Dæmi um að afgreiðsla skipulags hafi dregist í næstum þrjú ár Hersir Aron Ólafsson skrifar 17. apríl 2018 21:00 Sérfræðingur hjá Samtökum iðnaðarins segir tafir og hæga afgreiðslu hins opinbera aftra uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Dæmi eru um að einföld deiliskipulagsbreyting í Reykjavík hafi dregist í á þriðja ár. Hagfræðingur segir að byggja þurfi 45 þúsund íbúðir fyrir árið 2040, en arkitekt varar við skyndilausnum. Samtökin héldu fjölmennan fund um íbúðarhúsnæði í morgun, þar sem farið var yfir núverandi stöðu og framtíðarhorfur á markaði. Í nýrri íbúðatalningu samtakanna kemur fram að talsvert meiri kraftur er nú í uppbyggingu húsnæðis en áður. Langmest er uppbyggingin í Reykjavík, en hlutfallslega er hún hins vegar mest í Mosfellsbæ. Betur má þó, ef duga skal – að mati Ingólfs Benders, hagfræðings SI. „Í takt við vaxandi íbúafjölda, vöxt deilihagkerfisins o.s.frv. á síðustu árum þá vantar okkur u.þ.b. 45 þúsund nýjar íbúðir inn á þennan markað í landinu öllu fram til 2040,“ segir Ingólfur. Hann bendir á að þó uppbygging hafi nú aukist hafi framkvæmdir verið látnar bíða alltof lengi. „Í fyrra t.a.m., þegar fólki í landinu fjölgaði um tíu þúsund þá voru ekki byggðar nema 1.700 íbúðir. Þá voru tæplega sex nýir íbúar að bítast um hverja nýja íbúð,“ bendir Ingólfur á.Skriffinskan hamli uppbyggingu Óþörf skriffinska, skortur á rafrænni stjórnsýslu og of dreifð ábyrgð á málaflokknum sætti gagnrýni á fundinum. Þannig nefndi sérfræðingur dæmi um deiliskipulagsbreytingu í Úlfarsárdal, þar sem byggja átti parhús en til stóð að gera þess í stað ráð fyrir stærra fjölbýlishúsi – til að mæta aukinni eftirspurn. „Það tók tvö ár, bara frá því að tillagan kemur fram þar til samþykkt er að auglýsa breytingu á deiliskipulaginu. Það voru tvö ár, svo líða þrjú ár í heildina þar til útboðsskilmálar vegna byggingarréttar á lóðunum voru auglýstir. Og þá er ekki enn farið að byggja, þegar komin eru þrjú ár,“ segir Eyrún Arnarsdóttir, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI. Arkitektinn Pétur Ármannson varar við því að hverfa til skyndilausna á borð við einingahús. Hann segir rétt að líta til þeirra hverfa sem byggð hafi verið við sambærilegar aðstæður í gegnum tíðina og læra af reynslunni – frekar en að kasta til höndum. „Nú er verið að leita að einhverjum töfralausnum frá útlöndum, einhverjum svona „fiffum“, en ég held að miklu betra og vænlegra til árangurs sé að læra af því hvernig við höfum verið að takast á við þetta. Við erum með 100 ára sögu af því að leita erfið húsnæðismál í þéttbýli á Íslandi,“ segir Pétur. Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Sérfræðingur hjá Samtökum iðnaðarins segir tafir og hæga afgreiðslu hins opinbera aftra uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Dæmi eru um að einföld deiliskipulagsbreyting í Reykjavík hafi dregist í á þriðja ár. Hagfræðingur segir að byggja þurfi 45 þúsund íbúðir fyrir árið 2040, en arkitekt varar við skyndilausnum. Samtökin héldu fjölmennan fund um íbúðarhúsnæði í morgun, þar sem farið var yfir núverandi stöðu og framtíðarhorfur á markaði. Í nýrri íbúðatalningu samtakanna kemur fram að talsvert meiri kraftur er nú í uppbyggingu húsnæðis en áður. Langmest er uppbyggingin í Reykjavík, en hlutfallslega er hún hins vegar mest í Mosfellsbæ. Betur má þó, ef duga skal – að mati Ingólfs Benders, hagfræðings SI. „Í takt við vaxandi íbúafjölda, vöxt deilihagkerfisins o.s.frv. á síðustu árum þá vantar okkur u.þ.b. 45 þúsund nýjar íbúðir inn á þennan markað í landinu öllu fram til 2040,“ segir Ingólfur. Hann bendir á að þó uppbygging hafi nú aukist hafi framkvæmdir verið látnar bíða alltof lengi. „Í fyrra t.a.m., þegar fólki í landinu fjölgaði um tíu þúsund þá voru ekki byggðar nema 1.700 íbúðir. Þá voru tæplega sex nýir íbúar að bítast um hverja nýja íbúð,“ bendir Ingólfur á.Skriffinskan hamli uppbyggingu Óþörf skriffinska, skortur á rafrænni stjórnsýslu og of dreifð ábyrgð á málaflokknum sætti gagnrýni á fundinum. Þannig nefndi sérfræðingur dæmi um deiliskipulagsbreytingu í Úlfarsárdal, þar sem byggja átti parhús en til stóð að gera þess í stað ráð fyrir stærra fjölbýlishúsi – til að mæta aukinni eftirspurn. „Það tók tvö ár, bara frá því að tillagan kemur fram þar til samþykkt er að auglýsa breytingu á deiliskipulaginu. Það voru tvö ár, svo líða þrjú ár í heildina þar til útboðsskilmálar vegna byggingarréttar á lóðunum voru auglýstir. Og þá er ekki enn farið að byggja, þegar komin eru þrjú ár,“ segir Eyrún Arnarsdóttir, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI. Arkitektinn Pétur Ármannson varar við því að hverfa til skyndilausna á borð við einingahús. Hann segir rétt að líta til þeirra hverfa sem byggð hafi verið við sambærilegar aðstæður í gegnum tíðina og læra af reynslunni – frekar en að kasta til höndum. „Nú er verið að leita að einhverjum töfralausnum frá útlöndum, einhverjum svona „fiffum“, en ég held að miklu betra og vænlegra til árangurs sé að læra af því hvernig við höfum verið að takast á við þetta. Við erum með 100 ára sögu af því að leita erfið húsnæðismál í þéttbýli á Íslandi,“ segir Pétur.
Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira