Óvinnufær í hálft ár eftir handtökuna Ólöf Skaftadóttir skrifar 28. júlí 2017 06:00 Rannsókn fer nú fram í máli tveggja lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu sem grunaðir eru um að hafa beitt harðræði við handtöku. Vísir/Eyþór Búist er við að maðurinn sem varð fyrir meintri árás af hendi tveggja lögregluþjóna fyrir utan Hamborgarabúlluna í Kópavogi í maí verði frá vinnu í að minnsta kosti sex mánuði sökum áverkanna sem hann hlaut. Vitni segir lögreglumennina hafa verið varaða við því að þeir myndu fótbrjóta manninn. Maðurinn mun samkvæmt heimildum þurfa langa sjúkraþjálfun og endurhæfingu. Tveir lögreglumenn, karl og kona, sæta rannsókn vegna málsins, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Þau eru grunuð um að hafa veist að tveimur pólskum karlmönnum eftir að hafa verið kölluð til vegna drykkjuláta inni á veitingastaðnum. Báðir hlutu áverka en aðeins annar mannanna lagði fram kæru. Sá sem fótbrotnaði er á fimmtugsaldri og kom hingað til lands í byrjun árs og starfaði hér sem bifvélavirki. Hann hafði hins vegar ekki rétt á veikindaleyfi og var því sagt upp störfum vegna meiðslanna. Maðurinn þurfti að gangast undir skurðaðgerð og hefur ekki mátt stíga í fótinn. Vitni að atvikinu segja lögreglumennina hafa lamið mennina tvo ítrekað með kylfum og svo slengt bílhurðinni fast á fætur annars mannsins þegar hann neitaði að fara inn í lögreglubíl. Eitt vitni segir lögreglumennina sömuleiðis hafa barið manninn í fótinn með kylfu, svo fast að maðurinn hafi verið frá af sársauka. Lögreglumennirnir hafi jafnframt beðið nærstadda um aðstoð og að minnsta kosti einn hafi reynt að aðstoða við að koma manninum inn í bíl. Hins vegar hafi ekki verið að sjá að mennirnir tveir hefðu veist að lögreglu eða beitt hana ofbeldi af nokkru tagi, þrátt fyrir að hinn fótbrotni hafi sýnt mikinn mótþróa við handtökuna. Félagi mannsins hafi svo verið skilinn eftir og að gestir veitingastaðarins hafi verið mjög óttaslegnir, enda hafi maðurinn verið mjög æstur og ögrandi. Lögreglumennirnir eru enn við störf Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Formaðurinn segir manneklu hjá lögreglunni leiða til slysa Undirmönnun innan lögreglunnar er mikið vandamál að sögn formanns Landssambands lögreglumanna. Vill ekki tjá sig um handtökuna fyrir utan Hamborgarabúlluna og meint harðræði lögreglumannanna. 28. júlí 2017 06:00 Lögreglumenn kærðir fyrir gróft ofbeldi Rannsókn fer nú fram í máli tveggja lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu sem grunaðir eru um að hafa beitt harðræði við handtöku. 27. júlí 2017 06:00 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Búist er við að maðurinn sem varð fyrir meintri árás af hendi tveggja lögregluþjóna fyrir utan Hamborgarabúlluna í Kópavogi í maí verði frá vinnu í að minnsta kosti sex mánuði sökum áverkanna sem hann hlaut. Vitni segir lögreglumennina hafa verið varaða við því að þeir myndu fótbrjóta manninn. Maðurinn mun samkvæmt heimildum þurfa langa sjúkraþjálfun og endurhæfingu. Tveir lögreglumenn, karl og kona, sæta rannsókn vegna málsins, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Þau eru grunuð um að hafa veist að tveimur pólskum karlmönnum eftir að hafa verið kölluð til vegna drykkjuláta inni á veitingastaðnum. Báðir hlutu áverka en aðeins annar mannanna lagði fram kæru. Sá sem fótbrotnaði er á fimmtugsaldri og kom hingað til lands í byrjun árs og starfaði hér sem bifvélavirki. Hann hafði hins vegar ekki rétt á veikindaleyfi og var því sagt upp störfum vegna meiðslanna. Maðurinn þurfti að gangast undir skurðaðgerð og hefur ekki mátt stíga í fótinn. Vitni að atvikinu segja lögreglumennina hafa lamið mennina tvo ítrekað með kylfum og svo slengt bílhurðinni fast á fætur annars mannsins þegar hann neitaði að fara inn í lögreglubíl. Eitt vitni segir lögreglumennina sömuleiðis hafa barið manninn í fótinn með kylfu, svo fast að maðurinn hafi verið frá af sársauka. Lögreglumennirnir hafi jafnframt beðið nærstadda um aðstoð og að minnsta kosti einn hafi reynt að aðstoða við að koma manninum inn í bíl. Hins vegar hafi ekki verið að sjá að mennirnir tveir hefðu veist að lögreglu eða beitt hana ofbeldi af nokkru tagi, þrátt fyrir að hinn fótbrotni hafi sýnt mikinn mótþróa við handtökuna. Félagi mannsins hafi svo verið skilinn eftir og að gestir veitingastaðarins hafi verið mjög óttaslegnir, enda hafi maðurinn verið mjög æstur og ögrandi. Lögreglumennirnir eru enn við störf
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Formaðurinn segir manneklu hjá lögreglunni leiða til slysa Undirmönnun innan lögreglunnar er mikið vandamál að sögn formanns Landssambands lögreglumanna. Vill ekki tjá sig um handtökuna fyrir utan Hamborgarabúlluna og meint harðræði lögreglumannanna. 28. júlí 2017 06:00 Lögreglumenn kærðir fyrir gróft ofbeldi Rannsókn fer nú fram í máli tveggja lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu sem grunaðir eru um að hafa beitt harðræði við handtöku. 27. júlí 2017 06:00 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Formaðurinn segir manneklu hjá lögreglunni leiða til slysa Undirmönnun innan lögreglunnar er mikið vandamál að sögn formanns Landssambands lögreglumanna. Vill ekki tjá sig um handtökuna fyrir utan Hamborgarabúlluna og meint harðræði lögreglumannanna. 28. júlí 2017 06:00
Lögreglumenn kærðir fyrir gróft ofbeldi Rannsókn fer nú fram í máli tveggja lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu sem grunaðir eru um að hafa beitt harðræði við handtöku. 27. júlí 2017 06:00