Barnaverndarnefnd Reykjavíkur segir skilyrði um áminningu ekki til staðar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. mars 2018 20:59 Barnaverndarnefnd Reykjavíkur er til húsa í Borgartúni. Vísir/Daníel Barnaverndarnefnd Reykjavíkur segir að nefndinni hafi aldrei borist formlegt erindi þess efnis að til stæði að áminna nefndina. Segur hún að skilyrði barnaverndarlaga um áminningu séu ekki til staðar. Þetta segir í yfirlýsingu frá nefndinni sem send var á fjölmiðla eftir umfjöllun fréttaskýringaþáttarsins Kveiks á RÚV í kvöld. Þar var fjallað um Barnaverndarstofa hefði til skoðunar að áminna Barnaverndarnefnd Reykjavíkur vegna ítrekaðra brota á reglum og stöðlum um vinnslu barnaverndarmála. Var þar sérstaklega fjallað um mál systkina sem komið var í fóstur hjá fósturforeldrum með mikla reynslu undir lok ársins 2016. Nokkrum mánuðum síðar voru þau fjarlægð af fósturheimilinu og komið fyrir á sitt hvoru heimilinu. Kom fram að Barnaverndarstofa hafi fordæmt þessa málsmeðferð nefndarinnar.Engar athugasemdir gerðar Í yfirlýsingu Barnaverndarnefndar Reykjavíkur segir að á síðustu þremur árum hafi 5683 mál verið á skrá hjá nefndinni. á því tímabili hafi Barnaverndarstofa gert athugasemdir við ellefu mál. Segir að allar slíkar athugasemdir séu teknar alvarlega og að starfsmenn barnaverndar hafi í kjölfarið tileinkað sér ábendingarnar við meðferð mála. „Skilyrði áminningar samkvæmt barnaverndarlögum eru að ekki sé farið að ábendingum og leiðbeiningum Barnaverndarstofu. Það á ekki við en Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur þvert á móti farið eftir öllum ábendingum og leiðbeiningum sem henni hafa borist frá Barnaverndarstofu,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir einnig að Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hafi á undanförnum árum sent regluleg bréf til Barnaverndarstofu þar sem því er lýst hvernig brugðist hefur verið við tilmælum hennar. Engar athugasemdir hafi verið gerðar við þau bréf.„Barnaverndarnefndum er sem áður segir óheimilt að taka þátt í umræðu um mál líkt og það sem var til meðferðar í fyrrnefndum sjónvarpsþætti, til dæmis að leiðrétta rangfærslur sem kunna að koma fram, leggja fram gögn sem varpað gætu frekara ljósi á málavexti eða ræða núverandi stöðu þeirra barna sem fjallað var um.“Yfirlýsingin Barnaverndarnefndar Reykjavíkur í heild sinni„Vegna umfjöllunar Kveiks um málefni barnaverndar í kvöld vill Barnaverndarnefnd Reykjavíkur ítreka að allar ábendingar eru teknar alvarlega og hagsmunir barna eru í öllum tilfellum settir í öndvegi við meðferð mála. Nefndin getur ekki tjáð sig efnislega um það mál sem fjallað var um í þættinum. Barnaverndarnefndum er samkvæmt barnaverndarlögum óheimilt að taka þátt í opinberri umræðu um mál sem eru til meðferðar eða hafa verið til meðferðar hjá nefndunum. Þetta er vegna þeirra ríku trúnaðarskyldu sem óhjákvæmilega fylgja slíkum málum og geta varðað börnin sjálf, foreldra þeirra og skyldmenni eða fósturforeldra. Í athugasemdum með frumvarpinu sem varð að núgildandi barnaverndarlögum er sérstaklega tekið fram að barnaverndarnefndum sé skylt að gæta fyllsta trúnaðar um upplýsingar sem nefndirnar búa yfir varðandi aðila máls gagnvart utanaðkomandi sem ekki eru aðilar barnaverndarmáls. Trúnaðarskylda barnaverndaryfirvalda er forsenda þess að unnt sé að veita fullnægjandi þjónustu og þess að einstaklingar muni yfirhöfuð leita sér aðstoðar og segja frá viðkvæmum málum.Fjöldi virkra mála hjá Barnaverndarnefnd Reykjavíkur á síðastliðnum 3 árum var 5683. Á því tímabili hefur Barnaverndarstofa í 11 tilfellum gert athugasemdir við málsmeðferð eða í 0,19% tilfella. Allar slíkar athugasemdir eru teknar alvarlega og þær eru mikilvæg leið til að efla málsmeðferð og verklag hjá Barnavernd