Fótbolti

Zlatan segir himinháar líkur á því að hann verði á HM: FIFA getur ekki stoppað mig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic. Vísir/Getty

Zlatan Ibrahimovic er á leiðinni á HM í fótbolta í Rússlandi í sumar sem leikmaður sænska landsliðsins ef marka má yfirlýsingu hans á samfélagsmiðlum í gær.

Ibrahimovic hefur stimplað sig inn hjá Los Angeles Galaxy í bandarísku deildinni með því að skora þrjú mörk í fyrstu þremur leikjunum þar af tvö sigurmörk. Hann er að komast í alvöru form, kannski jafnvel HM-form.

Þessi 36 ára gamli kóngur sænska fótboltans lagði landsliðsskóna á hilluna eftir Evrópumótið í Frakklandi 2016 en hefur verið að ýja að því að snúa aftur í sænska landsliðið á HM i sumar.

Eftir sigurmarkið með Galaxy um helgina fór hann inn á Twitter og skrifaði: „Það eru himinháar líkur á því að ég spila á HM,“ skrifaði Zlatan.MLS-deildin fer í níu daga frí á meðan HM stendur og nær það hlé frá 14. júní til 22. júní. Sænska landsliðið spilar á móti Þýskalandi 23. júní og á móti Mexíkó 27. júní. LA Galaxy á aftur á móti leik 30. júní.

Vísir/Getty

Það er eitt hvort að sænski landsliðsþjálfarinn vilji velja Zlatan Ibrahimovic í landsliðið en hinsvegar annað mál hvort að hann megi hreinlega spila.

Zlatan segur að sænska sambandið hringi í hann á hverjum degi og það sé því engin spurning um hvort að hann verði valinn gefi hann kost á sér.

Vandamálið gæti hinsvegar verið hvort að nýr samningur hans við veðmálafyrirtækið Bethard. Reglur FIFA eru strangar þegar kemur að veðmálafyrirtækjum.

Zlatan hefur ekki áhyggur af því. „FIFA getur ekki stoppað mig. Ef ég vil vera á HM þá verð ég á HM,“ sagði Zlatan Ibrahimovic í nýlegu viðtali við Eurosport.

Vísir/Getty


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.