Nýr formaður KÍ sagði fjölmiðla bara koma hlaupandi þegar það væri drama Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 13. apríl 2018 22:00 Nýr formaður Kennarasambands Íslands, Ragnar Þór Pétursson, fagnar því að þing sambandsins hafi vísað frá þeirri tillögu að hann þyrfti að endurnýja umboð sitt. Þó var mjótt á mununum í atkvæðagreiðslu. Ein þeirra sem lögðu tillöguna fram spáir því að ófriður muni ríkja um embættið. Fimm kennarar lögðu fram ályktun á þingi Kennarasambandsins um að nýr formaður sambandsins tæki ekki við formennsku í KÍ að svo stöddu heldur fengi endurnýjað umboð frá kennurum. Ástæðan eru ásakanir sem komið hafa fram á hendur Ragnari um að hann hafi sýnt Ragnari Þór Marinóssyni, Ragga, klám á heimili þess fyrrnefnda en Raggi bjó þá á Tálknafirði þar sem Ragnar Þór starfaði sem kennari. Ragnar Þór hefur ávallt haldið því fram að ásakanirnar séu rangar. Á þingi Kennarasambandsins í dag kom fram frávísunartillaga um að ályktuninni yrði vísað frá og í atkvæðagreiðslu um málið féllu atkvæðu þannig að að 94 greiddu atkvæði með því að ályktuninni frá, 78 greiddu atkvæði gegn því og sex sátu hjá. Nýr formaður fagnar því að málinu hafi verið vísað frá. „Ég mun gera mitt ítrasta til þess að sýna þeirri afstöðu virðingu sem síðasta atkvæðagreiðslan snerist um. Ég heyrði þetta alveg. Ég skil ykkur alveg. Þið hafið alveg lög að mæla og ég mun leggja mig allan fram um að taka þann bardaga með ykkur sem þið brennið fyrir og birtist í þessum, ja, hvað skal segja, átökum,“ sagði Ragnar Þór í ræðu sinni í dag. Og hann ræddi um ábyrgð fjölmiðla. „Ég verð samt að skamma fjölmiðla. Menntun er undirstaða alls í samfélaginu og þið komið bara hlaupandi þegar það er drama,“ sagði Ragnar Þór og uppskar lófaklapp fyrir á þinginu. Forkona jafnréttisnefndar KÍ, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, fór fyrir hópi kvenna sem lagði tillöguna fram. Hún spáir ófriði vegna úrslitanna. „Við eigum eftir að ákveða það en ég held að við munum ekki þegja. Ég myndi spá því að það verði ófriður í kringum embættið og að það verði ófriður í stéttinni,“ sagði Hanna Björg. Tengdar fréttir Tillögu um áskorun til Ragnars Þórs vísað frá kennaraþingi Þingsályktunartillögu þar sem lagt var til að Kennarasamband Íslands myndi skora á Ragnar Þór Pétursson, tilvonandi formann KÍ, um að endurnýja umboð sitt var vísað frá á þingi KÍ nú á sjötta tímanum. 13. apríl 2018 17:38 Atkvæðagreiðslu um áskorun til Ragnars á þingi kennara frestað Atkvæðagreiðslu um áskorun sem lögð var fram á þingi Kennarasambands Íslands til Ragnars Þórs Péturssonar, tilvonandi formanns KÍ, um að hann myndi endurnýja umboð sitt var frestað til morgundagsins. 12. apríl 2018 14:32 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Nýr formaður Kennarasambands Íslands, Ragnar Þór Pétursson, fagnar því að þing sambandsins hafi vísað frá þeirri tillögu að hann þyrfti að endurnýja umboð sitt. Þó var mjótt á mununum í atkvæðagreiðslu. Ein þeirra sem lögðu tillöguna fram spáir því að ófriður muni ríkja um embættið. Fimm kennarar lögðu fram ályktun á þingi Kennarasambandsins um að nýr formaður sambandsins tæki ekki við formennsku í KÍ að svo stöddu heldur fengi endurnýjað umboð frá kennurum. Ástæðan eru ásakanir sem komið hafa fram á hendur Ragnari um að hann hafi sýnt Ragnari Þór Marinóssyni, Ragga, klám á heimili þess fyrrnefnda en Raggi bjó þá á Tálknafirði þar sem Ragnar Þór starfaði sem kennari. Ragnar Þór hefur ávallt haldið því fram að ásakanirnar séu rangar. Á þingi Kennarasambandsins í dag kom fram frávísunartillaga um að ályktuninni yrði vísað frá og í atkvæðagreiðslu um málið féllu atkvæðu þannig að að 94 greiddu atkvæði með því að ályktuninni frá, 78 greiddu atkvæði gegn því og sex sátu hjá. Nýr formaður fagnar því að málinu hafi verið vísað frá. „Ég mun gera mitt ítrasta til þess að sýna þeirri afstöðu virðingu sem síðasta atkvæðagreiðslan snerist um. Ég heyrði þetta alveg. Ég skil ykkur alveg. Þið hafið alveg lög að mæla og ég mun leggja mig allan fram um að taka þann bardaga með ykkur sem þið brennið fyrir og birtist í þessum, ja, hvað skal segja, átökum,“ sagði Ragnar Þór í ræðu sinni í dag. Og hann ræddi um ábyrgð fjölmiðla. „Ég verð samt að skamma fjölmiðla. Menntun er undirstaða alls í samfélaginu og þið komið bara hlaupandi þegar það er drama,“ sagði Ragnar Þór og uppskar lófaklapp fyrir á þinginu. Forkona jafnréttisnefndar KÍ, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, fór fyrir hópi kvenna sem lagði tillöguna fram. Hún spáir ófriði vegna úrslitanna. „Við eigum eftir að ákveða það en ég held að við munum ekki þegja. Ég myndi spá því að það verði ófriður í kringum embættið og að það verði ófriður í stéttinni,“ sagði Hanna Björg.
Tengdar fréttir Tillögu um áskorun til Ragnars Þórs vísað frá kennaraþingi Þingsályktunartillögu þar sem lagt var til að Kennarasamband Íslands myndi skora á Ragnar Þór Pétursson, tilvonandi formann KÍ, um að endurnýja umboð sitt var vísað frá á þingi KÍ nú á sjötta tímanum. 13. apríl 2018 17:38 Atkvæðagreiðslu um áskorun til Ragnars á þingi kennara frestað Atkvæðagreiðslu um áskorun sem lögð var fram á þingi Kennarasambands Íslands til Ragnars Þórs Péturssonar, tilvonandi formanns KÍ, um að hann myndi endurnýja umboð sitt var frestað til morgundagsins. 12. apríl 2018 14:32 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Tillögu um áskorun til Ragnars Þórs vísað frá kennaraþingi Þingsályktunartillögu þar sem lagt var til að Kennarasamband Íslands myndi skora á Ragnar Þór Pétursson, tilvonandi formann KÍ, um að endurnýja umboð sitt var vísað frá á þingi KÍ nú á sjötta tímanum. 13. apríl 2018 17:38
Atkvæðagreiðslu um áskorun til Ragnars á þingi kennara frestað Atkvæðagreiðslu um áskorun sem lögð var fram á þingi Kennarasambands Íslands til Ragnars Þórs Péturssonar, tilvonandi formanns KÍ, um að hann myndi endurnýja umboð sitt var frestað til morgundagsins. 12. apríl 2018 14:32