Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Birgir Olgeirsson skrifar

Tillögur Sjálfstæðisflokksins um flata niðurfellingu fasteignaskatta fyrir eldri borgara í Reykjavík samræmast ekki lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Hagfræðingur segir að breytingin myndi helst gagnast eignamiklum einstaklingum með háar ráðstöfunartekjur. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 en þar fjöllum við einnig um niðurgreiðslur ríkisins með fiskeldi í sjókvíum, ræðum við landlækni sem kallar eftir skýringum á frestunum stórra aðgerða á Landspítalanum og kynnumst sjötugum Tíbeta sem ver eftirlaunaárunum í að gæta tæplega þrjú þúsund Makakí apa. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.