Hjúkrunarfræðingar vilja herða tökin á rafrettum Jakob Bjarnar skrifar 20. mars 2018 15:21 Guðbjörg vill að áfram sé talað um rafrettur til að undirstrika tengslin við sígarettur, reykurinn sé soginn ofan í lungun og svo blásið út, en ekki að fundið sé annað vægara orð á það. visir/vilhelm Rafrettufrumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra ætlar að reynast umdeilt. En þá á hauk í horni í Guðbjörgu Pálsdóttur formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, því félagi öllu sem og Fagdeild lungnahjúkrunarfræðinga. Alþingi hefur óskað eftir umsögnum, allir geta sent inn og það hefur Guðbjörg meðal annarra nýtt sér. Í áliti hennar segir að þau samtök sem hún fer fyrir telja „að halda skuli áfram að tala um rafsígarettur til að undirstrika tengslin við sígarettur bæði hvað varðar innihaldsefnið nikótín og hvernig þess er neytt þ.e. sogið ofan í lungu og reyknum blásið út líkt og gert þegar sígarettur eru reyktar,“ segir í umsögn Guðbjargar. Víst er að þetta álit stangast allhressilega á við þær skoðanir sem Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir hefur talað fyrir, reyndar í einu og öllu. En, Guðmundur Karl hefur mjög látið þetta mál til sín taka og vill meina að veipum sé einmitt að þakka það hversu mjög hefur dregið úr reykingum á Íslandi. Þá stangast umsögn Guðbjargar algerlega á við afstöðu FA, sem Ólafur Þ. Stephensen hefur rætt, til dæmis í útvarpsviðtali við Reykjavík síðdegis.Félag atvinnurekenda telur að gengið sé of langt í inngripum í viðskipta- og athafnafrelsi með því að leggja rafrettur og sígarettur að jöfnu og láta sömu reglur gilda um sýnileikabann og takmarkanir á notkun. Þá bendir FA á að ólíkt frumvarpi Óttarrs Proppé nái frumvarp Svandísar Svavarsdóttur líka yfir rafrettur án nikótíns. Um það segir Ólafur: „Við skiljum ekki af hverju þarf að setja sérstakar reglur um það sem er í rauninni bara gufa með ávaxtabragði.“Óþarft að búa til vægara orð yfir þetta En, í áliti hjúkrunarfræðinga er gefið lítið fyrir þessi sjónarmið og eða rök í málinu: „Einnig er vísað til þess að verið sé að nota þennan búnað í stað sígaretta til að aðstoða fólk við að hætta að reykja. Þá má benda á að í Danmörku er heiti þessa búnaðar „Electronic cigarette“ þ.e. rafsígarettur. Óþarfi er að búa til vægara orð yfir þennan búnað,“ segir í umsögninni.Þá telur Fíh að sömu lög og reglur eigi að gilda um neyslu, sölu, markaðssetningu og aðgengi rafsígaretta eins og gilda um annað tóbak. Hjúkrunarfræðingar gera með öðrum orðum ekki greinarmun á gufunni sem veipur/rafrettur gefa frá sér og svo tóbaki.Einstakur árangur gegn reykingum ungmenna Í umsögninni segir að með því móti er hægt að hafa heildstæðar og skýrar reglur varðandi rafsígarettur þar sem lögð er áhersla á forvarnir og eftirlit með sölu, markaðssetningu, aðgengi og hvar megi og megi ekki nota þær. „Fíh telur sérstaklega mikilvægt að koma í veg fyrir að börn og unglingar byrji að nota rafsígarettur sem í framhaldinu geta leitt til sígarettureykinga. Því ætti fyrsta stigs forvarnir að vera forgangsatriði varðandi löggjöf um rafsígarettur. Mikilvægt er að missa ekki niður þann einstaka árangur sem náðst hefur gegn reykingum ungmenna hér á landi,“ svo enn sé vitnað í umsögn Guðbjargar sem skrifar hana fyrir hönd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Fagdeildar lungnahjúkrunarfræðinga. