Strætóbílstjóri lét farþega hlaupa apríl Sylvía Hall skrifar 2. apríl 2018 11:53 Farþegar tóku mjög vel í vel heppnað apríl-gabb bílstjórans. Mynd/Kristín Ólafsdóttir Farþegum um borð í strætisvagni, nánar tiltekið leið 11, brá heldur betur í brún í gær þegar vagnstjórinn stöðvaði skyndilega vagninn við stoppistöð á Fríkirkjuvegi og bað alla um að fara út. Að sögn blaðamanns Vísis, sem staddur var í vagninum, var fólk heldur ringlað. Enginn hafði ýtt á stopp-takkann og margir héldu jafnvel að vagninn væri hættur að ganga vegna páskadags. Þegar allir farþegar höfðu yfirgefið vagninn tilkynnti bílstjórinn farþegum að um aprílgabb væri að ræða og tóku farþegar mjög vel í grínið, enda hafði bílstjóranum tekist að láta farþegana hlaupa apríl. Eftir að allir höfðu stigið út úr vagninum og bílstjórinn tilkynnt þeim að um gabb væri að ræða gengu farþegar hlæjandi aftur inn í vagninn og héldu áfram leið sinni. Mikil ánægja var með apríl-gabbið meðal farþeganna og hafa margir sagt frá því á Twitter við góðar undirtektir.Guð minn GÓÐUR ég er í strætó og bílstjórinn stoppaði vagninn við eina stoppistöðina og sagði öllum að fara út...örvænting greip um sig....nema svo ávarpaði bílstjórinn hópinn fyrir utan: það er 1. APRÍL elskan!!! pic.twitter.com/aaR6OOf2Cx— Kristín Ólafsdóttir (@krolafs) 1 April 2018 Tók strætó í dag og var – eins og öllum öðrum farþegum – hent út við Listasafn Íslands. 'Allir út!“ kallaði bílstjórinn og fylgdi hverjum og einum út. 'Hvað er í gangi? Er vagninn bilaður?“ spyr furðu lostinn farþegi. 'Nei“, svarar bílstjórinn, '1. apríl! Haha! Allir inn!“— Þorsteinn Surmeli (@surmelism) 1 April 2018 Aprílgabb Strætó Tengdar fréttir Aprílgöbbin 2018: Mörgæsir, Maradona og lest niður Almannagjá Vefmiðlar og aðrir hrekkjalómar reyndu að gabba Íslendinga í dag með ýmsum brögðum. 1. apríl 2018 17:45 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Sjá meira
Farþegum um borð í strætisvagni, nánar tiltekið leið 11, brá heldur betur í brún í gær þegar vagnstjórinn stöðvaði skyndilega vagninn við stoppistöð á Fríkirkjuvegi og bað alla um að fara út. Að sögn blaðamanns Vísis, sem staddur var í vagninum, var fólk heldur ringlað. Enginn hafði ýtt á stopp-takkann og margir héldu jafnvel að vagninn væri hættur að ganga vegna páskadags. Þegar allir farþegar höfðu yfirgefið vagninn tilkynnti bílstjórinn farþegum að um aprílgabb væri að ræða og tóku farþegar mjög vel í grínið, enda hafði bílstjóranum tekist að láta farþegana hlaupa apríl. Eftir að allir höfðu stigið út úr vagninum og bílstjórinn tilkynnt þeim að um gabb væri að ræða gengu farþegar hlæjandi aftur inn í vagninn og héldu áfram leið sinni. Mikil ánægja var með apríl-gabbið meðal farþeganna og hafa margir sagt frá því á Twitter við góðar undirtektir.Guð minn GÓÐUR ég er í strætó og bílstjórinn stoppaði vagninn við eina stoppistöðina og sagði öllum að fara út...örvænting greip um sig....nema svo ávarpaði bílstjórinn hópinn fyrir utan: það er 1. APRÍL elskan!!! pic.twitter.com/aaR6OOf2Cx— Kristín Ólafsdóttir (@krolafs) 1 April 2018 Tók strætó í dag og var – eins og öllum öðrum farþegum – hent út við Listasafn Íslands. 'Allir út!“ kallaði bílstjórinn og fylgdi hverjum og einum út. 'Hvað er í gangi? Er vagninn bilaður?“ spyr furðu lostinn farþegi. 'Nei“, svarar bílstjórinn, '1. apríl! Haha! Allir inn!“— Þorsteinn Surmeli (@surmelism) 1 April 2018
Aprílgabb Strætó Tengdar fréttir Aprílgöbbin 2018: Mörgæsir, Maradona og lest niður Almannagjá Vefmiðlar og aðrir hrekkjalómar reyndu að gabba Íslendinga í dag með ýmsum brögðum. 1. apríl 2018 17:45 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Sjá meira
Aprílgöbbin 2018: Mörgæsir, Maradona og lest niður Almannagjá Vefmiðlar og aðrir hrekkjalómar reyndu að gabba Íslendinga í dag með ýmsum brögðum. 1. apríl 2018 17:45