængurdeild eða fara heim og vera án eftirlits Verðandi móðir kveðst hafa áhyggjur af stöðunni sem upp er komin eftir að nær allar ljósmæður sem sinna heimaþjónustu við sængurkonur og nýbura ákváðu að leggja niður störf þar sem ekki hefur verið gengið frá samningum. 23. apríl 2018 20:30 Allar heimaþjónustuljósmæður landsins leggja niður störf Allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu samkvæmt þar til gerðum lista hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með deginum í dag. 23. apríl 2018 08:44 Lögreglumenn lýsa yfir stuðningi við ljósmæður Landssamband lögreglumanna hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi kjaradeilu ljósmæðra. 24. apríl 2018 17:25 Aðeins pláss fyrir tuttugu konur á sængurlegudeild Landspítala Ljósmóðir á Landspítalanum og sjálfstætt starfandi ljósmóðir í heimaþjónustu segir að hjúkrunarfræðingar heimaþjónustu geti ekki gengið í öll störf ljósmæðra. 24. apríl 2018 12:45 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Sængurlegudeildir eru að fyllast og mun þurfa að vísa nýbökuðum mæðrum og nýburum heim af spítala, þrátt fyrir að heimaþjónustu ljósmæðra njóti ekki við. Að sögn yfirljósmóður munu heilbrigðisstofnanir um landið ekki geta sinnt allri nauðsynlegri þjónustu við sængurkonur og nýbura, þrátt fyrir tilmæli ráðherra þess efnis. Ljósmæður sem sinnt hafa heimaþjónustu við nýbakaðar mæður og nýbura lögðu niður störf í gær þar sem samningur þeirra við Sjúkratryggingar Íslands hefur ekki verið endurnýjaður. Áhrifa þessa er þegar farið að gæta á meðgöngu- og sængurkvennadeild Landspítalans. „Þetta er 24 rúma deild og eftir því sem líður á daginn í dag þá mun deildin fyllast ef við getum ekki útskrifað, það er alveg ljóst,“ segir Hilda Friðfinnsdóttir, yfirljósmóðir.Hilda Friðfinnsdóttir, yfirljósmóðir á Landspítalanum.Vísir/SkjáskotÞótt starfsfólk heilsugæslu geti annast hluta þeirrar þjónustu sem ljósmæður alla jafna sinna í heimaþjónustu, eru þó ákveðnir þættir sem ljósmæður verða að sinna. „Þessir fyrstu dagar í lífi nýburans eru svolítið þannig að það eru ljósmæður sem sinna því. Fyrstu 7-10 dagar nýburans,“ segir Hilda. Til að mynda þurfi að taka blóðprufu úr barninu á þessum tíma, fylgjast með gulu og því hvort barn sé að nærast og þyngjast. „Við höfum ekki tækifæri til þess að sinna öllum og verðum þess vegna að forgangsraða þannig að veikustu konurnar séu hér inni en þær sem eru hraustar og með heilbrigð börn, þær verða í rauninni að fara heim,“ segir Hilda. Hún kveðst finna fyrir því að staðan valdi áhyggjum meðal nýbakaðra foreldra, einkum í þeim tilfellum sem eldri börn bíða heima. „Við finnum fyrir því að fólk er kvíðið, það hugsar bara hvað verður um mig?“ Samningurinn sem um ræðir er ótengdur yfirstandandi kjarabaráttu ljósmæðra við ríkið en næsti samningafundur í þeirri deilu verður á fimmtudag. Unnið er að því að finna umgjörð þjónustunnar farveg en fréttastofa hefur sent fyrirspurn á velferðarráðuneytið og Sjúkratrygginar Íslands um stöðu mála við leit lausna. Engin svör höfðu borist þegar þetta er skrifað.
Tengdar fréttir Tillögur um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra óæskilegar að mati fagfólks Þær tillögur sem Sjúkratryggingar Íslands sendu velferðarráðuneytinu um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra eru að mati fagfólks Sjúkrahússins á Akureyri og Landspítalans óæskilegar. 23. apríl 2018 12:16 Ljósmóðir efast um að spítalinn komi til með að þola álagið Heilbrigðisráðherra hefur falið Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur og börn sem hefur verið í höndum ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. 24. apríl 2018 06:00 Þurfa að velja um að vera lengur á sængurdeild eða fara heim og vera án eftirlits Verðandi móðir kveðst hafa áhyggjur af stöðunni sem upp er komin eftir að nær allar ljósmæður sem sinna heimaþjónustu við sængurkonur og nýbura ákváðu að leggja niður störf þar sem ekki hefur verið gengið frá samningum. 23. apríl 2018 20:30 Allar heimaþjónustuljósmæður landsins leggja niður störf Allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu samkvæmt þar til gerðum lista hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með deginum í dag. 23. apríl 2018 08:44 Lögreglumenn lýsa yfir stuðningi við ljósmæður Landssamband lögreglumanna hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi kjaradeilu ljósmæðra. 24. apríl 2018 17:25 Aðeins pláss fyrir tuttugu konur á sængurlegudeild Landspítala Ljósmóðir á Landspítalanum og sjálfstætt starfandi ljósmóðir í heimaþjónustu segir að hjúkrunarfræðingar heimaþjónustu geti ekki gengið í öll störf ljósmæðra. 24. apríl 2018 12:45 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Tillögur um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra óæskilegar að mati fagfólks Þær tillögur sem Sjúkratryggingar Íslands sendu velferðarráðuneytinu um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra eru að mati fagfólks Sjúkrahússins á Akureyri og Landspítalans óæskilegar. 23. apríl 2018 12:16
Ljósmóðir efast um að spítalinn komi til með að þola álagið Heilbrigðisráðherra hefur falið Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur og börn sem hefur verið í höndum ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. 24. apríl 2018 06:00
Þurfa að velja um að vera lengur á sængurdeild eða fara heim og vera án eftirlits Verðandi móðir kveðst hafa áhyggjur af stöðunni sem upp er komin eftir að nær allar ljósmæður sem sinna heimaþjónustu við sængurkonur og nýbura ákváðu að leggja niður störf þar sem ekki hefur verið gengið frá samningum. 23. apríl 2018 20:30
Allar heimaþjónustuljósmæður landsins leggja niður störf Allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu samkvæmt þar til gerðum lista hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með deginum í dag. 23. apríl 2018 08:44
Lögreglumenn lýsa yfir stuðningi við ljósmæður Landssamband lögreglumanna hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi kjaradeilu ljósmæðra. 24. apríl 2018 17:25
Aðeins pláss fyrir tuttugu konur á sængurlegudeild Landspítala Ljósmóðir á Landspítalanum og sjálfstætt starfandi ljósmóðir í heimaþjónustu segir að hjúkrunarfræðingar heimaþjónustu geti ekki gengið í öll störf ljósmæðra. 24. apríl 2018 12:45