Atkvæðagreiðslu um áskorun til Ragnars á þingi kennara frestað Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. apríl 2018 14:32 Ragnar Þór Pétursson var kjörinn formaður Kennarasambands Íslands í fyrra en nú er skorað á hann að endurnýja umboð sitt. Vísir/GVA Atkvæðagreiðslu um áskorun sem lögð var fram á þingi Kennarasambands Íslands til Ragnars Þórs Péturssonar, tilvonandi formanns KÍ, um að hann myndi endurnýja umboð sitt var frestað til morgundagsins, að sögn Hönnu Bjargar Vilhjálmsdóttur, forkonu jafnréttisnefndar KÍ, en hópur kvenna innan Kennarasambandsins lagði tillöguna fram. Mun atkvæðagreiðslan fara fram undir liðnum önnur mál en sá liður er á dagskrá klukkan 14.30 á morgun. Áskorunin snýr að því að Ragnar taki ekki við formennsku í KÍ að svo stöddu heldur fái endurnýjað umboð frá kennurum. Ástæðan eru ásakanir sem komið hafa fram á hendur Ragnari um að hann hafi sýnt Ragnari Þór Marinóssyni, Ragga, klám á heimili þess fyrrnefnda en Raggi bjó þá á Tálknafirði þar sem Ragnar Þór starfaði sem kennari. Raggi sagði sögu sína í viðtali við Vísi í desember í fyrra en Ragnar Þór hefur ávallt haldið því fram að ásakanirnar séu rangar. Í gær var svo greint frá því á vef Stundarinnar að tveir fyrrverandi nemendur Ragnars segja hann hafa „borið rangt um ýmsar staðreyndir“ þegar hann hefur varist ásökunum Ragga. Ragnar Þór bloggaði um þessa yfirlýsingu í gær þar sem segir meðal annars: „Þessu var líka haldið fram í desember í fyrra og þá gerði ég enga athugasemd við þetta atriði. Einhverjir nemendur bönkuðu upp á og komu til okkar í heimsókn. Þetta allt sagði ég blaðamanni á sínum tíma og hef ekkert reynt að fela í þeim efnum. Ég hef reynt að sýna RÞM og fjölskyldu hans nærgætni í málinu þrátt fyrir að ýmsu hafi verið haldið fram sem hvorki er forsvaranlegt né löglegt. Ýmsir hafa hvatt mig til að ganga miklu harðar fram og leita réttar míns.“Hanna Björg Vilhjálmsdóttir er forkona jafnréttisnefndar KÍ og kennari í kynjafræði í Borgarholtsskóla.vísir/valliSegir málið snúast um trúverðugleika Hanna Björg segist í samtali við Vísi ekki vita hvers vegna atkvæðagreiðslu um tillöguna var frestað. Það sé ákvörðun þingforseta en Hanna segir að tillagan hafi staðist ströngustu kröfur um þingsköp. Í tillögunni er lagt til að leynileg atkvæðagreiðsla fari fram um áskorunina án umræðna, að sögn Hönnu Bjargar. Hanna Björg segist málið snúast um trúverðuleika KÍ og kennarastéttarinnar. Það snúist ekki um að dæma um sekt eða sakleysi. Hún segir að framundan sé mikil vinna innan KÍ vegna MeToo-byltingarinnar og setur málið í samhengi við það. „Við erum að fara í fullt af aðgerðum sem voru samþykktar hérna í jafnréttisnefnd. Er trúverðugt að hann verði leiðtogi í þeirri vegferð?“ spyr Hanna.Hún segir að það sem komið hafi fram undanfarið, með viðtalinu við Ragga og svo yfirlýsingunni í gær, hafi ekki legið fyrir fyrir formannskosningarnar. Áskorunin snúist um að Ragnar Þór fái endurnýjað umboð í ljósi þeirra upplýsinga. Ragnar Þór bloggað um áskorunina í dag þar sem hann segir að hann hafi fengið fyrstu ábendingarnar fyrir nokkrum vikum um að til stæði að reyna að koma í veg fyrir að hann tæki við formennsku KÍ á þinginu sem nú fer fram. „Rétt fyrir þing fjölgaði viðvörununum og mér var sagt að nota ætti ásökun um að ég hefði sýnt nemanda