Kennarasamband Íslands tekur ekki afstöðu í máli Ragnars Þórs Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. desember 2017 19:04 Ragnar Þór Pétursson er nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/GVA Stjórn Kennarasamband Íslands ætlar ekki að taka afstöðu í máli Ragnars Þórs Péturssonar sem kjörinn var formaður sambandsins í síðasta mánuði. Þetta kom fram í tilkynningu sem stjórnin sendi á fjölmiðla en tveir frambjóðendur til varaformanns KÍ lýstu yfir vantrausti á Ragnar Þór. Þórunn Sif Böðvarsdóttir og Halldóra Guðmundsdóttir tilkynntu á framboðsfundi á mánudag að segi Ragnar Þór ekki af sér fyrir kosninguna sem hefst á morgun, dragi þær framboð sitt til baka.Sjá einnig: Frambjóðendur til varaformanns KÍ lýsa yfir vantrausti á Ragnar Þór Ástæða þess var að Ragnar Þór Marinósson, 34 ára Tálknfirðingur, lýsti því í viðtali við Vísi á sunnudag að Ragnar Þór kennari hefði sýnt sér klám. Þá var Tálknfirðingurinn að eigin sögn tólf ára en Ragnar Þór að stiga sín fyrstu skref í kennslu fyrir vestan. Ásökunin hrakti Ragnar Þór tímabundið úr starfi árið 2013 þegar málið kom fyrst upp en hann hefur alltaf neitað sök.Sjá einnig: Ásökunin snerist um furðulegt klám á heimili kennarans Kennarasambandið ætlar sér ekki að taka afstöðu í málinu og segja valið á forystunni í höndum félagsmanna KÍ. „Stjórninni ber ávallt að gæta hlutleysis í slíkum málum enda annarra lögboðinna aðila að fara með þau.“ Segir ennfremur í tilkynningunni að samtök launafólks standi þétt að baki þolendum og tryggi að á þá sé hlustað. „Mikilvægt er að þeir einstaklingar, sem veljast til forystu, njóti trausts og trúverðugleika, jafnt innan KÍ sem og í samfélaginu öllu.“ Ragnar Þór skrifaði blogg eftir að fréttin birtist á Vísi um helgina og sagði þar að það væri köld skilaboð að gefa kennurum að halda því fram að þeir geti ekki öðlast frama eftir að vera sakaðir um eitthvað. „Ég held að það sé kominn tími á heiðarlegri forystu í KÍ. Að minnsta kosti heiðarlegri en svo að menn þykist mjög hissa og skelli á neyðarfundum vegna frétta sem þeir fengu fyrir fjórum árum en hafa ekki haft pólitískan hag af að blása upp fyrr en nú.“ Sjá einnig: Ragnar Þór segir ekkert tilefni til vantrausts núYfirlýsingu stjórnar KÍ má lesa í heild sinni hér fyrir neðan: „Um liðna helgi komu fram alvarlegar ásakanir á hendur nýkjörnum formanni KÍ. Stjórn KÍ getur ekki tekið og mun ekki taka afstöðu í því máli. Stjórninni ber ávallt að gæta hlutleysis í slíkum málum enda annarra lögboðinna aðila að fara með þau. Félagsmenn KÍ velja sér forystu með lýðræðislegum hætti, valdið er í höndum félagsmanna KÍ. Mikilvægt er að þeir einstaklingar, sem veljast til forystu, njóti trausts og trúverðugleika, jafnt innan KÍ sem og í samfélaginu öllu. Nýverið sendi Kennarasambandið frá sér yfirlýsingu, ásamt ASÍ, BSRB og BHM, þar sem kallað er eftir að atvinnurekendur og stjórnvöld axli ábyrgð og efli aðgerðir til að útrýma kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Í yfirlýsingunni segir jafnframt að samtök launafólks standi þétt að baki þolendum og tryggja verði að á þá sé hlustað.“ Fyrir hönd stjórnar Kennarasambands Íslands, Þórður Á. Hjaltested, formaður KÍ Tengdar fréttir Ásökunin snerist um furðulegt klám á heimili kennarans Nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands varðist ásökunum í bloggskrifum og Kastljósi árið 2013. Fjórum árum síðar stígur Ragnar Þór Marinósson fram og segir sína sögu. 3. desember 2017 14:00 Ragnar Þór segir ekkert tilefni til vantrausts nú Ragnar Þór Pétursson, nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands, hvetur frambjóðendur til varaformanns sambandsins til að halda framboðum sínum til streitu. 5. desember 2017 07:25 Frambjóðendur til varaformanns KÍ lýsa yfir vantrausti á Ragnar Þór nýkjörinn formann Á framboðsfundi vegna kosningar til varaformanns Kennarasambands Íslands hvöttu tveir frambjóðendur Ragnar Þór nýkjörinn formann til að segja strax af sér. 4. desember 2017 21:15 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Stjórn Kennarasamband Íslands ætlar ekki að taka afstöðu í máli Ragnars Þórs Péturssonar sem kjörinn var formaður sambandsins í síðasta mánuði. Þetta kom fram í tilkynningu sem stjórnin sendi á fjölmiðla en tveir frambjóðendur til varaformanns KÍ lýstu yfir vantrausti á Ragnar Þór. Þórunn Sif Böðvarsdóttir og Halldóra Guðmundsdóttir tilkynntu á framboðsfundi á mánudag að segi Ragnar Þór ekki af sér fyrir kosninguna sem hefst á morgun, dragi þær framboð sitt til baka.Sjá einnig: Frambjóðendur til varaformanns KÍ lýsa yfir vantrausti á Ragnar Þór Ástæða þess var að Ragnar Þór Marinósson, 34 ára Tálknfirðingur, lýsti því í viðtali við Vísi á sunnudag að Ragnar Þór kennari hefði sýnt sér klám. Þá var Tálknfirðingurinn að eigin sögn tólf ára en Ragnar Þór að stiga sín fyrstu skref í kennslu fyrir vestan. Ásökunin hrakti Ragnar Þór tímabundið úr starfi árið 2013 þegar málið kom fyrst upp en hann hefur alltaf neitað sök.Sjá einnig: Ásökunin snerist um furðulegt klám á heimili kennarans Kennarasambandið ætlar sér ekki að taka afstöðu í málinu og segja valið á forystunni í höndum félagsmanna KÍ. „Stjórninni ber ávallt að gæta hlutleysis í slíkum málum enda annarra lögboðinna aðila að fara með þau.“ Segir ennfremur í tilkynningunni að samtök launafólks standi þétt að baki þolendum og tryggi að á þá sé hlustað. „Mikilvægt er að þeir einstaklingar, sem veljast til forystu, njóti trausts og trúverðugleika, jafnt innan KÍ sem og í samfélaginu öllu.“ Ragnar Þór skrifaði blogg eftir að fréttin birtist á Vísi um helgina og sagði þar að það væri köld skilaboð að gefa kennurum að halda því fram að þeir geti ekki öðlast frama eftir að vera sakaðir um eitthvað. „Ég held að það sé kominn tími á heiðarlegri forystu í KÍ. Að minnsta kosti heiðarlegri en svo að menn þykist mjög hissa og skelli á neyðarfundum vegna frétta sem þeir fengu fyrir fjórum árum en hafa ekki haft pólitískan hag af að blása upp fyrr en nú.“ Sjá einnig: Ragnar Þór segir ekkert tilefni til vantrausts núYfirlýsingu stjórnar KÍ má lesa í heild sinni hér fyrir neðan: „Um liðna helgi komu fram alvarlegar ásakanir á hendur nýkjörnum formanni KÍ. Stjórn KÍ getur ekki tekið og mun ekki taka afstöðu í því máli. Stjórninni ber ávallt að gæta hlutleysis í slíkum málum enda annarra lögboðinna aðila að fara með þau. Félagsmenn KÍ velja sér forystu með lýðræðislegum hætti, valdið er í höndum félagsmanna KÍ. Mikilvægt er að þeir einstaklingar, sem veljast til forystu, njóti trausts og trúverðugleika, jafnt innan KÍ sem og í samfélaginu öllu. Nýverið sendi Kennarasambandið frá sér yfirlýsingu, ásamt ASÍ, BSRB og BHM, þar sem kallað er eftir að atvinnurekendur og stjórnvöld axli ábyrgð og efli aðgerðir til að útrýma kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Í yfirlýsingunni segir jafnframt að samtök launafólks standi þétt að baki þolendum og tryggja verði að á þá sé hlustað.“ Fyrir hönd stjórnar Kennarasambands Íslands, Þórður Á. Hjaltested, formaður KÍ
Tengdar fréttir Ásökunin snerist um furðulegt klám á heimili kennarans Nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands varðist ásökunum í bloggskrifum og Kastljósi árið 2013. Fjórum árum síðar stígur Ragnar Þór Marinósson fram og segir sína sögu. 3. desember 2017 14:00 Ragnar Þór segir ekkert tilefni til vantrausts nú Ragnar Þór Pétursson, nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands, hvetur frambjóðendur til varaformanns sambandsins til að halda framboðum sínum til streitu. 5. desember 2017 07:25 Frambjóðendur til varaformanns KÍ lýsa yfir vantrausti á Ragnar Þór nýkjörinn formann Á framboðsfundi vegna kosningar til varaformanns Kennarasambands Íslands hvöttu tveir frambjóðendur Ragnar Þór nýkjörinn formann til að segja strax af sér. 4. desember 2017 21:15 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Ásökunin snerist um furðulegt klám á heimili kennarans Nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands varðist ásökunum í bloggskrifum og Kastljósi árið 2013. Fjórum árum síðar stígur Ragnar Þór Marinósson fram og segir sína sögu. 3. desember 2017 14:00
Ragnar Þór segir ekkert tilefni til vantrausts nú Ragnar Þór Pétursson, nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands, hvetur frambjóðendur til varaformanns sambandsins til að halda framboðum sínum til streitu. 5. desember 2017 07:25
Frambjóðendur til varaformanns KÍ lýsa yfir vantrausti á Ragnar Þór nýkjörinn formann Á framboðsfundi vegna kosningar til varaformanns Kennarasambands Íslands hvöttu tveir frambjóðendur Ragnar Þór nýkjörinn formann til að segja strax af sér. 4. desember 2017 21:15