Nýr formaður KÍ sagði fjölmiðla bara koma hlaupandi þegar það væri drama Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 13. apríl 2018 22:00 Nýr formaður Kennarasambands Íslands, Ragnar Þór Pétursson, fagnar því að þing sambandsins hafi vísað frá þeirri tillögu að hann þyrfti að endurnýja umboð sitt. Þó var mjótt á mununum í atkvæðagreiðslu. Ein þeirra sem lögðu tillöguna fram spáir því að ófriður muni ríkja um embættið. Fimm kennarar lögðu fram ályktun á þingi Kennarasambandsins um að nýr formaður sambandsins tæki ekki við formennsku í KÍ að svo stöddu heldur fengi endurnýjað umboð frá kennurum. Ástæðan eru ásakanir sem komið hafa fram á hendur Ragnari um að hann hafi sýnt Ragnari Þór Marinóssyni, Ragga, klám á heimili þess fyrrnefnda en Raggi bjó þá á Tálknafirði þar sem Ragnar Þór starfaði sem kennari. Ragnar Þór hefur ávallt haldið því fram að ásakanirnar séu rangar. Á þingi Kennarasambandsins í dag kom fram frávísunartillaga um að ályktuninni yrði vísað frá og í atkvæðagreiðslu um málið féllu atkvæðu þannig að að 94 greiddu atkvæði með því að ályktuninni frá, 78 greiddu atkvæði gegn því og sex sátu hjá. Nýr formaður fagnar því að málinu hafi verið vísað frá. „Ég mun gera mitt ítrasta til þess að sýna þeirri afstöðu virðingu sem síðasta atkvæðagreiðslan snerist um. Ég heyrði þetta alveg. Ég skil ykkur alveg. Þið hafið alveg lög að mæla og ég mun leggja mig allan fram um að taka þann bardaga með ykkur sem þið brennið fyrir og birtist í þessum, ja, hvað skal segja, átökum,“ sagði Ragnar Þór í ræðu sinni í dag. Og hann ræddi um ábyrgð fjölmiðla. „Ég verð samt að skamma fjölmiðla. Menntun er undirstaða alls í samfélaginu og þið komið bara hlaupandi þegar það er drama,“ sagði Ragnar Þór og uppskar lófaklapp fyrir á þinginu. Forkona jafnréttisnefndar KÍ, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, fór fyrir hópi kvenna sem lagði tillöguna fram. Hún spáir ófriði vegna úrslitanna. „Við eigum eftir að ákveða það en ég held að við munum ekki þegja. Ég myndi spá því að það verði ófriður í kringum embættið og að það verði ófriður í stéttinni,“ sagði Hanna Björg. Tengdar fréttir Tillögu um áskorun til Ragnars Þórs vísað frá kennaraþingi Þingsályktunartillögu þar sem lagt var til að Kennarasamband Íslands myndi skora á Ragnar Þór Pétursson, tilvonandi formann KÍ, um að endurnýja umboð sitt var vísað frá á þingi KÍ nú á sjötta tímanum. 13. apríl 2018 17:38 Atkvæðagreiðslu um áskorun til Ragnars á þingi kennara frestað Atkvæðagreiðslu um áskorun sem lögð var fram á þingi Kennarasambands Íslands til Ragnars Þórs Péturssonar, tilvonandi formanns KÍ, um að hann myndi endurnýja umboð sitt var frestað til morgundagsins. 12. apríl 2018 14:32 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Sjá meira
Nýr formaður Kennarasambands Íslands, Ragnar Þór Pétursson, fagnar því að þing sambandsins hafi vísað frá þeirri tillögu að hann þyrfti að endurnýja umboð sitt. Þó var mjótt á mununum í atkvæðagreiðslu. Ein þeirra sem lögðu tillöguna fram spáir því að ófriður muni ríkja um embættið. Fimm kennarar lögðu fram ályktun á þingi Kennarasambandsins um að nýr formaður sambandsins tæki ekki við formennsku í KÍ að svo stöddu heldur fengi endurnýjað umboð frá kennurum. Ástæðan eru ásakanir sem komið hafa fram á hendur Ragnari um að hann hafi sýnt Ragnari Þór Marinóssyni, Ragga, klám á heimili þess fyrrnefnda en Raggi bjó þá á Tálknafirði þar sem Ragnar Þór starfaði sem kennari. Ragnar Þór hefur ávallt haldið því fram að ásakanirnar séu rangar. Á þingi Kennarasambandsins í dag kom fram frávísunartillaga um að ályktuninni yrði vísað frá og í atkvæðagreiðslu um málið féllu atkvæðu þannig að að 94 greiddu atkvæði með því að ályktuninni frá, 78 greiddu atkvæði gegn því og sex sátu hjá. Nýr formaður fagnar því að málinu hafi verið vísað frá. „Ég mun gera mitt ítrasta til þess að sýna þeirri afstöðu virðingu sem síðasta atkvæðagreiðslan snerist um. Ég heyrði þetta alveg. Ég skil ykkur alveg. Þið hafið alveg lög að mæla og ég mun leggja mig allan fram um að taka þann bardaga með ykkur sem þið brennið fyrir og birtist í þessum, ja, hvað skal segja, átökum,“ sagði Ragnar Þór í ræðu sinni í dag. Og hann ræddi um ábyrgð fjölmiðla. „Ég verð samt að skamma fjölmiðla. Menntun er undirstaða alls í samfélaginu og þið komið bara hlaupandi þegar það er drama,“ sagði Ragnar Þór og uppskar lófaklapp fyrir á þinginu. Forkona jafnréttisnefndar KÍ, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, fór fyrir hópi kvenna sem lagði tillöguna fram. Hún spáir ófriði vegna úrslitanna. „Við eigum eftir að ákveða það en ég held að við munum ekki þegja. Ég myndi spá því að það verði ófriður í kringum embættið og að það verði ófriður í stéttinni,“ sagði Hanna Björg.
Tengdar fréttir Tillögu um áskorun til Ragnars Þórs vísað frá kennaraþingi Þingsályktunartillögu þar sem lagt var til að Kennarasamband Íslands myndi skora á Ragnar Þór Pétursson, tilvonandi formann KÍ, um að endurnýja umboð sitt var vísað frá á þingi KÍ nú á sjötta tímanum. 13. apríl 2018 17:38 Atkvæðagreiðslu um áskorun til Ragnars á þingi kennara frestað Atkvæðagreiðslu um áskorun sem lögð var fram á þingi Kennarasambands Íslands til Ragnars Þórs Péturssonar, tilvonandi formanns KÍ, um að hann myndi endurnýja umboð sitt var frestað til morgundagsins. 12. apríl 2018 14:32 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Sjá meira
Tillögu um áskorun til Ragnars Þórs vísað frá kennaraþingi Þingsályktunartillögu þar sem lagt var til að Kennarasamband Íslands myndi skora á Ragnar Þór Pétursson, tilvonandi formann KÍ, um að endurnýja umboð sitt var vísað frá á þingi KÍ nú á sjötta tímanum. 13. apríl 2018 17:38
Atkvæðagreiðslu um áskorun til Ragnars á þingi kennara frestað Atkvæðagreiðslu um áskorun sem lögð var fram á þingi Kennarasambands Íslands til Ragnars Þórs Péturssonar, tilvonandi formanns KÍ, um að hann myndi endurnýja umboð sitt var frestað til morgundagsins. 12. apríl 2018 14:32