Innlent

Forsætisráðherra og strokufanginn tóku sama flug til Svíþjóðar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Katrín ásamt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands í Stokkhólmi í dag.
Katrín ásamt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands í Stokkhólmi í dag. Narendra Modi
Katrín Jakobsdóttir var í flugi Icelandair til Stokkhólms sem fór í loftið frá Keflavík klukkan 7:34. Strokufanginn Sindri Þór Stefánsson var um borð í sömu vél. Frá þessu greinir RÚV. Katrín er viðstödd leiðtogafund Norðurlanda og Indlands sem fram fer í sænsku borginni í dag.

Farþegi í flugvélinni tjáði RÚV að hann hefði ekki orðið var við neitt óvenjulegt í fluginu í morgun. Katrín hafi verið á almennu farrými. Vélin lenti klukkan 12:45 að staðartíma á Arlanda flugvellinum.

Sindri flúði úr opna fangelsinu að Sogni klukkan eitt í nótt og villti á sér heimildir til að komast í flugið til Svíþjóðar. Hann gæti nú verið hvar sem er í Evrópu segir lögreglan á Suðurnesjum. Talið er fullvíst að Sindri Þór eigi sér vitorðsmann.

Hann er grunaður um aðild að umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Hann hefur verið í gæsluvarðhaldi undanfarnar tíu vikur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×