Hjúkrunarfræðingar vilja herða tökin á rafrettum Jakob Bjarnar skrifar 20. mars 2018 15:21 Guðbjörg vill að áfram sé talað um rafrettur til að undirstrika tengslin við sígarettur, reykurinn sé soginn ofan í lungun og svo blásið út, en ekki að fundið sé annað vægara orð á það. visir/vilhelm Rafrettufrumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra ætlar að reynast umdeilt. En þá á hauk í horni í Guðbjörgu Pálsdóttur formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, því félagi öllu sem og Fagdeild lungnahjúkrunarfræðinga. Alþingi hefur óskað eftir umsögnum, allir geta sent inn og það hefur Guðbjörg meðal annarra nýtt sér. Í áliti hennar segir að þau samtök sem hún fer fyrir telja „að halda skuli áfram að tala um rafsígarettur til að undirstrika tengslin við sígarettur bæði hvað varðar innihaldsefnið nikótín og hvernig þess er neytt þ.e. sogið ofan í lungu og reyknum blásið út líkt og gert þegar sígarettur eru reyktar,“ segir í umsögn Guðbjargar. Víst er að þetta álit stangast allhressilega á við þær skoðanir sem Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir hefur talað fyrir, reyndar í einu og öllu. En, Guðmundur Karl hefur mjög látið þetta mál til sín taka og vill meina að veipum sé einmitt að þakka það hversu mjög hefur dregið úr reykingum á Íslandi. Þá stangast umsögn Guðbjargar algerlega á við afstöðu FA, sem Ólafur Þ. Stephensen hefur rætt, til dæmis í útvarpsviðtali við Reykjavík síðdegis.Félag atvinnurekenda telur að gengið sé of langt í inngripum í viðskipta- og athafnafrelsi með því að leggja rafrettur og sígarettur að jöfnu og láta sömu reglur gilda um sýnileikabann og takmarkanir á notkun. Þá bendir FA á að ólíkt frumvarpi Óttarrs Proppé nái frumvarp Svandísar Svavarsdóttur líka yfir rafrettur án nikótíns. Um það segir Ólafur: „Við skiljum ekki af hverju þarf að setja sérstakar reglur um það sem er í rauninni bara gufa með ávaxtabragði.“Óþarft að búa til vægara orð yfir þetta En, í áliti hjúkrunarfræðinga er gefið lítið fyrir þessi sjónarmið og eða rök í málinu: „Einnig er vísað til þess að verið sé að nota þennan búnað í stað sígaretta til að aðstoða fólk við að hætta að reykja. Þá má benda á að í Danmörku er heiti þessa búnaðar „Electronic cigarette“ þ.e. rafsígarettur. Óþarfi er að búa til vægara orð yfir þennan búnað,“ segir í umsögninni.Þá telur Fíh að sömu lög og reglur eigi að gilda um neyslu, sölu, markaðssetningu og aðgengi rafsígaretta eins og gilda um annað tóbak. Hjúkrunarfræðingar gera með öðrum orðum ekki greinarmun á gufunni sem veipur/rafrettur gefa frá sér og svo tóbaki.Einstakur árangur gegn reykingum ungmenna Í umsögninni segir að með því móti er hægt að hafa heildstæðar og skýrar reglur varðandi rafsígarettur þar sem lögð er áhersla á forvarnir og eftirlit með sölu, markaðssetningu, aðgengi og hvar megi og megi ekki nota þær. „Fíh telur sérstaklega mikilvægt að koma í veg fyrir að börn og unglingar byrji að nota rafsígarettur sem í framhaldinu geta leitt til sígarettureykinga. Því ætti fyrsta stigs forvarnir að vera forgangsatriði varðandi löggjöf um rafsígarettur. Mikilvægt er að missa ekki niður þann einstaka árangur sem náðst hefur gegn reykingum ungmenna hér á landi,“ svo enn sé vitnað í umsögn Guðbjargar sem skrifar hana fyrir hönd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Fagdeildar lungnahjúkrunarfræðinga. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Reykingar hvergi minni en á Íslandi Níu prósent eða 22 þúsund Íslendinga reykja. Slíkar tölur hafa ekki sést fyrr. 2. mars 2018 10:17 Segir frumvarp um rafrettur stuðla að löglegum innflutningi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir frumvarp um rafrettur stuðla að lögmætum viðskiptum og setji nauðsynlegar skorður við sölu og markaðssetningu á þessum varningi þegar börn eiga í hlut. 23. febrúar 2018 11:00 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Rafrettufrumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra ætlar að reynast umdeilt. En þá á hauk í horni í Guðbjörgu Pálsdóttur formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, því félagi öllu sem og Fagdeild lungnahjúkrunarfræðinga. Alþingi hefur óskað eftir umsögnum, allir geta sent inn og það hefur Guðbjörg meðal annarra nýtt sér. Í áliti hennar segir að þau samtök sem hún fer fyrir telja „að halda skuli áfram að tala um rafsígarettur til að undirstrika tengslin við sígarettur bæði hvað varðar innihaldsefnið nikótín og hvernig þess er neytt þ.e. sogið ofan í lungu og reyknum blásið út líkt og gert þegar sígarettur eru reyktar,“ segir í umsögn Guðbjargar. Víst er að þetta álit stangast allhressilega á við þær skoðanir sem Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir hefur talað fyrir, reyndar í einu og öllu. En, Guðmundur Karl hefur mjög látið þetta mál til sín taka og vill meina að veipum sé einmitt að þakka það hversu mjög hefur dregið úr reykingum á Íslandi. Þá stangast umsögn Guðbjargar algerlega á við afstöðu FA, sem Ólafur Þ. Stephensen hefur rætt, til dæmis í útvarpsviðtali við Reykjavík síðdegis.Félag atvinnurekenda telur að gengið sé of langt í inngripum í viðskipta- og athafnafrelsi með því að leggja rafrettur og sígarettur að jöfnu og láta sömu reglur gilda um sýnileikabann og takmarkanir á notkun. Þá bendir FA á að ólíkt frumvarpi Óttarrs Proppé nái frumvarp Svandísar Svavarsdóttur líka yfir rafrettur án nikótíns. Um það segir Ólafur: „Við skiljum ekki af hverju þarf að setja sérstakar reglur um það sem er í rauninni bara gufa með ávaxtabragði.“Óþarft að búa til vægara orð yfir þetta En, í áliti hjúkrunarfræðinga er gefið lítið fyrir þessi sjónarmið og eða rök í málinu: „Einnig er vísað til þess að verið sé að nota þennan búnað í stað sígaretta til að aðstoða fólk við að hætta að reykja. Þá má benda á að í Danmörku er heiti þessa búnaðar „Electronic cigarette“ þ.e. rafsígarettur. Óþarfi er að búa til vægara orð yfir þennan búnað,“ segir í umsögninni.Þá telur Fíh að sömu lög og reglur eigi að gilda um neyslu, sölu, markaðssetningu og aðgengi rafsígaretta eins og gilda um annað tóbak. Hjúkrunarfræðingar gera með öðrum orðum ekki greinarmun á gufunni sem veipur/rafrettur gefa frá sér og svo tóbaki.Einstakur árangur gegn reykingum ungmenna Í umsögninni segir að með því móti er hægt að hafa heildstæðar og skýrar reglur varðandi rafsígarettur þar sem lögð er áhersla á forvarnir og eftirlit með sölu, markaðssetningu, aðgengi og hvar megi og megi ekki nota þær. „Fíh telur sérstaklega mikilvægt að koma í veg fyrir að börn og unglingar byrji að nota rafsígarettur sem í framhaldinu geta leitt til sígarettureykinga. Því ætti fyrsta stigs forvarnir að vera forgangsatriði varðandi löggjöf um rafsígarettur. Mikilvægt er að missa ekki niður þann einstaka árangur sem náðst hefur gegn reykingum ungmenna hér á landi,“ svo enn sé vitnað í umsögn Guðbjargar sem skrifar hana fyrir hönd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Fagdeildar lungnahjúkrunarfræðinga.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Reykingar hvergi minni en á Íslandi Níu prósent eða 22 þúsund Íslendinga reykja. Slíkar tölur hafa ekki sést fyrr. 2. mars 2018 10:17 Segir frumvarp um rafrettur stuðla að löglegum innflutningi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir frumvarp um rafrettur stuðla að lögmætum viðskiptum og setji nauðsynlegar skorður við sölu og markaðssetningu á þessum varningi þegar börn eiga í hlut. 23. febrúar 2018 11:00 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Reykingar hvergi minni en á Íslandi Níu prósent eða 22 þúsund Íslendinga reykja. Slíkar tölur hafa ekki sést fyrr. 2. mars 2018 10:17
Segir frumvarp um rafrettur stuðla að löglegum innflutningi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir frumvarp um rafrettur stuðla að lögmætum viðskiptum og setji nauðsynlegar skorður við sölu og markaðssetningu á þessum varningi þegar börn eiga í hlut. 23. febrúar 2018 11:00