Segir umræðu um að hann hafi brugðist þolendum kynferðisbrota óraunverulega Sylvía Hall skrifar 29. apríl 2018 18:08 Bragi Guðbrandsson vonast eftir niðurstöðu í málið og segist skoða framboð sitt í samræmi við hana. Aðsend mynd Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist óska eftir því að umboðsmaður Alþingis taki til meðferðar öll þau mál sem vikið er að í kvörtunum tveggja barnaverndarnefnda. Hann mun leitast eftir því að fá flýtimeðferð til að niðurstaða liggi fyrir sem fyrst. Í yfirlýsingunni segir Bragi að hann hafi lengi unnið að umbótum í meðferð á kynferðisbrotamálum sem snúa að börnum. Hann hafi átt frumkvæðið að stofnun Barnahúss á Íslandi þegar íslenskt samfélag hafi verið í mikilli afneitun um kynferðisofbeldi gagnvart börnum. Þá segir hann að þetta hafi orðið til þess að samskonar stofnanir hafi verið settar á fót víða um Evrópu í um 60 borgum. Hann segir umræðuna um að hann hafi brugðist börnum hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi vera óraunverulega og að hún varpi skugga á framboð sitt til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. „Í þessu ljósi hefur sú umræða sem átt hefur sér stað undanfarna daga um að ég hafi brugðist tilteknum börnum sem eru þolendur kynferðisofbeldis og hyglað ofbeldismanni verið svo óraunveruleg að mig skortir orð til að lýsa hugsunum og tilfinningum mínum.” Hann segir í yfirlýsingunni að hann fari fram á fund með umboðsmanni Alþingis á morgun í von um að fá niðurstöðu í málið, en vegna trúnaðarskyldu sé honum ekki kleift að tjá sig um ærumeiðandi ávirðingar á opinberum vettvangi né veitt nauðsynlegar upplýsingar til að leiðrétta rangfærslur. Bragi segist ætla skoða framboð sitt til Barnaréttarnefndar í ljósi niðurstöðu umboðsmanns Alþingis og verði niðurstaðan að hann hafi brotið á sér í starfi muni hann axla ábyrgð í samræmi við það. Tengdar fréttir Enginn í velferðarnefnd skoðað gögn um Braga Enginn í velferðarnefnd hefur skoðað gögn sem velferðarráðuneytið afhenti Alþingi á þriðjudag og varða störf Braga Guðbrandssonar, fráfarandi forstjóra Barnaverndarstofu, og kvartanir barnaverndarnefnda vegna hans. 28. apríl 2018 10:00 Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54 Segir Braga ekki hafa gengið sinna erinda „Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann.“ 28. apríl 2018 17:52 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Sjá meira
Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist óska eftir því að umboðsmaður Alþingis taki til meðferðar öll þau mál sem vikið er að í kvörtunum tveggja barnaverndarnefnda. Hann mun leitast eftir því að fá flýtimeðferð til að niðurstaða liggi fyrir sem fyrst. Í yfirlýsingunni segir Bragi að hann hafi lengi unnið að umbótum í meðferð á kynferðisbrotamálum sem snúa að börnum. Hann hafi átt frumkvæðið að stofnun Barnahúss á Íslandi þegar íslenskt samfélag hafi verið í mikilli afneitun um kynferðisofbeldi gagnvart börnum. Þá segir hann að þetta hafi orðið til þess að samskonar stofnanir hafi verið settar á fót víða um Evrópu í um 60 borgum. Hann segir umræðuna um að hann hafi brugðist börnum hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi vera óraunverulega og að hún varpi skugga á framboð sitt til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. „Í þessu ljósi hefur sú umræða sem átt hefur sér stað undanfarna daga um að ég hafi brugðist tilteknum börnum sem eru þolendur kynferðisofbeldis og hyglað ofbeldismanni verið svo óraunveruleg að mig skortir orð til að lýsa hugsunum og tilfinningum mínum.” Hann segir í yfirlýsingunni að hann fari fram á fund með umboðsmanni Alþingis á morgun í von um að fá niðurstöðu í málið, en vegna trúnaðarskyldu sé honum ekki kleift að tjá sig um ærumeiðandi ávirðingar á opinberum vettvangi né veitt nauðsynlegar upplýsingar til að leiðrétta rangfærslur. Bragi segist ætla skoða framboð sitt til Barnaréttarnefndar í ljósi niðurstöðu umboðsmanns Alþingis og verði niðurstaðan að hann hafi brotið á sér í starfi muni hann axla ábyrgð í samræmi við það.
Tengdar fréttir Enginn í velferðarnefnd skoðað gögn um Braga Enginn í velferðarnefnd hefur skoðað gögn sem velferðarráðuneytið afhenti Alþingi á þriðjudag og varða störf Braga Guðbrandssonar, fráfarandi forstjóra Barnaverndarstofu, og kvartanir barnaverndarnefnda vegna hans. 28. apríl 2018 10:00 Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54 Segir Braga ekki hafa gengið sinna erinda „Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann.“ 28. apríl 2018 17:52 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Sjá meira
Enginn í velferðarnefnd skoðað gögn um Braga Enginn í velferðarnefnd hefur skoðað gögn sem velferðarráðuneytið afhenti Alþingi á þriðjudag og varða störf Braga Guðbrandssonar, fráfarandi forstjóra Barnaverndarstofu, og kvartanir barnaverndarnefnda vegna hans. 28. apríl 2018 10:00
Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54
Segir Braga ekki hafa gengið sinna erinda „Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann.“ 28. apríl 2018 17:52