Ljósmæður í tvenns konar kjarabaráttu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. mars 2018 20:00 Ljósmæður telja sig hafa dregist verulega aftur úr í almennri launaþróun og krefjast leiðréttingar. Í baráttu sinni hafa þær minnkað heimaþjónustu umtalsvert sem er farið að hafa áhrif á fæðingardeild Landspítalans. Ljósmæðrafélags Íslands boðaði í dag til samstöðufundar vegna kjaradeilunnar. Ljósmæður eiga í tvenns konar kjarabaráttu, annars vegar við ríkið um almenna launahækkun og hins vegar við Sjúkratryggingar Íslands um breytingar á rammasamningi vegna hækkunar á einingaverði vegna ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu í sængurlegu. „Við erum sem sagt að reyna fá leiðréttingu á launum því við höfum dregist aftur úr miðað við aðrar stéttir og sérstaklega hjá BHM,“ segir Steina Þórey Ragnarsdóttir, varaformaður Ljósmæðrafélags Íslands. Í lok febrúar voru fjórtán aðildarfélög BHM búin að samþykkja nýgerða kjarasamninga við ríkið. Ósamið er við þrjú aðildarfélög, meðal annars ljósmæður, sem vísuðu kjaradeilunni til ríkissáttasemjara, en þær hafa verið án samnings frá því í ágúst í fyrra. Ljósmæðrafélag Íslands boðaði til samstöðufundar fyrir utan hús Ríkissáttasemjara í dag, á sama tíma og fundur í kjaradeilunni hófst og tóku á móti fólki með táknrænum hætti. Þeim til stuðnings mættu mæður með börn sín sem ljósmæðurnar höfðu tekið á móti og þá var fjármálaráðherra afhent stuðningsyfirlýsing tæplega sex þúsund einstaklinga sem styðja ljósmæður í kjarabaráttu sinni. „Síðan við fengum síðast launahækkanir að þá hafa aðrir hækkað um 18 prósent, en við sitjum eftir,“ segir Steina Þórey.Hver eru laun ljósmæðra í dag? „Lægstu launin eru í kringum 430 þúsund krónur, eftir sex ára háskólanám, fyrir nýútskrifaða ljósmóður,“ segir Steina Þórey. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu voru meðallaun ljósmæðra á árinu 2016 rúmlega átta hundruð og fjórtán þúsund krónur. Í september í fyrra voru meðallaun ljósmæðra rúmar sjö hundruð fjörutíu og fimm þúsund krónur og í byrjun síðasta sumars rúmar níu hundruð þúsund krónur. Þarna er átt við heildarlaun með vaktaálagi og vinnu utan hefðbundinnar vinnuviku. Til að knýja á um breytingar á rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands hefur stór hluti ljósmæðra tekið þá ákvörðun um að taka ekki að sér heimaþjónustu á meðan Sjúkratryggingar sjá sér ekki fært að bjóða raunhæfa hækkun á einingaverði þjónustunnar. Það er nú þegar farið að hafa áhrif á sængurdeild Landspítalans. „Já það er farið að gera það, verulega. Það segir sig sjálft þegar þú ert með fulla deild að þetta kostar mun meira heldur en nokkurn tímann sú þjónusta sem við erum að veita, þannig að ég veit ekki hvernig þetta endar,“ segir Hildur Sólveig Ragnarsdóttir, ljósmóðir, sem tók þátt í samstöðufundinum í dag. Fundi Ljósmæðrafélagsins við ríkið lauk síðdegis og sagði Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélagsins að eitthvað hefði þokast í viðræðum. Deiluaðilar hittast aftur hjá ríkissáttasemjara klukkan eitt á morgun. Kjaramál Tengdar fréttir Stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins Ljósmæður hafa verið samningslausar frá því í lok ágúst er úrskurður gerðardóms um kjör þeirra rann út. Kom úrskurðurinn í kjölfar verkfalls sem ljósmæður fóru í vorið 2015. 15. mars 2018 15:30 „Við erum algjörlega ósammála“ Ljósmæðrafélag Íslands efndi til samstöðufundar fyrir utan húsnæði ríkissáttasemjara nú síðdegis en klukkan 14 hófst fundur í kjaradeilu félagsins og samninganefndar ríkisins. 21. mars 2018 14:34 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Sjá meira
Ljósmæður telja sig hafa dregist verulega aftur úr í almennri launaþróun og krefjast leiðréttingar. Í baráttu sinni hafa þær minnkað heimaþjónustu umtalsvert sem er farið að hafa áhrif á fæðingardeild Landspítalans. Ljósmæðrafélags Íslands boðaði í dag til samstöðufundar vegna kjaradeilunnar. Ljósmæður eiga í tvenns konar kjarabaráttu, annars vegar við ríkið um almenna launahækkun og hins vegar við Sjúkratryggingar Íslands um breytingar á rammasamningi vegna hækkunar á einingaverði vegna ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu í sængurlegu. „Við erum sem sagt að reyna fá leiðréttingu á launum því við höfum dregist aftur úr miðað við aðrar stéttir og sérstaklega hjá BHM,“ segir Steina Þórey Ragnarsdóttir, varaformaður Ljósmæðrafélags Íslands. Í lok febrúar voru fjórtán aðildarfélög BHM búin að samþykkja nýgerða kjarasamninga við ríkið. Ósamið er við þrjú aðildarfélög, meðal annars ljósmæður, sem vísuðu kjaradeilunni til ríkissáttasemjara, en þær hafa verið án samnings frá því í ágúst í fyrra. Ljósmæðrafélag Íslands boðaði til samstöðufundar fyrir utan hús Ríkissáttasemjara í dag, á sama tíma og fundur í kjaradeilunni hófst og tóku á móti fólki með táknrænum hætti. Þeim til stuðnings mættu mæður með börn sín sem ljósmæðurnar höfðu tekið á móti og þá var fjármálaráðherra afhent stuðningsyfirlýsing tæplega sex þúsund einstaklinga sem styðja ljósmæður í kjarabaráttu sinni. „Síðan við fengum síðast launahækkanir að þá hafa aðrir hækkað um 18 prósent, en við sitjum eftir,“ segir Steina Þórey.Hver eru laun ljósmæðra í dag? „Lægstu launin eru í kringum 430 þúsund krónur, eftir sex ára háskólanám, fyrir nýútskrifaða ljósmóður,“ segir Steina Þórey. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu voru meðallaun ljósmæðra á árinu 2016 rúmlega átta hundruð og fjórtán þúsund krónur. Í september í fyrra voru meðallaun ljósmæðra rúmar sjö hundruð fjörutíu og fimm þúsund krónur og í byrjun síðasta sumars rúmar níu hundruð þúsund krónur. Þarna er átt við heildarlaun með vaktaálagi og vinnu utan hefðbundinnar vinnuviku. Til að knýja á um breytingar á rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands hefur stór hluti ljósmæðra tekið þá ákvörðun um að taka ekki að sér heimaþjónustu á meðan Sjúkratryggingar sjá sér ekki fært að bjóða raunhæfa hækkun á einingaverði þjónustunnar. Það er nú þegar farið að hafa áhrif á sængurdeild Landspítalans. „Já það er farið að gera það, verulega. Það segir sig sjálft þegar þú ert með fulla deild að þetta kostar mun meira heldur en nokkurn tímann sú þjónusta sem við erum að veita, þannig að ég veit ekki hvernig þetta endar,“ segir Hildur Sólveig Ragnarsdóttir, ljósmóðir, sem tók þátt í samstöðufundinum í dag. Fundi Ljósmæðrafélagsins við ríkið lauk síðdegis og sagði Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélagsins að eitthvað hefði þokast í viðræðum. Deiluaðilar hittast aftur hjá ríkissáttasemjara klukkan eitt á morgun.
Kjaramál Tengdar fréttir Stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins Ljósmæður hafa verið samningslausar frá því í lok ágúst er úrskurður gerðardóms um kjör þeirra rann út. Kom úrskurðurinn í kjölfar verkfalls sem ljósmæður fóru í vorið 2015. 15. mars 2018 15:30 „Við erum algjörlega ósammála“ Ljósmæðrafélag Íslands efndi til samstöðufundar fyrir utan húsnæði ríkissáttasemjara nú síðdegis en klukkan 14 hófst fundur í kjaradeilu félagsins og samninganefndar ríkisins. 21. mars 2018 14:34 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Sjá meira
Stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins Ljósmæður hafa verið samningslausar frá því í lok ágúst er úrskurður gerðardóms um kjör þeirra rann út. Kom úrskurðurinn í kjölfar verkfalls sem ljósmæður fóru í vorið 2015. 15. mars 2018 15:30
„Við erum algjörlega ósammála“ Ljósmæðrafélag Íslands efndi til samstöðufundar fyrir utan húsnæði ríkissáttasemjara nú síðdegis en klukkan 14 hófst fundur í kjaradeilu félagsins og samninganefndar ríkisins. 21. mars 2018 14:34