Innlent

Dan Brown væntanlegur til landsins um helgina

Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar
Dan Brown stillir sér upp fyrir framan plakat fyrir nýjustu bók sína á bókamessunni í Frankfurt í fyrra.
Dan Brown stillir sér upp fyrir framan plakat fyrir nýjustu bók sína á bókamessunni í Frankfurt í fyrra. VISIR/AFP
Metsöluhöfundurinn Dan Brown er væntanlegur til landsins nú um helgina. Brown er í hópi söluhæstu höfunda allra tíma en bækur hans hafa verið prentaðar í yfir 200 milljónum eintaka.

Brown hefur frá upphafi verið gefinn út af bókaforlaginu Bjarti. Páll Valsson, útgefandi Bjarts, staðfesti fregnir af komu Brown í samtali við Vísi.

Páll fékk tækifæri til að eiga samtal við Brown á bókamessunni í Frankfurt í fyrra. Bókamessan er stærsti viðburður heims árlega þegar kemur að bókaútgáfu. Í samtal Brown og Páls kom strax hafi komið fram mikill áhugi Brown á Íslandi, bæði á landinu sjálfu og menningararfleifð þess.

Lesendur Brown ættu að kannast við áhuga hans á fornfræðunum en Brown er duglegur að flétta ýmis forn tákn og sögufræga staði inn í söguþráð bóka sinna.

Páll Valsson, útgefandi Bjarts.VISIR
Páll segir viðræður standa yfir við starfslið Brown um að hann muni koma opinberlega fram meðan að á dvöl hans stendur og að þá muni hann jafnvel árita bækur. Brown mun þó fyrst og fremst vera að koma til Íslands í frí.

Brown sló rækilega í gegn með bók sinni The Da Vinci Code sem kom út árið 2003. Páll segir að bækur Brown hafi selst í tugþúsundum eintaka hér á landi.

Nýjasta bók Brown, Uppruni, kom út í íslenskri þýðingu nú í janúar. Lesendur Brown geta núna farið að velta fyrir sér hvort að Íslendingasögurnar eða norræn goðafræði muni fléttast inn í söguþráð næstu bókar Brown.


Tengdar fréttir

Brown uppseldur um helgina

Búist er við því að nýjasta bók Dans Brown, The Lost Symbol, seljist upp hér á landi um helgina. Í gær voru rúmlega eitt hundrað bækur eftir á lager af þeim fimm hundruð sem pantaðar voru. Næsta upplag er ekki væntanlegt í búðir fyrr en í þarnæstu viku.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.