Fótbolti

Meira að segja „hlutlausir“ blaðamenn misstu sig í Róm í gærkvöldi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gleðin var mikil hjá liðsmönnum Roma en ekki minni í blaðamannastúkunni.
Gleðin var mikil hjá liðsmönnum Roma en ekki minni í blaðamannastúkunni. Vísir/Getty
Það var fagnað út um allan völl og út um alla borg þegar AS Roma liðið sló Barcelona út úr Meistaradeildinni í gærkvöldi.

Það voru flestallir búnir að afskrifa möguleika Roma fyrir leikinn enda þremur mörkum undir á móti stórliði Barcelona

Í leikslok misstu menn sig gjörsamlega og þá skipti ekki máli hvort það voru leikmennirnir inn á vellinum, starfsliðið í þjálfaraboxinu, stuðningsmennirnir í stúkunni, fína fólkið í heiðursstúkunni eða vinnandi menn í blaðmannastúkunni.





Ítölsku blaðamennirnir voru nefnilega ekkert að fela gleði sína í leikslok heldur fögnuðu flestir eins og óðir væru.

Það ótrúlega hafði gerst. Ítalska félagið hafði slegið út Lionel Messi og félaga hans þegar enginn hafði trú á þeim.

Fjölmiðlamennirnir voru eflaust flestir ef ekki allir búnir að afskrifa möguleika Roma eftir fyrri leikinn eða í aðdragandi þessa leiks.

Hér fyrir neðan má sjá viðbrögð þeirra í leikslok en Rómarliðið birti þetta myndband á Twitter-síðu sinni.





 

Qual è la tua foto preferita della festa dell'Olimpico? #RomaBarca#ASRoma#UCL






Fleiri fréttir

Sjá meira


×