Reykjavíkur. Margar góðar ábendingar hafa komið fram sem starfsmenn barnaverndar hafa í kjölfarið tileinkað sér við meðferð mála. Rétt er að árétta, vegna ummæla í fyrrnefndum sjónvarpsþætti, að Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur aldrei borist formlegt skriflegt erindi um að til standi að áminna nefndina. Skilyrði áminningar samkvæmt barnaverndarlögum eru að ekki sé farið að ábendingum og leiðbeiningum Barnaverndarstofu. Það á ekki við en Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur þvert á móti farið eftir öllum ábendingum og leiðbeiningum sem henni hafa borist frá Barnaverndarstofu. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur á undanförnum árum sent regluleg bréf til Barnaverndarstofu þar sem því er lýst hvernig brugðist hefur verið við tilmælum hennar. Engar athugasemdir hafa verið gerðar við þau bréf.Rétt er að nefna að einn mælikvarði á gæði starfa barnaverndarnefndar eru niðurstöður dómstóla sem hafa lokaorðið í ágreiningsmálum. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur unnið eða gert dómsáttir, þar sem kröfur nefndarinnar hafa náð fram að ganga, í 46 af 48 málum frá því í nóvember 2015, eða í 96% tilfella.Barnaverndarnefndum er sem áður segir óheimilt að taka þátt í umræðu um mál líkt og það sem var til meðferðar í fyrrnefndum sjónvarpsþætti, til dæmis að leiðrétta rangfærslur sem kunna að koma fram, leggja fram gögn sem varpað gætu frekara ljósi á málavexti eða ræða núverandi stöðu þeirra barna sem fjallað var um.Vegna hinnar ríku trúnaðarskyldu þá fer umræða og úrlausn ágreinings vegna barnaverndarmála fram fyrir Barnaverndarstofu, úrskurðarnefnd velferðarmála og loks hjá dómstólum. Sú umræða sem fram fer um barnaverndarmál í fjölmiðlum getur því ekki varpað nema takmörkuðu ljósi á málsatvik.Virðingarfyllst,Barnaverndarnefnd ReykjavíkurTómas Hrafn SveinssonGuðrún ÖgmundsdóttirAndri ÓttarssonSólveig ÁsgrímsdóttirKolbrún Baldursdóttir“ Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Barnaverndarnefnd Reykjavíkur segir að nefndinni hafi aldrei borist formlegt erindi þess efnis að til stæði að áminna nefndina. Segur hún að skilyrði barnaverndarlaga um áminningu séu ekki til staðar. Þetta segir í yfirlýsingu frá nefndinni sem send var á fjölmiðla eftir umfjöllun fréttaskýringaþáttarsins Kveiks á RÚV í kvöld. Þar var fjallað um Barnaverndarstofa hefði til skoðunar að áminna Barnaverndarnefnd Reykjavíkur vegna ítrekaðra brota á reglum og stöðlum um vinnslu barnaverndarmála. Var þar sérstaklega fjallað um mál systkina sem komið var í fóstur hjá fósturforeldrum með mikla reynslu undir lok ársins 2016. Nokkrum mánuðum síðar voru þau fjarlægð af fósturheimilinu og komið fyrir á sitt hvoru heimilinu. Kom fram að Barnaverndarstofa hafi fordæmt þessa málsmeðferð nefndarinnar.Engar athugasemdir gerðar Í yfirlýsingu Barnaverndarnefndar Reykjavíkur segir að á síðustu þremur árum hafi 5683 mál verið á skrá hjá nefndinni. á því tímabili hafi Barnaverndarstofa gert athugasemdir við ellefu mál. Segir að allar slíkar athugasemdir séu teknar alvarlega og að starfsmenn barnaverndar hafi í kjölfarið tileinkað sér ábendingarnar við meðferð mála. „Skilyrði áminningar samkvæmt barnaverndarlögum eru að ekki sé farið að ábendingum og leiðbeiningum Barnaverndarstofu. Það á ekki við en Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur þvert á móti farið eftir öllum ábendingum og leiðbeiningum sem henni hafa borist frá Barnaverndarstofu,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir einnig að Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hafi á undanförnum árum sent regluleg bréf til Barnaverndarstofu þar sem því er lýst hvernig brugðist hefur verið við tilmælum hennar. Engar athugasemdir hafi verið gerðar við þau bréf.„Barnaverndarnefndum er sem áður segir óheimilt að taka þátt í umræðu um mál líkt og það sem var til meðferðar í fyrrnefndum sjónvarpsþætti, til dæmis að leiðrétta rangfærslur sem kunna að koma fram, leggja fram gögn sem varpað gætu frekara ljósi á málavexti eða ræða núverandi stöðu þeirra barna sem fjallað var um.“Yfirlýsingin Barnaverndarnefndar Reykjavíkur í heild sinni„Vegna umfjöllunar Kveiks um málefni barnaverndar í kvöld vill Barnaverndarnefnd Reykjavíkur ítreka að allar ábendingar eru teknar alvarlega og hagsmunir barna eru í öllum tilfellum settir í öndvegi við meðferð mála. Nefndin getur ekki tjáð sig efnislega um það mál sem fjallað var um í þættinum. Barnaverndarnefndum er samkvæmt barnaverndarlögum óheimilt að taka þátt í opinberri umræðu um mál sem eru til meðferðar eða hafa verið til meðferðar hjá nefndunum. Þetta er vegna þeirra ríku trúnaðarskyldu sem óhjákvæmilega fylgja slíkum málum og geta varðað börnin sjálf, foreldra þeirra og skyldmenni eða fósturforeldra. Í athugasemdum með frumvarpinu sem varð að núgildandi barnaverndarlögum er sérstaklega tekið fram að barnaverndarnefndum sé skylt að gæta fyllsta trúnaðar um upplýsingar sem nefndirnar búa yfir varðandi aðila máls gagnvart utanaðkomandi sem ekki eru aðilar barnaverndarmáls. Trúnaðarskylda barnaverndaryfirvalda er forsenda þess að unnt sé að veita fullnægjandi þjónustu og þess að einstaklingar muni yfirhöfuð leita sér aðstoðar og segja frá viðkvæmum málum.Fjöldi virkra mála hjá Barnaverndarnefnd Reykjavíkur á síðastliðnum 3 árum var 5683. Á því tímabili hefur Barnaverndarstofa í 11 tilfellum gert athugasemdir við málsmeðferð eða í 0,19% tilfella. Allar slíkar athugasemdir eru teknar alvarlega og þær eru mikilvæg leið til að efla málsmeðferð og verklag hjá Barnavernd Reykjavíkur. Margar góðar ábendingar hafa komið fram sem starfsmenn barnaverndar hafa í kjölfarið tileinkað sér við meðferð mála. Rétt er að árétta, vegna ummæla í fyrrnefndum sjónvarpsþætti, að Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur aldrei borist formlegt skriflegt erindi um að til standi að áminna nefndina. Skilyrði áminningar samkvæmt barnaverndarlögum eru að ekki sé farið að ábendingum og leiðbeiningum Barnaverndarstofu. Það á ekki við en Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur þvert á móti farið eftir öllum ábendingum og leiðbeiningum sem henni hafa borist frá Barnaverndarstofu. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur á undanförnum árum sent regluleg bréf til Barnaverndarstofu þar sem því er lýst hvernig brugðist hefur verið við tilmælum hennar. Engar athugasemdir hafa verið gerðar við þau bréf.Rétt er að nefna að einn mælikvarði á gæði starfa barnaverndarnefndar eru niðurstöður dómstóla sem hafa lokaorðið í ágreiningsmálum. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur unnið eða gert dómsáttir, þar sem kröfur nefndarinnar hafa náð fram að ganga, í 46 af 48 málum frá því í nóvember 2015, eða í 96% tilfella.Barnaverndarnefndum er sem áður segir óheimilt að taka þátt í umræðu um mál líkt og það sem var til meðferðar í fyrrnefndum sjónvarpsþætti, til dæmis að leiðrétta rangfærslur sem kunna að koma fram, leggja fram gögn sem varpað gætu frekara ljósi á málavexti eða ræða núverandi stöðu þeirra barna sem fjallað var um.Vegna hinnar ríku trúnaðarskyldu þá fer umræða og úrlausn ágreinings vegna barnaverndarmála fram fyrir Barnaverndarstofu, úrskurðarnefnd velferðarmála og loks hjá dómstólum. Sú umræða sem fram fer um barnaverndarmál í fjölmiðlum getur því ekki varpað nema takmörkuðu ljósi á málsatvik.Virðingarfyllst,Barnaverndarnefnd ReykjavíkurTómas Hrafn SveinssonGuðrún ÖgmundsdóttirAndri ÓttarssonSólveig ÁsgrímsdóttirKolbrún Baldursdóttir“
Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira