Segir umræðu um að hann hafi brugðist þolendum kynferðisbrota óraunverulega Sylvía Hall skrifar 29. apríl 2018 18:08 Bragi Guðbrandsson vonast eftir niðurstöðu í málið og segist skoða framboð sitt í samræmi við hana. Aðsend mynd Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist óska eftir því að umboðsmaður Alþingis taki til meðferðar öll þau mál sem vikið er að í kvörtunum tveggja barnaverndarnefnda. Hann mun leitast eftir því að fá flýtimeðferð til að niðurstaða liggi fyrir sem fyrst. Í yfirlýsingunni segir Bragi að hann hafi lengi unnið að umbótum í meðferð á kynferðisbrotamálum sem snúa að börnum. Hann hafi átt frumkvæðið að stofnun Barnahúss á Íslandi þegar íslenskt samfélag hafi verið í mikilli afneitun um kynferðisofbeldi gagnvart börnum. Þá segir hann að þetta hafi orðið til þess að samskonar stofnanir hafi verið settar á fót víða um Evrópu í um 60 borgum. Hann segir umræðuna um að hann hafi brugðist börnum hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi vera óraunverulega og að hún varpi skugga á framboð sitt til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. „Í þessu ljósi hefur sú umræða sem átt hefur sér stað undanfarna daga um að ég hafi brugðist tilteknum börnum sem eru þolendur kynferðisofbeldis og hyglað ofbeldismanni verið svo óraunveruleg að mig skortir orð til að lýsa hugsunum og tilfinningum mínum.” Hann segir í yfirlýsingunni að hann fari fram á fund með umboðsmanni Alþingis á morgun í von um að fá niðurstöðu í málið, en vegna trúnaðarskyldu sé honum ekki kleift að tjá sig um ærumeiðandi ávirðingar á opinberum vettvangi né veitt nauðsynlegar upplýsingar til að leiðrétta rangfærslur. Bragi segist ætla skoða framboð sitt til Barnaréttarnefndar í ljósi niðurstöðu umboðsmanns Alþingis og verði niðurstaðan að hann hafi brotið á sér í starfi muni hann axla ábyrgð í samræmi við það. Tengdar fréttir Enginn í velferðarnefnd skoðað gögn um Braga Enginn í velferðarnefnd hefur skoðað gögn sem velferðarráðuneytið afhenti Alþingi á þriðjudag og varða störf Braga Guðbrandssonar, fráfarandi forstjóra Barnaverndarstofu, og kvartanir barnaverndarnefnda vegna hans. 28. apríl 2018 10:00 Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54 Segir Braga ekki hafa gengið sinna erinda „Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann.“ 28. apríl 2018 17:52 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Sjá meira
Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist óska eftir því að umboðsmaður Alþingis taki til meðferðar öll þau mál sem vikið er að í kvörtunum tveggja barnaverndarnefnda. Hann mun leitast eftir því að fá flýtimeðferð til að niðurstaða liggi fyrir sem fyrst. Í yfirlýsingunni segir Bragi að hann hafi lengi unnið að umbótum í meðferð á kynferðisbrotamálum sem snúa að börnum. Hann hafi átt frumkvæðið að stofnun Barnahúss á Íslandi þegar íslenskt samfélag hafi verið í mikilli afneitun um kynferðisofbeldi gagnvart börnum. Þá segir hann að þetta hafi orðið til þess að samskonar stofnanir hafi verið settar á fót víða um Evrópu í um 60 borgum. Hann segir umræðuna um að hann hafi brugðist börnum hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi vera óraunverulega og að hún varpi skugga á framboð sitt til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. „Í þessu ljósi hefur sú umræða sem átt hefur sér stað undanfarna daga um að ég hafi brugðist tilteknum börnum sem eru þolendur kynferðisofbeldis og hyglað ofbeldismanni verið svo óraunveruleg að mig skortir orð til að lýsa hugsunum og tilfinningum mínum.” Hann segir í yfirlýsingunni að hann fari fram á fund með umboðsmanni Alþingis á morgun í von um að fá niðurstöðu í málið, en vegna trúnaðarskyldu sé honum ekki kleift að tjá sig um ærumeiðandi ávirðingar á opinberum vettvangi né veitt nauðsynlegar upplýsingar til að leiðrétta rangfærslur. Bragi segist ætla skoða framboð sitt til Barnaréttarnefndar í ljósi niðurstöðu umboðsmanns Alþingis og verði niðurstaðan að hann hafi brotið á sér í starfi muni hann axla ábyrgð í samræmi við það.
Tengdar fréttir Enginn í velferðarnefnd skoðað gögn um Braga Enginn í velferðarnefnd hefur skoðað gögn sem velferðarráðuneytið afhenti Alþingi á þriðjudag og varða störf Braga Guðbrandssonar, fráfarandi forstjóra Barnaverndarstofu, og kvartanir barnaverndarnefnda vegna hans. 28. apríl 2018 10:00 Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54 Segir Braga ekki hafa gengið sinna erinda „Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann.“ 28. apríl 2018 17:52 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Sjá meira
Enginn í velferðarnefnd skoðað gögn um Braga Enginn í velferðarnefnd hefur skoðað gögn sem velferðarráðuneytið afhenti Alþingi á þriðjudag og varða störf Braga Guðbrandssonar, fráfarandi forstjóra Barnaverndarstofu, og kvartanir barnaverndarnefnda vegna hans. 28. apríl 2018 10:00
Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54
Segir Braga ekki hafa gengið sinna erinda „Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann.“ 28. apríl 2018 17:52