Lífið

Friðrik krónprins staddur á Íslandi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hér sést Friðrik krónprins sinna opinberum erindum þann 13. apríl síðastliðinn. Degi síðar var hann mættur á Snaps í miðborg Reykjavíkur.
Hér sést Friðrik krónprins sinna opinberum erindum þann 13. apríl síðastliðinn. Degi síðar var hann mættur á Snaps í miðborg Reykjavíkur. Vísir/AFP

Friðrik krónpins af Danmörku er staddur á Íslandi en hann fékk sér kvöldmat á veitingastaðnum Snaps í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi.

Að sögn blaðamanns Vísis, sem var á staðnum í gær, var prinsinn afslappaður og skemmti sér vel. Þá tók hann vel í myndatöku með áhugasömum Íslendingum sem gáfu sig á tal við hann og báðu um mynd.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Friðrik heimsækir Íslendinga en hann kom hingað til lands í boði forseta Íslands fyrir tæpum tíu árum síðan ásamt Mary krónprinsessu, eiginkonu sinni. Þá komu þau m.a. við á Þingvöllum, Gullfossi og Geysi auk þess sem þau kynntu sér dönskukennslu í grunnskólum landsins.

Stutt er í að Friðrik verði fimmtugur en hann fagnar áfanganum þann 26. maí næstkomandi, Haldið verður upp á afmælið með mikilli viðhöfn víðsvegar um Danmörku.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.