Tveir yfirheyrðir vegna gruns um aðild að flótta Sindra Birgir Olgeirsson skrifar 18. apríl 2018 15:43 Sindri strauk frá fangelsinu að Sogni. samsett Rannsókn á máli strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar stendur enn yfir og unnið að því að hafa hendur í hári hans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Þar segir að tveir hafi verið yfirheyrðir með stöðu sakbornings vegna gruns aðild þeirra að flótta Sindra Þórs en hafa verið látnir lausir lausir. Fjöldi upplýsinga og ábendinga hafa borist lögreglu og stendur úrvinnsla þeirra yfir. Sindri Þór flúði úr fangelsinu Sogni í Ölfusi um klukkan eitt aðfaranótt þriðjudags. Hann fór þaðan til Keflavíkurflugvallar og flaug með farþegaþotu Icelandair til Arlanda-flugvallar í Stokkhólmi um klukkan hálf átta í gærmorgun, eða rétt áður en lögreglu barst tilkynning um flótta hans.Ekkert spurst til hansGunnar Schram, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, sagði í samtali við Vísi í morgun að ekkert hefði spurst til Sindra Þórs frá því hann kom til Svíþjóðar. Ekki liggur því fyrir hvort hann sé enn í Svíþjóð eða hvort hann flaug þaðan til annars lands. Fyrir liggur að Sindri ferðaðist á nafni annars manns með flugi Icelandair til Arlanda-flugvallar en Gunnar sagði við Vísi að Sindri hefði ekki notast við falsað vegabréf til að komast úr landinu. Svíþjóð er innan Schengen-svæðisins og fer það eftir flugfélögum hvort að farþegar þurfa að framvísa vegabréfum áður en þeir fara um borð í vélarnar. Gunnar sagði í samtali við Vísi í gær að fullyrða mætti að Sindri hefði átt sér vitorðsmann eða vitorðsmenn við flóttann.Í haldi vegna Bitcoin-málsSindri hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Fyrst var hann í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna á Hólmsheiði. Undanfarna tíu daga hefur hann verið í varðhaldi á grundvelli almannahagsmuna að Sogni sem er opið fangelsi, þar sem föngum er treyst til þess að fara hvergi. Það komi niður á þeim bregðist þeir því trausti að sögn fangelsismálastjóra. Búnaðurinn er hluti af þýfinu í þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð frá desember til janúar þar sem 600 tölvum að verðmæti 200 milljónum króna var stolið. Grunur leikur á að málið gæti teygt anga sína til annarra landa. Voru tölvurnar sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Mikill áhugi á strokufanganum í erlendum miðlum: „Den stora bitcoin-kuppen på Island” Mál strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar hefur vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla sem margir slá upp fyrirsögnum um Bitcoin þjófnað og að strokufangi hafi verið um borð í flugvél forsætisráðherra Íslands. 18. apríl 2018 13:33 Ekkert spurst til Sindra frá því hann kom til Svíþjóðar Liggur ekki fyrir hvort hann er enn þar eða farinn til annars lands. 18. apríl 2018 10:45 Mest lesið Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Rannsókn á máli strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar stendur enn yfir og unnið að því að hafa hendur í hári hans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Þar segir að tveir hafi verið yfirheyrðir með stöðu sakbornings vegna gruns aðild þeirra að flótta Sindra Þórs en hafa verið látnir lausir lausir. Fjöldi upplýsinga og ábendinga hafa borist lögreglu og stendur úrvinnsla þeirra yfir. Sindri Þór flúði úr fangelsinu Sogni í Ölfusi um klukkan eitt aðfaranótt þriðjudags. Hann fór þaðan til Keflavíkurflugvallar og flaug með farþegaþotu Icelandair til Arlanda-flugvallar í Stokkhólmi um klukkan hálf átta í gærmorgun, eða rétt áður en lögreglu barst tilkynning um flótta hans.Ekkert spurst til hansGunnar Schram, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, sagði í samtali við Vísi í morgun að ekkert hefði spurst til Sindra Þórs frá því hann kom til Svíþjóðar. Ekki liggur því fyrir hvort hann sé enn í Svíþjóð eða hvort hann flaug þaðan til annars lands. Fyrir liggur að Sindri ferðaðist á nafni annars manns með flugi Icelandair til Arlanda-flugvallar en Gunnar sagði við Vísi að Sindri hefði ekki notast við falsað vegabréf til að komast úr landinu. Svíþjóð er innan Schengen-svæðisins og fer það eftir flugfélögum hvort að farþegar þurfa að framvísa vegabréfum áður en þeir fara um borð í vélarnar. Gunnar sagði í samtali við Vísi í gær að fullyrða mætti að Sindri hefði átt sér vitorðsmann eða vitorðsmenn við flóttann.Í haldi vegna Bitcoin-málsSindri hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Fyrst var hann í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna á Hólmsheiði. Undanfarna tíu daga hefur hann verið í varðhaldi á grundvelli almannahagsmuna að Sogni sem er opið fangelsi, þar sem föngum er treyst til þess að fara hvergi. Það komi niður á þeim bregðist þeir því trausti að sögn fangelsismálastjóra. Búnaðurinn er hluti af þýfinu í þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð frá desember til janúar þar sem 600 tölvum að verðmæti 200 milljónum króna var stolið. Grunur leikur á að málið gæti teygt anga sína til annarra landa. Voru tölvurnar sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Mikill áhugi á strokufanganum í erlendum miðlum: „Den stora bitcoin-kuppen på Island” Mál strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar hefur vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla sem margir slá upp fyrirsögnum um Bitcoin þjófnað og að strokufangi hafi verið um borð í flugvél forsætisráðherra Íslands. 18. apríl 2018 13:33 Ekkert spurst til Sindra frá því hann kom til Svíþjóðar Liggur ekki fyrir hvort hann er enn þar eða farinn til annars lands. 18. apríl 2018 10:45 Mest lesið Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Mikill áhugi á strokufanganum í erlendum miðlum: „Den stora bitcoin-kuppen på Island” Mál strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar hefur vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla sem margir slá upp fyrirsögnum um Bitcoin þjófnað og að strokufangi hafi verið um borð í flugvél forsætisráðherra Íslands. 18. apríl 2018 13:33
Ekkert spurst til Sindra frá því hann kom til Svíþjóðar Liggur ekki fyrir hvort hann er enn þar eða farinn til annars lands. 18. apríl 2018 10:45