Gagnalekinn er á ábyrgð sveitarfélaganna: Persónuvernd segir málið af þeirri stærðargráðu að embættið nýtir heimild til frumkvæðisrannsóknar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 29. apríl 2018 18:44 Ekki er útilokað að sveitarfélögin hafi skapað sér skaðabótaskyldu með birtingu gagnanna. Gagnaleki þriggja sveitarfélaga á viðkvæmum persónugögnum er af þeirri stærðargráðu að Persónuvernd hyggst gera frumkvæðisrannsókn á því hvers vegna aðgengi að þessum upplýsingum var óhindrað. Í einhverjum tilfellum var opið fyrir upplýsingarnar í tvo til þrjá mánuði. Forstjóri Persónuverndar lítur málið alvarlegum augum. Upplýsingar um sálfræðimeðferðir, greiðslu lyfja fyrir einstaklinga og fjárhagsaðstoð eru aðeins brot af þeim upplýsingum sem aðgengi var opið að á heimasíðum Seltjarnarnesbæjar, Garðabæjar og Akraneskaupstaðar. Þá var einnig að finna nöfn barna í barnaverndarkerfinu sem og upplýsingar um fósturforeldra, kennitölur og upplýsingar um greiðslur. Sveitarfélögin hafa öll unnið að auknu gagnsæi í fjármálum sínum en Garðabær opnaði bókhald sitt síðasta sumar, Seltjarnarnesbær um áramótin og Akranes í gær. Samskonar upplýsingar var ekki að finna á vef Reykjanesbæjar sem keyrir á sama hugbúnaði. Fjögur sveitarfélög fengu aðstoð frá KPMG við að birta upplýsingar úr bókhaldi sínu í gegnum hugbúnað frá Microsoft. Svo virðist sem að aðeins þrjú þessara sveitarfélaga hafi birt þessar viðkvæmu upplýsingar en þegar öryggisrofið uppgötvaðist var lokað að aðgengi gagnanna hjá öllum sveitarfélögunum.Sjá einnig: Viðkvæmar upplýsingar birtar á heimasíðum sveitarfélagaAðgengileg frá því í febrúarSviðstjóri ráðgjafarsviðs KPMG sagði í samtali við fréttastofu í dag að gögnin hafi orðið aðgengileg eftir sjálfvirka hugbúnaðaruppfærslu hjá Microsoft í febrúar síðast liðnum. Gögnin hafa því verið aðgengileg öllum í 2-3 mánuði. Forstjóri Persónuverndar lítur málið alvarlegum augum. „Þetta mál lítur ekki vel út en að sama skapi að þá er þetta mál sem að væntanlega verður kært til okkar þegar á morgun að má gefast sé af mörgum aðilum. Nú ef ekki að þá er stærðargráðan að því er virðist slík að Persónuvernd mundi alltaf nýta sér heimild til frumkvæðisathugunar á þessu máli,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Samkvæmt núgildandi lögum er birting gagnanna á ábyrgð sveitarfélaganna og eiga þau að trygga vernd persónuupplýsinga sem eru undir á hverjum tíma. „Það lítur út fyrir að þarna hafi persónu upplýsingar komist til þeirra sem þær eiga ekki að komast til og ef að viðkvæmar persónuupplýsingar eru undir að þá er það bara gríðarlega alvarlegt mál,“ segir Helga.FljótfærniHelga segir fljótfærni gæti hafa átt þátt gagnaleka sveitarfélaganna við að opna bókhald sitt fyrir almenningi. „Eins og ég segi þá gefur það auga leið að þarf hefur verið unnið of hratt mögulega og ekki að nægilegri vandvirkni og yfirvegun sem að þarf þegar það er verið að meðhöndla þessar upplýsingar. Þetta eru viðkvæmar upplýsingar, má gefa sér, sem jafnvel er ekki verið að segja frá innan fjölskyldunnar, hvað þá að þær séu aðgengilegar öllum almenningi á Íslandi hvar sem þér ber niður,“ segir Helga. Helga segir fólk eiga rétt á því að fá að vita hvort verið sé að vinna með persónu upplýsingar um sig. „Að sjálfsögðu eiga einstaklingar rétt á því að fá að vita hvort að þær upplýsingar hafi verið undir í þessum leka,“ segir Helga. Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Frábær þjóðbúningamessu í Fljótshlíð Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Sjá meira
