Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Talið er að Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr gæsluvarðhaldi að Sogni í nótt og komst til Svíþjóðar í morgun, hafi notið aðstoðar á flóttanum. Alþjóðleg handtökutilskipun hefur verið gefin út, en nánar verður farið yfir málið í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar fjöllum við líka um opnun vistheimilis fyrir börn en íbúasamtök í Norðlingaholti gagnrýna barnaverndaryfirvöld og félagsmálaráðherra fyrir samráðsleysi í tengslum við opnun þess.

Loks sýnum við frá setningarathöfn Barnamenningarhátíðar sem fram fór í Hörpu í morgun, en hátíðin mun lita menningarlífið næstu daga. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×