klám fyrir tuttugu árum sem átyllu. Nú liggur fyrir að lögð verður fram ósk til mín um að taka ekki við forystu. „Það er bara höfðað til hans, í raun¬inni, siðferðis,“ er sagt um áskorunina. Í þessu máli öllu hef ég reynt að sýna siðferðisþrek og gera það sem er rétt. Það er rangt sem fram kemur að ég hafi fengið margítrekaðar ásakanir. Þetta er ein ásökun sem byggir á minningu drengs um klám í tölvu (sem lýst er og ekki var til á þessum tíma). Hún fékk sína leið í kerfinu. Að auki var ferill minn og búseta frá því ég hóf störf við kennslu fyrir meira en tuttugu árum rannsakaður af barnaverndaryfirvöldum. Ekkert misjafnt kom í ljós enda er ferill minn mjög farsæll,“ segir í bloggi Ragnars sem lesa má hér.Fréttin hefur verið uppfærð. Tengdar fréttir Kennarasamband Íslands tekur ekki afstöðu í máli Ragnars Þórs Stjórn Kennarasamband Íslands ætlar ekki að taka afstöðu í máli Ragnars Þórs Péturssonar formanns sambandsins en tveir frambjóðendur til varaformanns KÍ lýstu yfir vantrausti á hann. 6. desember 2017 19:04 Skipt um formann í KÍ Þing Kennarasambands Íslands hefst í dag og stendur fram á föstudag. 10. apríl 2018 05:15 Frambjóðendur til varaformanns KÍ lýsa yfir vantrausti á Ragnar Þór nýkjörinn formann Á framboðsfundi vegna kosningar til varaformanns Kennarasambands Íslands hvöttu tveir frambjóðendur Ragnar Þór nýkjörinn formann til að segja strax af sér. 4. desember 2017 21:15 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Atkvæðagreiðslu um áskorun sem lögð var fram á þingi Kennarasambands Íslands til Ragnars Þórs Péturssonar, tilvonandi formanns KÍ, um að hann myndi endurnýja umboð sitt var frestað til morgundagsins, að sögn Hönnu Bjargar Vilhjálmsdóttur, forkonu jafnréttisnefndar KÍ, en hópur kvenna innan Kennarasambandsins lagði tillöguna fram. Mun atkvæðagreiðslan fara fram undir liðnum önnur mál en sá liður er á dagskrá klukkan 14.30 á morgun. Áskorunin snýr að því að Ragnar taki ekki við formennsku í KÍ að svo stöddu heldur fái endurnýjað umboð frá kennurum. Ástæðan eru ásakanir sem komið hafa fram á hendur Ragnari um að hann hafi sýnt Ragnari Þór Marinóssyni, Ragga, klám á heimili þess fyrrnefnda en Raggi bjó þá á Tálknafirði þar sem Ragnar Þór starfaði sem kennari. Raggi sagði sögu sína í viðtali við Vísi í desember í fyrra en Ragnar Þór hefur ávallt haldið því fram að ásakanirnar séu rangar. Í gær var svo greint frá því á vef Stundarinnar að tveir fyrrverandi nemendur Ragnars segja hann hafa „borið rangt um ýmsar staðreyndir“ þegar hann hefur varist ásökunum Ragga. Ragnar Þór bloggaði um þessa yfirlýsingu í gær þar sem segir meðal annars: „Þessu var líka haldið fram í desember í fyrra og þá gerði ég enga athugasemd við þetta atriði. Einhverjir nemendur bönkuðu upp á og komu til okkar í heimsókn. Þetta allt sagði ég blaðamanni á sínum tíma og hef ekkert reynt að fela í þeim efnum. Ég hef reynt að sýna RÞM og fjölskyldu hans nærgætni í málinu þrátt fyrir að ýmsu hafi verið haldið fram sem hvorki er forsvaranlegt né löglegt. Ýmsir hafa hvatt mig til að ganga miklu harðar fram og leita réttar míns.