Gerðu athugasemd við 19 af 20 málum barnaverndarnefndar Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. mars 2018 10:21 Barnaverndarnefnd Reykjavíkur er til húsa í Borgartúni. Vísir/Daníel Af þeim tuttugu málum Barnaverndarnefndar Reykjavíkur sem Barnaverndarstofa hefur skoðað efnislega frá ársbyrjun 2014 hefur þurft að gera athugasemdir við málsmeðferð í nítján þeirra. Þá á enn eftir að taka ákvörðun um það hvort áminna þurfi nefndina. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Barnaverndarstofu. Í yfirlýsingu Barnaverndarnefndar Reykjavíkur, sem send var út í gær eftir umfjöllun fréttaskýringarþáttarins Kveiks á RÚV, sagði að á síðustu þremur árum hafi 5683 mál verið á skrá hjá nefndinni. Á því tímabili hafi Barnaverndarstofa gert athugasemdir við ellefu mál. Sagði að allar slíkar athugasemdir séu teknar alvarlega og að starfsmenn barnaverndar hafi í kjölfarið tileinkað sér ábendingarnar við meðferð mála.Mikilvægt að efla vinnslu mála hjá nefndinni Í yfirlýsingu Barnaverndarstofu segir hins vegar að athugasemdir hafi verið gerðar um málsmeðferð nítján mála. „Af þeim 20 málum barnaverndarnefndar Reykjavíkur sem stofan hefur skoðað efnislega frá ársbyrjun 2014 hefur þurft að gera athugasemdir við málsmeðferð í 19 þeirra. Bæði eftirlit stofunnar og aðrar upplýsingar sem hún hefur um vinnslu mála hjá barnaverndarnefnd Reykjavíkur hafa þannig leitt í ljós að mikilvægt er að efla enn frekar vinnslu mála hjá nefndinni,“ segir í yfirlýsingu Barnaverndarstofu. Þá kemur fram að Barnaverndarstofa hafi greint barnaverndarnefnd frá áhyggjum sínum af stöðu mála í Reykjavík á fundi nefndarinnar þann 12. september síðastliðinn. Þá hafi auk þess verið upplýst um það á fundinum að verið væri að skoða hvort áminna þyrfti nefndina.Ákvörðun um áminningu tekin síðar Á vormánuðum hafi Barnaverndarstofa einnig átt í óformlegum samræðum við Barnavernd Reykjavíkur um hvernig styrkja megi barnaverndarstarf í Reykjavík. Tekið verði mið af niðurstöðum þeirrar vinnu við ákvörðun um að áminna nefndina. „Ákvörðun um áminningu verður tekin þegar fyrir liggur hvort barnaverndarnefnd Reykjavíkur vilji taka þátt í þeirri vinnu og nýta til hagsbótar fyrir þau börn sem þeim er falið að vernda,“ segir í yfirlýsingu Barnaverndarstofu. Í fréttaskýringaþættinum Kveiki á RÚV í gærkvöldi var fjallað um mál systkina sem komið var í fóstur hjá fósturforeldrum með mikla reynslu undir lok ársins 2016. Nokkrum mánuðum síðar voru þau fjarlægð af fósturheimilinu og komið fyrir á sitt hvoru heimilinu. Kom fram að Barnaverndarstofa hafi fordæmt þessa málsmeðferð Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Nefndin sagði í yfirlýsingu í gær að aldrei hefði borist formlegt erindi þess efnis að til stæði að áminna nefndina. Þá sagði einnig í yfirlýsingu að skilyrði barnaverndarlaga um áminningu séu ekki til staðar.Yfirlýsing Barnaverndarstofu í heild sinni:Meginmarkmið í barnavernd eru að börn búi við viðunandi uppeldisaðstæður og fái þá umönnun og vernd sem þau þarfnast og eiga rétt á. Málin eru í eðli sínu viðkvæm og varða framtíð og heilsu þeirra barna sem um ræðir og mikilvægt er að nálgast málin af auðmýkt. Þess vegna er nauðsynlegt að börnum sé sýnd sú virðing að mál þeirra séu unnin í samræmi við lög og fullrannsökuð svo hægt sé að veita viðeigandi stuðning og að aðgerðir barnaverndarnefnda séu framkvæmdar með eins mildum hætti og hægt er hverju sinni. Niðurstöður í eftirlitsmálum hjá Barnaverndarstofu gegna fyrst og fremst því hlutverki að leiðbeina barnaverndarnefndum svo bæta megi verklag og koma í veg fyrir