Elon Musk segir Tesla á hvínandi kúpunni Kjartan Kjartansson skrifar 1. apríl 2018 23:09 Líklega er hægt að slá því föstu að myndin af Musk sé sviðsett. Elon Musk/Twitter Rafbílaframleiðandinn Tesla er gjaldþrota. Svo gríðarlega gjaldþrota að fólk trúir því ekki. Þetta segir Elon Musk, eigandi fyrirtækisins, á Twitter. Nær allar líkur eru þó á að um aprílgabb sé að ræða. Í þremur tístum lýsir Musk því hvernig Tesla sé farið á hausinn þrátt fyrir miklar tilraunir til að afla fjár. Þær tilraunir hafi meðal annars falist í viðamikilli páskaeggjasölu á elleftu stundu fyrir gjaldþrotið.Tesla Goes BankruptPalo Alto, California, April 1, 2018 -- Despite intense efforts to raise money, including a last-ditch mass sale of Easter Eggs, we are sad to report that Tesla has gone completely and totally bankrupt. So bankrupt, you can't believe it.— Elon Musk (@elonmusk) April 1, 2018 Með þessari vafasömu yfirlýsingu fylgir mynd af Musk sjálfan þar sem hann liggur, að því er virðist rænulaus, upp við Tesla Model 3-bifreið. „Elon fannst meðvitundarlaus upp við Tesla Model 3 umkringdur „Teslaquilla“-flöskum, för eftir þornuð tár sáust enn á kinnum hans,“ stóð meðal annars með myndinni.Elon was found passed out against a Tesla Model 3, surrounded by "Teslaquilla" bottles, the tracks of dried tears still visible on his cheeks. This is not a forward-looking statement, because, obviously, what's the point?Happy New Month! pic.twitter.com/YcouvFz6Y1— Elon Musk (@elonmusk) April 1, 2018 Aprílgabbið kemur á tíma þegar Tesla er undir töluverðum þrýstingi. Hlutabréfaverð í fyrirtækinu hefur fallið að undanförnu, meðal annars vegna erfiðleika þess við að framleiða nógu hratt og standa skil á pöntunum. Þá hafa spurningar vaknað um sjálfstýribúnað í Tesla-bílum eftir banaslys í Kaliforníu 23. mars. Í ljós hefur komið að sjálfstýringin var í gangi þegar Tesla-jepplingur skall á vegartálma úr steinsteypu. Eldur kviknaði í bílnum og ökumaðurinn lést. Aprílgabb Tesla Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fleiri fréttir Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Sjá meira
Rafbílaframleiðandinn Tesla er gjaldþrota. Svo gríðarlega gjaldþrota að fólk trúir því ekki. Þetta segir Elon Musk, eigandi fyrirtækisins, á Twitter. Nær allar líkur eru þó á að um aprílgabb sé að ræða. Í þremur tístum lýsir Musk því hvernig Tesla sé farið á hausinn þrátt fyrir miklar tilraunir til að afla fjár. Þær tilraunir hafi meðal annars falist í viðamikilli páskaeggjasölu á elleftu stundu fyrir gjaldþrotið.Tesla Goes BankruptPalo Alto, California, April 1, 2018 -- Despite intense efforts to raise money, including a last-ditch mass sale of Easter Eggs, we are sad to report that Tesla has gone completely and totally bankrupt. So bankrupt, you can't believe it.— Elon Musk (@elonmusk) April 1, 2018 Með þessari vafasömu yfirlýsingu fylgir mynd af Musk sjálfan þar sem hann liggur, að því er virðist rænulaus, upp við Tesla Model 3-bifreið. „Elon fannst meðvitundarlaus upp við Tesla Model 3 umkringdur „Teslaquilla“-flöskum, för eftir þornuð tár sáust enn á kinnum hans,“ stóð meðal annars með myndinni.Elon was found passed out against a Tesla Model 3, surrounded by "Teslaquilla" bottles, the tracks of dried tears still visible on his cheeks. This is not a forward-looking statement, because, obviously, what's the point?Happy New Month! pic.twitter.com/YcouvFz6Y1— Elon Musk (@elonmusk) April 1, 2018 Aprílgabbið kemur á tíma þegar Tesla er undir töluverðum þrýstingi. Hlutabréfaverð í fyrirtækinu hefur fallið að undanförnu, meðal annars vegna erfiðleika þess við að framleiða nógu hratt og standa skil á pöntunum. Þá hafa spurningar vaknað um sjálfstýribúnað í Tesla-bílum eftir banaslys í Kaliforníu 23. mars. Í ljós hefur komið að sjálfstýringin var í gangi þegar Tesla-jepplingur skall á vegartálma úr steinsteypu. Eldur kviknaði í bílnum og ökumaðurinn lést.
Aprílgabb Tesla Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fleiri fréttir Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Sjá meira