Ráðherra segir heilbrigðiskerfið vanbúið til þess að taka á fíknivanda barna Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. apríl 2018 18:45 Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir til skoðunar að opna sérstaka deild fyrir börn með fjölþættan vanda en börnum sem ánetjast hafa fíkniefnum hefur verið vísað frá barna- og unglingageðdeild og vistuð í umhverfi þar sem þau eiga ekkert erindi. Ráðherra segir heilbrigðiskerfið vanbúið til þess að takast á við vanda ungra fíkla. Úrræðaleysi yfirvalda í barnaverndarmálum og málefnum barna með fíknivanda sætir harðri gagnrýni en foreldrar, skólastjórnendur og sérfræðingar segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist þessum börnum og að vandinn fari ört vaxandi. „Og það vantar slík úrræði til að mæta þessum börnum. Það vantar bara alls staðar. Það geta allir verið sammála um það að barn sem er komið í alvarlegan vímuefnavanda, það á ekki heima inni í grunnskóla,“ sagði Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Okkar barn hefði þurft aðstoð, ekki geymslu eins og mörg þessi úrræði,“ sagði Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldri barns sem á við margþættan vanda að stríða, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld. „Það vantar úrræði. Það er eiginlega ekki hægt að afsaka í raun og vera að sinna þeim ekki,“ sagði Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, sömuleiðis í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld. Heilbrigðisráðherra segir að yfirvöld verði að bregðast strax við og segir að félagsmálaráðherra hafa haft frumkvæði að því að málið hafi verið upp í ríkisstjórn og að um það sé fjallað þvert á ráðuneyti. „En ég tek algjörlega undir þau sjónarmið sem hafa komið fram og athugasemdir við það að við erum vanbúin í heilbrigðiskerfinu að takast á við stöðu þessara barna sem glíma við fíkn,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Hundrað tuttugu og þrjú börn voru á biðlista eftir að komast í meðferð hjá barna- og unglingageðdeild í lok mars. Í svari Landspítala við fyrirspurn fréttastofu segir að reglulega kom það upp að börn með alvarleg geðræn einkenni og fíkniefnavanda eru lögð inn á legudeild BUGL. Upp hafi þó komið tilvik og aðstæður þar sem umgjörð legudeildarinnar hafi ekki getað haldið börnum með fíkniefnavanda sem einnig eru með alvarlegan geðrænan vanda og ofbeldisfulla hegðun. Þau börn hafi þá verið lögð inn lagðir inn á fullorðinsgeðdeildir til meðhöndlunar, þ.m.t. á sérhæfða fíknigeðdeild. Engin sambærileg deild er til á Íslandi fyrir börn og unglinga. Heilbrigðisráðherra segir flest meðferðarúrræði vera í höndum félagasamtaka en ekki í opinberri heilbrigðisþjónustu. „Og ég tel að það sé eitt af því sem við þurfum að skoða þegar við förum yfir málið þvert á ráðuneyti,“ segir Svandís. Í ljósi þess að börnum með fjölþættan vanda sé vísað frá BUGL, er það á stefnuskránni að stofna deild fyrir börn með fíkni- og geðrænan vanda? „Mér finnst við þurfa skoða það“, segir Svandís. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Börn í vímuefnavanda í skólanum í stað þess að fá faglega aðstoð Skólastjórnendur segja sárlega vanta úrræði fyrir börn í vímuefnavanda og að börn í slíkum vanda eigi ekki heima í grunnskólanum. Formaður skólastjórafélags Íslands segir skýr merki um að vímuefnaneysla nái til yngri barna nú en áður. 10. apríl 2018 20:00 „Vita aldrei hvort systkinið komi heim aftur lifandi“ Foreldrar barns sem hefur farið milli úrræða í barnaverndarkerfinu segja yfirvöld eingöngu bjóða upp á geymslu fyrir börn í vanda og fjölskyldan líði fyrir úrræðaleysi. Sviðsstjóri Barnaverndarstofu segir fækkun meðferðarheimila skýrast af minni eftirspurn. 9. apríl 2018 21:30 Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda Flest ungmenni sem koma í meðferð á Vogi eru á aldrinum 16-18 ára. Yfirlæknir á Vogi segir meðferðina gagnast mörgum ungmennum en að sum börn, og þá sérstaklega þau sem yngri eru, þurfi sértækari úrræði hjá heilbrigðisstofnun. 9. apríl 2018 20:00 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir til skoðunar að opna sérstaka deild fyrir börn með fjölþættan vanda en börnum sem ánetjast hafa fíkniefnum hefur verið vísað frá barna- og unglingageðdeild og vistuð í umhverfi þar sem þau eiga ekkert erindi. Ráðherra segir heilbrigðiskerfið vanbúið til þess að takast á við vanda ungra fíkla. Úrræðaleysi yfirvalda í barnaverndarmálum og málefnum barna með fíknivanda sætir harðri gagnrýni en foreldrar, skólastjórnendur og sérfræðingar segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist þessum börnum og að vandinn fari ört vaxandi. „Og það vantar slík úrræði til að mæta þessum börnum. Það vantar bara alls staðar. Það geta allir verið sammála um það að barn sem er komið í alvarlegan vímuefnavanda, það á ekki heima inni í grunnskóla,“ sagði Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Okkar barn hefði þurft aðstoð, ekki geymslu eins og mörg þessi úrræði,“ sagði Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldri barns sem á við margþættan vanda að stríða, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld. „Það vantar úrræði. Það er eiginlega ekki hægt að afsaka í raun og vera að sinna þeim ekki,“ sagði Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, sömuleiðis í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld. Heilbrigðisráðherra segir að yfirvöld verði að bregðast strax við og segir að félagsmálaráðherra hafa haft frumkvæði að því að málið hafi verið upp í ríkisstjórn og að um það sé fjallað þvert á ráðuneyti. „En ég tek algjörlega undir þau sjónarmið sem hafa komið fram og athugasemdir við það að við erum vanbúin í heilbrigðiskerfinu að takast á við stöðu þessara barna sem glíma við fíkn,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Hundrað tuttugu og þrjú börn voru á biðlista eftir að komast í meðferð hjá barna- og unglingageðdeild í lok mars. Í svari Landspítala við fyrirspurn fréttastofu segir að reglulega kom það upp að börn með alvarleg geðræn einkenni og fíkniefnavanda eru lögð inn á legudeild BUGL. Upp hafi þó komið tilvik og aðstæður þar sem umgjörð legudeildarinnar hafi ekki getað haldið börnum með fíkniefnavanda sem einnig eru með alvarlegan geðrænan vanda og ofbeldisfulla hegðun. Þau börn hafi þá verið lögð inn lagðir inn á fullorðinsgeðdeildir til meðhöndlunar, þ.m.t. á sérhæfða fíknigeðdeild. Engin sambærileg deild er til á Íslandi fyrir börn og unglinga. Heilbrigðisráðherra segir flest meðferðarúrræði vera í höndum félagasamtaka en ekki í opinberri heilbrigðisþjónustu. „Og ég tel að það sé eitt af því sem við þurfum að skoða þegar við förum yfir málið þvert á ráðuneyti,“ segir Svandís. Í ljósi þess að börnum með fjölþættan vanda sé vísað frá BUGL, er það á stefnuskránni að stofna deild fyrir börn með fíkni- og geðrænan vanda? „Mér finnst við þurfa skoða það“, segir Svandís.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Börn í vímuefnavanda í skólanum í stað þess að fá faglega aðstoð Skólastjórnendur segja sárlega vanta úrræði fyrir börn í vímuefnavanda og að börn í slíkum vanda eigi ekki heima í grunnskólanum. Formaður skólastjórafélags Íslands segir skýr merki um að vímuefnaneysla nái til yngri barna nú en áður. 10. apríl 2018 20:00 „Vita aldrei hvort systkinið komi heim aftur lifandi“ Foreldrar barns sem hefur farið milli úrræða í barnaverndarkerfinu segja yfirvöld eingöngu bjóða upp á geymslu fyrir börn í vanda og fjölskyldan líði fyrir úrræðaleysi. Sviðsstjóri Barnaverndarstofu segir fækkun meðferðarheimila skýrast af minni eftirspurn. 9. apríl 2018 21:30 Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda Flest ungmenni sem koma í meðferð á Vogi eru á aldrinum 16-18 ára. Yfirlæknir á Vogi segir meðferðina gagnast mörgum ungmennum en að sum börn, og þá sérstaklega þau sem yngri eru, þurfi sértækari úrræði hjá heilbrigðisstofnun. 9. apríl 2018 20:00 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Börn í vímuefnavanda í skólanum í stað þess að fá faglega aðstoð Skólastjórnendur segja sárlega vanta úrræði fyrir börn í vímuefnavanda og að börn í slíkum vanda eigi ekki heima í grunnskólanum. Formaður skólastjórafélags Íslands segir skýr merki um að vímuefnaneysla nái til yngri barna nú en áður. 10. apríl 2018 20:00
„Vita aldrei hvort systkinið komi heim aftur lifandi“ Foreldrar barns sem hefur farið milli úrræða í barnaverndarkerfinu segja yfirvöld eingöngu bjóða upp á geymslu fyrir börn í vanda og fjölskyldan líði fyrir úrræðaleysi. Sviðsstjóri Barnaverndarstofu segir fækkun meðferðarheimila skýrast af minni eftirspurn. 9. apríl 2018 21:30
Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda Flest ungmenni sem koma í meðferð á Vogi eru á aldrinum 16-18 ára. Yfirlæknir á Vogi segir meðferðina gagnast mörgum ungmennum en að sum börn, og þá sérstaklega þau sem yngri eru, þurfi sértækari úrræði hjá heilbrigðisstofnun. 9. apríl 2018 20:00