að mistök endurtaki sig. Allar ákvarðanirBarnaverndarstofu gagnvart einstaka barnaverndarnefndum og viðbrögð í kjölfar eftirlitsmála miðast við að tryggja réttindi barna án þess að ganga þurfi lengra en nauðsyn krefur gagnvart barnaverndarnefnd hverju sinni. Af þeim 20 málum barnaverndarnefndar Reykjavíkur sem stofan hefur skoðað efnislega frá ársbyrjun 2014 hefur þurft að gera athugasemdir við málsmeðferð í 19 þeirra. Bæði eftirlit stofunnar og aðrar upplýsingar sem hún hefur um vinnslu mála hjá barnaverndarnefnd Reykjavíkur hafa þannig leitt í ljós að mikilvægt er að efla enn frekar vinnslu mála hjá nefndinni. Greindi Barnaverndarstofa nefndinni frá áhyggjum sínum af stöðu mála í Reykjavík á fundi nefndarinnar þann 12. september sl. Á fundinum var jafnframt upplýst að verið væri að skoða hvort áminna þyrfti nefndina. Einnig bauð stofan fram aðstoð sína við að efla vinnslu mála hjá nefndinni svo ekki þyrfti að koma til áminningar. Barnaverndarstofa hefur nú á vormánuðum átt í óformlegum samræðum við Barnavernd Reykjavíkur varðandi það hvernig styrkja megi barnaverndarstarf í Reykjavík, þar sem um 40% allra barnaverndarmála á landinu eru unnin. Ákvörðun um áminningu verður tekin þegar fyrir liggur hvort barnaverndarnefnd Reykjavíkur vilji taka þátt í þeirri vinnu og nýta til hagsbótar fyrir þau börn sem þeim er falið að vernda. Tengdar fréttir Barnaverndarnefnd Reykjavíkur segir skilyrði um áminningu ekki til staðar Barnaverndarnefndar Reykjavíkur segir að nefndinni hafi aldrei borist formlegt erindi þess efnis að til stæði að áminna nefndina. Segur hún að skilyrði barnaverndarlaga um áminningu séu ekki til staðar. 27. mars 2018 20:59 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Sjá meira
Af þeim tuttugu málum Barnaverndarnefndar Reykjavíkur sem Barnaverndarstofa hefur skoðað efnislega frá ársbyrjun 2014 hefur þurft að gera athugasemdir við málsmeðferð í nítján þeirra. Þá á enn eftir að taka ákvörðun um það hvort áminna þurfi nefndina. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Barnaverndarstofu. Í yfirlýsingu Barnaverndarnefndar Reykjavíkur, sem send var út í gær eftir umfjöllun fréttaskýringarþáttarins Kveiks á RÚV, sagði að á síðustu þremur árum hafi 5683 mál verið á skrá hjá nefndinni. Á því tímabili hafi Barnaverndarstofa gert athugasemdir við ellefu mál. Sagði að allar slíkar athugasemdir séu teknar alvarlega og að starfsmenn barnaverndar hafi í kjölfarið tileinkað sér ábendingarnar við meðferð mála.Mikilvægt að efla vinnslu mála hjá nefndinni Í yfirlýsingu Barnaverndarstofu segir hins vegar að athugasemdir hafi verið gerðar um málsmeðferð nítján mála. „Af þeim 20 málum barnaverndarnefndar Reykjavíkur sem stofan hefur skoðað efnislega frá ársbyrjun 2014 hefur þurft að gera athugasemdir við málsmeðferð í 19 þeirra. Bæði eftirlit stofunnar og aðrar upplýsingar sem hún hefur um vinnslu mála hjá barnaverndarnefnd Reykjavíkur hafa þannig leitt í ljós að mikilvægt er að efla enn frekar vinnslu mála hjá nefndinni,“ segir í yfirlýsingu Barnaverndarstofu. Þá kemur fram að Barnaverndarstofa hafi greint barnaverndarnefnd frá áhyggjum sínum af stöðu mála í Reykjavík á fundi nefndarinnar þann 12. september síðastliðinn. Þá hafi auk þess verið upplýst um það á fundinum að verið væri að skoða hvort áminna þyrfti nefndina.Ákvörðun um áminningu tekin síðar Á vormánuðum hafi Barnaverndarstofa einnig átt í óformlegum samræðum við Barnavernd Reykjavíkur um hvernig styrkja megi barnaverndarstarf í Reykjavík. Tekið verði mið af niðurstöðum þeirrar vinnu við ákvörðun um að áminna nefndina. „Ákvörðun um áminningu verður tekin þegar fyrir liggur hvort barnaverndarnefnd Reykjavíkur vilji taka þátt í þeirri vinnu og nýta til hagsbótar fyrir þau börn sem þeim er falið að vernda,“ segir í yfirlýsingu Barnaverndarstofu. Í fréttaskýringaþættinum Kveiki á RÚV í gærkvöldi var fjallað um mál systkina sem komið var í fóstur hjá fósturforeldrum með mikla reynslu undir lok ársins 2016. Nokkrum mánuðum síðar voru þau fjarlægð af fósturheimilinu og komið fyrir á sitt hvoru heimilinu. Kom fram að Barnaverndarstofa hafi fordæmt þessa málsmeðferð Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Nefndin sagði í yfirlýsingu í gær að aldrei hefði borist formlegt erindi þess efnis að til stæði að áminna nefndina. Þá sagði einnig í yfirlýsingu að skilyrði barnaverndarlaga um áminningu séu ekki til staðar.Yfirlýsing Barnaverndarstofu í heild sinni:Meginmarkmið í barnavernd eru að börn búi við viðunandi uppeldisaðstæður og fái þá umönnun og vernd sem þau þarfnast og eiga rétt á. Málin eru í eðli sínu viðkvæm og varða framtíð og heilsu þeirra barna sem um ræðir og mikilvægt er að nálgast málin af auðmýkt. Þess vegna er nauðsynlegt að börnum sé sýnd sú virðing að mál þeirra séu unnin í samræmi við lög og fullrannsökuð svo hægt sé að veita viðeigandi stuðning og að aðgerðir barnaverndarnefnda séu framkvæmdar með eins mildum hætti og hægt er hverju sinni. Niðurstöður í eftirlitsmálum hjá Barnaverndarstofu gegna fyrst og fremst því hlutverki að leiðbeina barnaverndarnefndum svo bæta megi verklag og koma í veg fyrir að mistök endurtaki sig. Allar ákvarðanirBarnaverndarstofu gagnvart einstaka barnaverndarnefndum og viðbrögð í kjölfar eftirlitsmála miðast við að tryggja réttindi barna án þess að ganga þurfi lengra en nauðsyn krefur gagnvart barnaverndarnefnd hverju sinni. Af þeim 20 málum barnaverndarnefndar Reykjavíkur sem stofan hefur skoðað efnislega frá ársbyrjun 2014 hefur þurft að gera athugasemdir við málsmeðferð í 19 þeirra. Bæði eftirlit stofunnar og aðrar upplýsingar sem hún hefur um vinnslu mála hjá barnaverndarnefnd Reykjavíkur hafa þannig leitt í ljós að mikilvægt er að efla enn frekar vinnslu mála hjá nefndinni. Greindi Barnaverndarstofa nefndinni frá áhyggjum sínum af stöðu mála í Reykjavík á fundi nefndarinnar þann 12. september sl. Á fundinum var jafnframt upplýst að verið væri að skoða hvort áminna þyrfti nefndina. Einnig bauð stofan fram aðstoð sína við að efla vinnslu mála hjá nefndinni svo ekki þyrfti að koma til áminningar. Barnaverndarstofa hefur nú á vormánuðum átt í óformlegum samræðum við Barnavernd Reykjavíkur varðandi það hvernig styrkja megi barnaverndarstarf í Reykjavík, þar sem um 40% allra barnaverndarmála á landinu eru unnin. Ákvörðun um áminningu verður tekin þegar fyrir liggur hvort barnaverndarnefnd Reykjavíkur vilji taka þátt í þeirri vinnu og nýta til hagsbótar fyrir þau börn sem þeim er falið að vernda.
Tengdar fréttir Barnaverndarnefnd Reykjavíkur segir skilyrði um áminningu ekki til staðar Barnaverndarnefndar Reykjavíkur segir að nefndinni hafi aldrei borist formlegt erindi þess efnis að til stæði að áminna nefndina. Segur hún að skilyrði barnaverndarlaga um áminningu séu ekki til staðar. 27. mars 2018 20:59 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Sjá meira
Barnaverndarnefnd Reykjavíkur segir skilyrði um áminningu ekki til staðar Barnaverndarnefndar Reykjavíkur segir að nefndinni hafi aldrei borist formlegt erindi þess efnis að til stæði að áminna nefndina. Segur hún að skilyrði barnaverndarlaga um áminningu séu ekki til staðar. 27. mars 2018 20:59