Innlent

Næsti fundur í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins eftir páska

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Frá samstöðufundi ljósmæðra sem efnt var til klukkan 13:45 fyrir utan húsnæði ríkissáttasemjara í gær.
Frá samstöðufundi ljósmæðra sem efnt var til klukkan 13:45 fyrir utan húsnæði ríkissáttasemjara í gær. Vísir/Rakel Ósk
Samninganefndir Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hittust á fundi hjá Ríkissáttasemjara í dag vegna kjaradeilu ljósmæðra.

Áslaug Valsdóttir, formaður ljósmæðrafélagsins sagði í samtali við fréttastofu nú fyrir fréttir að á fundi deiluaðila í gær hefði þokast í samkomulagsátt en að svo hafi ekki verið í dag og var því fundi slitið.

Hún sagði að einungis munaði 3,7 milljónum á milli deiluaðila til þess að ljósmæður myndu undirrita nýjan kjarasamning. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilunni fyrr en 3. apríl næstkomandi.


Tengdar fréttir

Stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins

Ljósmæður hafa verið samningslausar frá því í lok ágúst er úrskurður gerðardóms um kjör þeirra rann út. Kom úrskurðurinn í kjölfar verkfalls sem ljósmæður fóru í vorið 2015.

„Við erum algjörlega ósammála“

Ljósmæðrafélag Íslands efndi til samstöðufundar fyrir utan húsnæði ríkissáttasemjara nú síðdegis en klukkan 14 hófst fundur í kjaradeilu félagsins og samninganefndar ríkisins.

Ljósmæður í tvenns konar kjarabaráttu

Ljósmæður telja sig hafa dregist verulega aftur úr í almennri launaþróun og krefjast leiðréttingar. Í baráttu sinni hafa þær minnkað heimaþjónustu umtalsvert sem er farið að hafa áhrif á fæðingardeild Landspítalans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×