Gert að ákæra lögreglumann vegna harkalegrar handtöku Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 10. apríl 2018 07:00 Hamborgarabúllan í Kópavogi þar sem hin harkalega handtaka fór fram. Vísir/eyþór Ríkissaksóknari hefur fellt úr gildi ákvörðun Héraðssaksóknara í máli lögreglumanns sem handtók mann við Hamborgarabúlluna í Kópavogi síðastliðið vor. Hinn handtekni tvífótbrotnaði við handtökuna. „Þetta kemur ekki á óvart enda borðleggjandi að mínu mati og ánægjulegt fyrir minn mann,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður hins handtekna. Aðspurður segir Ómar manninn farinn til Póllands en hann er pólskur borgari og missti vinnuna hér á landi eftir atvikið enda óvinnufær. Hann fer fram á tæpar sjö milljónir í skaða- og miskabætur en hann er enn að ná sér af meiðslunum og hefur verið óvinnufær í tæpt ár, eða frá því atvikið átti sér stað. Hinn handtekni kærði tvo lögregluþjóna, mann og konu, sem kölluð voru að veitingastaðnum vegna drykkjuláta. Samkvæmt framburði vitna gekk lögregla fram af mikilli hörku, kylfum hafi verið beitt og bílhurð lögreglubíls skellt margsinnis á fætur hins handtekna með þeim afleiðingum að hann tvífótbrotnaði. Við rannsókn málsins var leitað til réttarmeinafræðings sem taldi bæði mögulegt og líklegt að fótbrotið hefði hlotist af því að hurð hefði verið skellt á fætur sem voru á milli hurðar og dyrakarms.Gat ekki þulið upp kennitöluna Þrátt fyrir að héraðssaksóknari teldi gögn málsins benda til að gæta hefði mátt betur að meðalhófi í störfum á vettvangi, mat hann það svo að ekki væru nægar líkur á sakfellingu í málinu, þar sem gögn málsins bæru ekki með sér að lögregla hefði, af ásetningi eða stórfelldu gáleysi, farið gegn lögmæltum aðferðum við handtökuna. Kærandinn, sem hefur lagt fram tæplega sjö milljóna bótakröfu, kærði ákvörðunina til ríkissaksóknara. Í kærunni kemur meðal annars fram að kærandinn og fjölmörg vitni hafi staðfest að lögreglumenn hafi brugðist við með offorsi þegar kærandi gat ekki þulið upp kennitölu sína. „Þeir drógu hann strax í kjölfarið, járnaðan fyrir aftan bak, inn í lögreglubifreið þar sem hann lá, innan við mínútu síðar, tvífótbrotinn eftir bílhurð og lögreglukylfu,“ segir í kærunni. Í niðurstöðu ríkissaksóknara frá því í gær er staðfest ákvörðun saksóknara um að fella málið á hendur lögreglukonunni niður en ákvörðun að því er varðar lögreglumanninn er felld úr gildi og héraðssaksóknara falið að taka mál á hendur honum til ákærumeðferðar. Í úrskurði ríkissaksóknara kemur fram að lögreglumaðurinn hafi í það minnsta sýnt af sér slíkt gáleysi við handtökuna að háttsemi hans geti talist refsiverð sbr. 132. og 219. gr. hegningarlaga. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Gagnrýnir ummæli Jóns H. B. Snorrasonar "Ég held að Jón hafi ekki séð rannsóknargögn málsins og viti ekkert um málið nema það sem hann hefur frá lögreglumönnunum sjálfum,“ segir Ómar Örn. 1. ágúst 2017 06:00 Fer fram á sjö milljónir vegna harkalegrar handtöku við Búlluna Rannsókn á framgöngu tveggja lögreglumanna við handtöku manns við Hamborgarabúlluna í Kópavogi í vor er lokið. 6. september 2017 06:00 Óvinnufær í hálft ár eftir handtökuna Lögreglumennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa beitt harðræði við handtöku í maí voru varaðir við því að þeir myndu fótbrjóta manninn. Missti vinnuna og mun þurfa langa endurhæfingu. 28. júlí 2017 06:00 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur fellt úr gildi ákvörðun Héraðssaksóknara í máli lögreglumanns sem handtók mann við Hamborgarabúlluna í Kópavogi síðastliðið vor. Hinn handtekni tvífótbrotnaði við handtökuna. „Þetta kemur ekki á óvart enda borðleggjandi að mínu mati og ánægjulegt fyrir minn mann,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður hins handtekna. Aðspurður segir Ómar manninn farinn til Póllands en hann er pólskur borgari og missti vinnuna hér á landi eftir atvikið enda óvinnufær. Hann fer fram á tæpar sjö milljónir í skaða- og miskabætur en hann er enn að ná sér af meiðslunum og hefur verið óvinnufær í tæpt ár, eða frá því atvikið átti sér stað. Hinn handtekni kærði tvo lögregluþjóna, mann og konu, sem kölluð voru að veitingastaðnum vegna drykkjuláta. Samkvæmt framburði vitna gekk lögregla fram af mikilli hörku, kylfum hafi verið beitt og bílhurð lögreglubíls skellt margsinnis á fætur hins handtekna með þeim afleiðingum að hann tvífótbrotnaði. Við rannsókn málsins var leitað til réttarmeinafræðings sem taldi bæði mögulegt og líklegt að fótbrotið hefði hlotist af því að hurð hefði verið skellt á fætur sem voru á milli hurðar og dyrakarms.Gat ekki þulið upp kennitöluna Þrátt fyrir að héraðssaksóknari teldi gögn málsins benda til að gæta hefði mátt betur að meðalhófi í störfum á vettvangi, mat hann það svo að ekki væru nægar líkur á sakfellingu í málinu, þar sem gögn málsins bæru ekki með sér að lögregla hefði, af ásetningi eða stórfelldu gáleysi, farið gegn lögmæltum aðferðum við handtökuna. Kærandinn, sem hefur lagt fram tæplega sjö milljóna bótakröfu, kærði ákvörðunina til ríkissaksóknara. Í kærunni kemur meðal annars fram að kærandinn og fjölmörg vitni hafi staðfest að lögreglumenn hafi brugðist við með offorsi þegar kærandi gat ekki þulið upp kennitölu sína. „Þeir drógu hann strax í kjölfarið, járnaðan fyrir aftan bak, inn í lögreglubifreið þar sem hann lá, innan við mínútu síðar, tvífótbrotinn eftir bílhurð og lögreglukylfu,“ segir í kærunni. Í niðurstöðu ríkissaksóknara frá því í gær er staðfest ákvörðun saksóknara um að fella málið á hendur lögreglukonunni niður en ákvörðun að því er varðar lögreglumanninn er felld úr gildi og héraðssaksóknara falið að taka mál á hendur honum til ákærumeðferðar. Í úrskurði ríkissaksóknara kemur fram að lögreglumaðurinn hafi í það minnsta sýnt af sér slíkt gáleysi við handtökuna að háttsemi hans geti talist refsiverð sbr. 132. og 219. gr. hegningarlaga.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Gagnrýnir ummæli Jóns H. B. Snorrasonar "Ég held að Jón hafi ekki séð rannsóknargögn málsins og viti ekkert um málið nema það sem hann hefur frá lögreglumönnunum sjálfum,“ segir Ómar Örn. 1. ágúst 2017 06:00 Fer fram á sjö milljónir vegna harkalegrar handtöku við Búlluna Rannsókn á framgöngu tveggja lögreglumanna við handtöku manns við Hamborgarabúlluna í Kópavogi í vor er lokið. 6. september 2017 06:00 Óvinnufær í hálft ár eftir handtökuna Lögreglumennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa beitt harðræði við handtöku í maí voru varaðir við því að þeir myndu fótbrjóta manninn. Missti vinnuna og mun þurfa langa endurhæfingu. 28. júlí 2017 06:00 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Gagnrýnir ummæli Jóns H. B. Snorrasonar "Ég held að Jón hafi ekki séð rannsóknargögn málsins og viti ekkert um málið nema það sem hann hefur frá lögreglumönnunum sjálfum,“ segir Ómar Örn. 1. ágúst 2017 06:00
Fer fram á sjö milljónir vegna harkalegrar handtöku við Búlluna Rannsókn á framgöngu tveggja lögreglumanna við handtöku manns við Hamborgarabúlluna í Kópavogi í vor er lokið. 6. september 2017 06:00
Óvinnufær í hálft ár eftir handtökuna Lögreglumennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa beitt harðræði við handtöku í maí voru varaðir við því að þeir myndu fótbrjóta manninn. Missti vinnuna og mun þurfa langa endurhæfingu. 28. júlí 2017 06:00