“Hanna Björg Vilhjálmsdóttir er forkona jafnréttisnefndar KÍ og kennari í kynjafræði í Borgarholtsskóla.vísir/valliSegir málið snúast um trúverðugleika Hanna Björg segist í samtali við Vísi ekki vita hvers vegna atkvæðagreiðslu um tillöguna var frestað. Það sé ákvörðun þingforseta en Hanna segir að tillagan hafi staðist ströngustu kröfur um þingsköp. Í tillögunni er lagt til að leynileg atkvæðagreiðsla fari fram um áskorunina án umræðna, að sögn Hönnu Bjargar. Hanna Björg segist málið snúast um trúverðuleika KÍ og kennarastéttarinnar. Það snúist ekki um að dæma um sekt eða sakleysi. Hún segir að framundan sé mikil vinna innan KÍ vegna MeToo-byltingarinnar og setur málið í samhengi við það. „Við erum að fara í fullt af aðgerðum sem voru samþykktar hérna í jafnréttisnefnd. Er trúverðugt að hann verði leiðtogi í þeirri vegferð?“ spyr Hanna.Hún segir að það sem komið hafi fram undanfarið, með viðtalinu við Ragga og svo yfirlýsingunni í gær, hafi ekki legið fyrir fyrir formannskosningarnar. Áskorunin snúist um að Ragnar Þór fái endurnýjað umboð í ljósi þeirra upplýsinga. Ragnar Þór bloggað um áskorunina í dag þar sem hann segir að hann hafi fengið fyrstu ábendingarnar fyrir nokkrum vikum um að til stæði að reyna að koma í veg fyrir að hann tæki við formennsku KÍ á þinginu sem nú fer fram. „Rétt fyrir þing fjölgaði viðvörununum og mér var sagt að nota ætti ásökun um að ég hefði sýnt nemanda klám fyrir tuttugu árum sem átyllu. Nú liggur fyrir að lögð verður fram ósk til mín um að taka ekki við forystu. „Það er bara höfðað til hans, í raun¬inni, siðferðis,“ er sagt um áskorunina. Í þessu máli öllu hef ég reynt að sýna siðferðisþrek og gera það sem er rétt. Það er rangt sem fram kemur að ég hafi fengið margítrekaðar ásakanir. Þetta er ein ásökun sem byggir á minningu drengs um klám í tölvu (sem lýst er og ekki var til á þessum tíma). Hún fékk sína leið í kerfinu. Að auki var ferill minn og búseta frá því ég hóf störf við kennslu fyrir meira en tuttugu árum rannsakaður af barnaverndaryfirvöldum. Ekkert misjafnt kom í ljós enda er ferill minn mjög farsæll,“ segir í bloggi Ragnars sem lesa má hér.Fréttin hefur verið uppfærð.
Tengdar fréttir Kennarasamband Íslands tekur ekki afstöðu í máli Ragnars Þórs Stjórn Kennarasamband Íslands ætlar ekki að taka afstöðu í máli Ragnars Þórs Péturssonar formanns sambandsins en tveir frambjóðendur til varaformanns KÍ lýstu yfir vantrausti á hann. 6. desember 2017 19:04 Skipt um formann í KÍ Þing Kennarasambands Íslands hefst í dag og stendur fram á föstudag. 10. apríl 2018 05:15 Frambjóðendur til varaformanns KÍ lýsa yfir vantrausti á Ragnar Þór nýkjörinn formann Á framboðsfundi vegna kosningar til varaformanns Kennarasambands Íslands hvöttu tveir frambjóðendur Ragnar Þór nýkjörinn formann til að segja strax af sér. 4. desember 2017 21:15 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Kennarasamband Íslands tekur ekki afstöðu í máli Ragnars Þórs Stjórn Kennarasamband Íslands ætlar ekki að taka afstöðu í máli Ragnars Þórs Péturssonar formanns sambandsins en tveir frambjóðendur til varaformanns KÍ lýstu yfir vantrausti á hann. 6. desember 2017 19:04
Skipt um formann í KÍ Þing Kennarasambands Íslands hefst í dag og stendur fram á föstudag. 10. apríl 2018 05:15
Frambjóðendur til varaformanns KÍ lýsa yfir vantrausti á Ragnar Þór nýkjörinn formann Á framboðsfundi vegna kosningar til varaformanns Kennarasambands Íslands hvöttu tveir frambjóðendur Ragnar Þór nýkjörinn formann til að segja strax af sér. 4. desember 2017 21:15