Innlent

Forsætisráðherra og strokufanginn tóku sama flug til Svíþjóðar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Katrín ásamt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands í Stokkhólmi í dag.
Katrín ásamt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands í Stokkhólmi í dag. Narendra Modi

Katrín Jakobsdóttir var í flugi Icelandair til Stokkhólms sem fór í loftið frá Keflavík klukkan 7:34. Strokufanginn Sindri Þór Stefánsson var um borð í sömu vél. Frá þessu greinir RÚV. Katrín er viðstödd leiðtogafund Norðurlanda og Indlands sem fram fer í sænsku borginni í dag.

Farþegi í flugvélinni tjáði RÚV að hann hefði ekki orðið var við neitt óvenjulegt í fluginu í morgun. Katrín hafi verið á almennu farrými. Vélin lenti klukkan 12:45 að staðartíma á Arlanda flugvellinum.

Sindri flúði úr opna fangelsinu að Sogni klukkan eitt í nótt og villti á sér heimildir til að komast í flugið til Svíþjóðar. Hann gæti nú verið hvar sem er í Evrópu segir lögreglan á Suðurnesjum. Talið er fullvíst að Sindri Þór eigi sér vitorðsmann.

Hann er grunaður um aðild að umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Hann hefur verið í gæsluvarðhaldi undanfarnar tíu vikur.
Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.