Mikill árangur á Vogi í átaki gegn lifrarbólgu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 16. apríl 2018 06:00 Mikilvægt er að ná til þeirra sem nota eiturlyf í æð ef útrýma á lifrarbólgu C. Vísir/getty Á þeim fimmtán mánuðum sem liðnir eru frá því að átak gegn lifrarbólgu C hófst á Íslandi hefur tíðni sjúkdómsins, meðal einstaklinga sem sprauta eiturlyfjum í æð, hrunið úr 43 prósentum í 12 árið 2017. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, kynnti fyrstu niðurstöður átaksins á ráðstefnu lifrarsamtakanna EASL í París um helgina. „Það leikur enginn vafi á því að þetta er krefjandi verkefni, en við erum sannfærð um að því hafi verið hrundið af stað á vel heppnaðan hátt og að við erum á góðri leið með ná markmiði okkar um útrýmingu [veirunnar],“ sagði Valgerður í París. Blásið var til átaks gegn lifrarbólgu C á Íslandi árið 2015 en það hófst síðan með formlegum hætti í janúar árið 2016. Markmiðið var og er að útrýma krónískri lifrarbólgu C á Íslandi. Einstaklingar sem sprauta sig með eiturlyfjum voru settir í forgang, ásamt einstaklingum með lifrarsjúkdóm á háu stigi og föngum. Á fyrstu fimmtán mánuðum átaksins voru 554 sjúklingar, sem greindir voru með lifrarbólgu C, metnir og í kjölfarið hófu 518 einstaklingar lyfjameðferð. Af þeim hafa nú 473 lokið meðferð. Níutíu og sex prósent þeirra báru ekki lengur veiruna tólf vikum eftir lyfjameðferð. Þeir voru læknaðir af lifrarbólgu C. Þannig lækkaði tíðnin um 72 prósent tímabilinu, eða úr 43 prósentum árið 2015 í 12 prósent árið 2017. „Einstaklingar sem sprauta eiturlyfjum í æð eru meginþorri þeirra sem smitast af lifrarbólgu C á Íslandi,“ sagði Valgerður. „Og það að ná til þessa hóps ætti að vera í forgangi þegar litið er til næstu skrefa. Við viljum leggja áherslu á og efla samstarf meðferðarstöðva bæði þegar kemur að skimun og meðferð við lifrarbólgu C. Þetta er lykillinn að því að ná til þessa hóps fólks.“Fréttin hefur verið uppfærð til að endurspegla betur þá staðreynd að átak gegn lifrarbólgu C tekur til landsins alls, ekki aðeins til skjólstæðinga SÁÁ á sjúkrahúsinu Vogi. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Á þeim fimmtán mánuðum sem liðnir eru frá því að átak gegn lifrarbólgu C hófst á Íslandi hefur tíðni sjúkdómsins, meðal einstaklinga sem sprauta eiturlyfjum í æð, hrunið úr 43 prósentum í 12 árið 2017. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, kynnti fyrstu niðurstöður átaksins á ráðstefnu lifrarsamtakanna EASL í París um helgina. „Það leikur enginn vafi á því að þetta er krefjandi verkefni, en við erum sannfærð um að því hafi verið hrundið af stað á vel heppnaðan hátt og að við erum á góðri leið með ná markmiði okkar um útrýmingu [veirunnar],“ sagði Valgerður í París. Blásið var til átaks gegn lifrarbólgu C á Íslandi árið 2015 en það hófst síðan með formlegum hætti í janúar árið 2016. Markmiðið var og er að útrýma krónískri lifrarbólgu C á Íslandi. Einstaklingar sem sprauta sig með eiturlyfjum voru settir í forgang, ásamt einstaklingum með lifrarsjúkdóm á háu stigi og föngum. Á fyrstu fimmtán mánuðum átaksins voru 554 sjúklingar, sem greindir voru með lifrarbólgu C, metnir og í kjölfarið hófu 518 einstaklingar lyfjameðferð. Af þeim hafa nú 473 lokið meðferð. Níutíu og sex prósent þeirra báru ekki lengur veiruna tólf vikum eftir lyfjameðferð. Þeir voru læknaðir af lifrarbólgu C. Þannig lækkaði tíðnin um 72 prósent tímabilinu, eða úr 43 prósentum árið 2015 í 12 prósent árið 2017. „Einstaklingar sem sprauta eiturlyfjum í æð eru meginþorri þeirra sem smitast af lifrarbólgu C á Íslandi,“ sagði Valgerður. „Og það að ná til þessa hóps ætti að vera í forgangi þegar litið er til næstu skrefa. Við viljum leggja áherslu á og efla samstarf meðferðarstöðva bæði þegar kemur að skimun og meðferð við lifrarbólgu C. Þetta er lykillinn að því að ná til þessa hóps fólks.“Fréttin hefur verið uppfærð til að endurspegla betur þá staðreynd að átak gegn lifrarbólgu C tekur til landsins alls, ekki aðeins til skjólstæðinga SÁÁ á sjúkrahúsinu Vogi.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira