Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hættir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. apríl 2018 08:48 Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, mun láta af störfum í sumar en hún sagði starfi sínu lausu fyrir mánaðamót. Að því er fram kemur á vef RÚV, sem fyrst greindi frá málinu, mun Halldóra starfa út júnímánuð. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við RÚV að starfslokin tengist fyrirhuguðum breytingum á starfsemi barnaverndar í Reykjavík en til stendur að fara í umfangsmikla úttekt á skipulagi barnaverndarstarfs í borginni. Ekki liggur fyrir hver mun taka við starfi framkvæmdastjóra af Halldóru. Þó nokkur styr hefur staðið um Barnavernd Reykjavíkur undanfarin misseri en eins og fjallað hefur verið um hefur starfsmaður Barnaverndar setið í gæsluvarðhaldi frá því í janúar síðastliðnum, grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. Maðurinn starfaði á stuðningsheimili fyrir börn og unglinga á vegum Barnaverndar Reykjavíkur og var hann fyrst tilkynntur vegna gruns um kynferðisbrot árið 2008. Mistök starfsmanns borgarinnar urðu til þess að þeirri ábendingu var ekki komið lengra áfram í kerfinu. Maðurinn var svo kærður til lögreglu í ágúst í fyrra en ekki handtekinn fyrr en í janúar og viðurkenndi lögreglan einnig mistök í málinu.Deilur við Barnaverndarstofu og óánægðir fósturforeldrar Í nóvember í fyrra var svo karlmaður handtekinn, grunaður um að stunda umfangsmikla vændisstarfsemi, en maðurinn vann hjá Barnavernd Reykjavíkur um nokkurra ára skeið en hann hætti störfum hjá Barnavernd nokkrum mánðum áður en það mál kom upp. Þá stigu fósturforeldrar fram nýlega í sjónvarpsþættinum Kveik og gagnrýndu vinnubrögð Barnaverndarnefndar Reykjavíkur harðlega í máli systkina sem höfðu verið í fóstri hjá fósturforeldrunum. Fordæmdi Barnaverndarstofa vinnubrögð Barnaverndar Reykjavíkur í því máli. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur sagði í kjölfar á umfjöllun Kveiks að nefndinni hefði aldrei borist formlegt erindi þess efnis að til stæði að áminna nefndina. Sagði hún að skilyrði barnaverndarlaga um áminningu væru ekki til staðar. Í yfirlýsingu Barnaverndarstofu sem send var fjölmiðlum sagði að af þeim tuttugu málum Barnaverndarnefndar Reykjavíkur sem Barnaverndarstofa hefur skoðað efnislega frá ársbyrjun 2014 hefur þurft að gera athugasemdir við málsmeðferð í nítján þeirra. Þá ætti enn eftir að taka ákvörðun um það hvort áminna þurfi nefndina. Barnavernd Reykjavíkur kvartaði til velferðarráðuneytisins vegna Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, fyrr í vetur. Var niðurstaða athugunar ráðuneytisins sú að ekki ríkti sá trúnaður og traust á milli aðila í barnavernd sem þurfi að vera til staðar en Bragi fór í leyfi frá störfum sínum hjá Barnaverndarstofu í febrúar. Ekki náðist í Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur, við vinnslu fréttarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Tengdar fréttir Barnaverndarnefnd Reykjavíkur segir skilyrði um áminningu ekki til staðar Barnaverndarnefndar Reykjavíkur segir að nefndinni hafi aldrei borist formlegt erindi þess efnis að til stæði að áminna nefndina. Segur hún að skilyrði barnaverndarlaga um áminningu séu ekki til staðar. 27. mars 2018 20:59 Búið að opna fyrir rafrænar ábendingar til Barnaverndar Um er að ræða lið í aðgerðaráætlun velferðarsviðs í kjölfar þess að starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur var kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. 5. apríl 2018 14:44 Rannsókn lögreglu á máli stuðningsfulltrúa lokið Maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. 3. apríl 2018 12:15 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Sjá meira
Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, mun láta af störfum í sumar en hún sagði starfi sínu lausu fyrir mánaðamót. Að því er fram kemur á vef RÚV, sem fyrst greindi frá málinu, mun Halldóra starfa út júnímánuð. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við RÚV að starfslokin tengist fyrirhuguðum breytingum á starfsemi barnaverndar í Reykjavík en til stendur að fara í umfangsmikla úttekt á skipulagi barnaverndarstarfs í borginni. Ekki liggur fyrir hver mun taka við starfi framkvæmdastjóra af Halldóru. Þó nokkur styr hefur staðið um Barnavernd Reykjavíkur undanfarin misseri en eins og fjallað hefur verið um hefur starfsmaður Barnaverndar setið í gæsluvarðhaldi frá því í janúar síðastliðnum, grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. Maðurinn starfaði á stuðningsheimili fyrir börn og unglinga á vegum Barnaverndar Reykjavíkur og var hann fyrst tilkynntur vegna gruns um kynferðisbrot árið 2008. Mistök starfsmanns borgarinnar urðu til þess að þeirri ábendingu var ekki komið lengra áfram í kerfinu. Maðurinn var svo kærður til lögreglu í ágúst í fyrra en ekki handtekinn fyrr en í janúar og viðurkenndi lögreglan einnig mistök í málinu.Deilur við Barnaverndarstofu og óánægðir fósturforeldrar Í nóvember í fyrra var svo karlmaður handtekinn, grunaður um að stunda umfangsmikla vændisstarfsemi, en maðurinn vann hjá Barnavernd Reykjavíkur um nokkurra ára skeið en hann hætti störfum hjá Barnavernd nokkrum mánðum áður en það mál kom upp. Þá stigu fósturforeldrar fram nýlega í sjónvarpsþættinum Kveik og gagnrýndu vinnubrögð Barnaverndarnefndar Reykjavíkur harðlega í máli systkina sem höfðu verið í fóstri hjá fósturforeldrunum. Fordæmdi Barnaverndarstofa vinnubrögð Barnaverndar Reykjavíkur í því máli. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur sagði í kjölfar á umfjöllun Kveiks að nefndinni hefði aldrei borist formlegt erindi þess efnis að til stæði að áminna nefndina. Sagði hún að skilyrði barnaverndarlaga um áminningu væru ekki til staðar. Í yfirlýsingu Barnaverndarstofu sem send var fjölmiðlum sagði að af þeim tuttugu málum Barnaverndarnefndar Reykjavíkur sem Barnaverndarstofa hefur skoðað efnislega frá ársbyrjun 2014 hefur þurft að gera athugasemdir við málsmeðferð í nítján þeirra. Þá ætti enn eftir að taka ákvörðun um það hvort áminna þurfi nefndina. Barnavernd Reykjavíkur kvartaði til velferðarráðuneytisins vegna Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, fyrr í vetur. Var niðurstaða athugunar ráðuneytisins sú að ekki ríkti sá trúnaður og traust á milli aðila í barnavernd sem þurfi að vera til staðar en Bragi fór í leyfi frá störfum sínum hjá Barnaverndarstofu í febrúar. Ekki náðist í Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur, við vinnslu fréttarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Tengdar fréttir Barnaverndarnefnd Reykjavíkur segir skilyrði um áminningu ekki til staðar Barnaverndarnefndar Reykjavíkur segir að nefndinni hafi aldrei borist formlegt erindi þess efnis að til stæði að áminna nefndina. Segur hún að skilyrði barnaverndarlaga um áminningu séu ekki til staðar. 27. mars 2018 20:59 Búið að opna fyrir rafrænar ábendingar til Barnaverndar Um er að ræða lið í aðgerðaráætlun velferðarsviðs í kjölfar þess að starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur var kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. 5. apríl 2018 14:44 Rannsókn lögreglu á máli stuðningsfulltrúa lokið Maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. 3. apríl 2018 12:15 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Sjá meira
Barnaverndarnefnd Reykjavíkur segir skilyrði um áminningu ekki til staðar Barnaverndarnefndar Reykjavíkur segir að nefndinni hafi aldrei borist formlegt erindi þess efnis að til stæði að áminna nefndina. Segur hún að skilyrði barnaverndarlaga um áminningu séu ekki til staðar. 27. mars 2018 20:59
Búið að opna fyrir rafrænar ábendingar til Barnaverndar Um er að ræða lið í aðgerðaráætlun velferðarsviðs í kjölfar þess að starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur var kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. 5. apríl 2018 14:44
Rannsókn lögreglu á máli stuðningsfulltrúa lokið Maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. 3. apríl 2018 12:15