Gagnaleki þriggja sveitarfélaga á viðkvæmum persónugögnum er af þeirri stærðargráðu að Persónuvernd hyggst gera frumkvæðisrannsókn á því hvers vegna aðgengi að þessum upplýsingum var óhindrað. Í einhverjum tilfellum var opið fyrir upplýsingarnar í tvo til þrjá mánuði. Forstjóri Persónuverndar lítur málið alvarlegum augum. Upplýsingar um sálfræðimeðferðir, greiðslu lyfja fyrir einstaklinga og fjárhagsaðstoð eru aðeins brot af þeim upplýsingum sem aðgengi var opið að á heimasíðum Seltjarnarnesbæjar, Garðabæjar og Akraneskaupstaðar. Þá var einnig að finna nöfn barna í barnaverndarkerfinu sem og upplýsingar um fósturforeldra, kennitölur og upplýsingar um greiðslur. Sveitarfélögin hafa öll unnið að auknu gagnsæi í fjármálum sínum en Garðabær opnaði bókhald sitt síðasta sumar, Seltjarnarnesbær um áramótin og Akranes í gær. Samskonar upplýsingar var ekki að finna á vef Reykjanesbæjar sem keyrir á sama hugbúnaði. Fjögur sveitarfélög fengu aðstoð frá KPMG við að birta upplýsingar úr bókhaldi sínu í gegnum hugbúnað frá Microsoft. Svo virðist sem að aðeins þrjú þessara sveitarfélaga hafi birt þessar viðkvæmu upplýsingar en þegar öryggisrofið uppgötvaðist var lokað að aðgengi gagnanna hjá öllum sveitarfélögunum.Sjá einnig: Viðkvæmar upplýsingar birtar á heimasíðum sveitarfélagaAðgengileg frá því í febrúarSviðstjóri ráðgjafarsviðs KPMG sagði í samtali við fréttastofu í dag að gögnin hafi orðið aðgengileg eftir sjálfvirka hugbúnaðaruppfærslu hjá Microsoft í febrúar síðast liðnum. Gögnin hafa því verið aðgengileg öllum í 2-3 mánuði. Forstjóri Persónuverndar lítur málið alvarlegum augum. „Þetta mál lítur ekki vel út en að sama skapi að þá er þetta mál sem að væntanlega verður kært til okkar þegar á morgun að má gefast sé af mörgum aðilum. Nú ef ekki að þá er stærðargráðan að því er virðist slík að Persónuvernd mundi alltaf nýta sér heimild til frumkvæðisathugunar á þessu máli,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Samkvæmt núgildandi lögum er birting gagnanna á ábyrgð sveitarfélaganna og eiga þau að trygga vernd persónuupplýsinga sem eru undir á hverjum tíma. „Það lítur út fyrir að þarna hafi persónu upplýsingar komist til þeirra sem þær eiga ekki að komast til og ef að viðkvæmar persónuupplýsingar eru undir að þá er það bara gríðarlega alvarlegt mál,“ segir Helga.FljótfærniHelga segir fljótfærni gæti hafa átt þátt gagnaleka sveitarfélaganna við að opna bókhald sitt fyrir almenningi. „Eins og ég segi þá gefur það auga leið að þarf hefur verið unnið of hratt mögulega og ekki að nægilegri vandvirkni og yfirvegun sem að þarf þegar það er verið að meðhöndla þessar upplýsingar. Þetta eru viðkvæmar upplýsingar, má gefa sér, sem jafnvel er ekki verið að segja frá innan fjölskyldunnar, hvað þá að þær séu aðgengilegar öllum almenningi á Íslandi hvar sem þér ber niður,“ segir Helga. Helga segir fólk eiga rétt á því að fá að vita hvort verið sé að vinna með persónu upplýsingar um sig. „Að sjálfsögðu eiga einstaklingar rétt á því að fá að vita hvort að þær upplýsingar hafi verið undir í þessum leka,“ segir Helga.
Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Frábær þjóðbúningamessu í Fljótshlíð Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Sjá meira