Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Birgir Olgeirsson skrifar
Tillögur Sjálfstæðisflokksins um flata niðurfellingu fasteignaskatta fyrir eldri borgara í Reykjavík samræmast ekki lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Hagfræðingur segir að breytingin myndi helst gagnast eignamiklum einstaklingum með háar ráðstöfunartekjur. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 en þar fjöllum við einnig um niðurgreiðslur ríkisins með fiskeldi í sjókvíum, ræðum við landlækni sem kallar eftir skýringum á frestunum stórra aðgerða á Landspítalanum og kynnumst sjötugum Tíbeta sem ver eftirlaunaárunum í að gæta tæplega þrjú þúsund Makakí apa. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×