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Reykingar hvergi minni en á Íslandi Níu prósent eða 22 þúsund Íslendinga reykja. Slíkar tölur hafa ekki sést fyrr. 2. mars 2018 10:17 Segir frumvarp um rafrettur stuðla að löglegum innflutningi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir frumvarp um rafrettur stuðla að lögmætum viðskiptum og setji nauðsynlegar skorður við sölu og markaðssetningu á þessum varningi þegar börn eiga í hlut. 23. febrúar 2018 11:00 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Rafrettufrumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra ætlar að reynast umdeilt. En þá á hauk í horni í Guðbjörgu Pálsdóttur formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, því félagi öllu sem og Fagdeild lungnahjúkrunarfræðinga. Alþingi hefur óskað eftir umsögnum, allir geta sent inn og það hefur Guðbjörg meðal annarra nýtt sér. Í áliti hennar segir að þau samtök sem hún fer fyrir telja „að halda skuli áfram að tala um rafsígarettur til að undirstrika tengslin við sígarettur bæði hvað varðar innihaldsefnið nikótín og hvernig þess er neytt þ.e. sogið ofan í lungu og reyknum blásið út líkt og gert þegar sígarettur eru reyktar,“ segir í umsögn Guðbjargar. Víst er að þetta álit stangast allhressilega á við þær skoðanir sem Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir hefur talað fyrir, reyndar í einu og öllu. En, Guðmundur Karl hefur mjög látið þetta mál til sín taka og vill meina að veipum sé einmitt að þakka það hversu mjög hefur dregið úr reykingum á Íslandi. Þá stangast umsögn Guðbjargar algerlega á við afstöðu FA, sem Ólafur Þ. Stephensen hefur rætt, til dæmis í útvarpsviðtali við Reykjavík síðdegis.Félag atvinnurekenda telur að gengið sé of langt í inngripum í viðskipta- og athafnafrelsi með því að leggja rafrettur og sígarettur að jöfnu og láta sömu reglur gilda um sýnileikabann og takmarkanir á notkun. Þá bendir FA á að ólíkt frumvarpi Óttarrs Proppé nái frumvarp Svandísar Svavarsdóttur líka yfir rafrettur án nikótíns. Um það segir Ólafur: „Við skiljum ekki af hverju þarf að setja sérstakar reglur um það sem er í rauninni bara gufa með ávaxtabragði.“Óþarft að búa til vægara orð yfir þetta En, í áliti hjúkrunarfræðinga er gefið lítið fyrir þessi sjónarmið og eða rök í málinu: „Einnig er vísað til þess að verið sé að nota þennan búnað í stað sígaretta til að aðstoða fólk við að hætta að reykja. Þá má benda á að í Danmörku er heiti þessa búnaðar „Electronic cigarette“ þ.e. rafsígarettur. Óþarfi er að búa til vægara orð yfir þennan búnað,“ segir í umsögninni.Þá telur Fíh að sömu lög og reglur eigi að gilda um neyslu, sölu, markaðssetningu og aðgengi rafsígaretta eins og gilda um annað tóbak. Hjúkrunarfræðingar gera með öðrum orðum ekki greinarmun á gufunni sem veipur/rafrettur gefa frá sér og svo tóbaki.Einstakur árangur gegn reykingum ungmenna Í umsögninni segir að með því móti er hægt að hafa heildstæðar og skýrar reglur varðandi rafsígarettur þar sem lögð er áhersla á forvarnir og eftirlit með sölu, markaðssetningu, aðgengi og hvar megi og megi ekki nota þær. „Fíh telur sérstaklega mikilvægt að koma í veg fyrir að börn og unglingar byrji að nota rafsígarettur sem í framhaldinu geta leitt til sígarettureykinga. Því ætti fyrsta stigs forvarnir að vera forgangsatriði varðandi löggjöf um rafsígarettur. Mikilvægt er að missa ekki niður þann einstaka árangur sem náðst hefur gegn reykingum ungmenna hér á landi,“ svo enn sé vitnað í umsögn Guðbjargar sem skrifar hana fyrir hönd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Fagdeildar lungnahjúkrunarfræðinga.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Reykingar hvergi minni en á Íslandi Níu prósent eða 22 þúsund Íslendinga reykja. Slíkar tölur hafa ekki sést fyrr. 2. mars 2018 10:17 Segir frumvarp um rafrettur stuðla að löglegum innflutningi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir frumvarp um rafrettur stuðla að lögmætum viðskiptum og setji nauðsynlegar skorður við sölu og markaðssetningu á þessum varningi þegar börn eiga í hlut. 23. febrúar 2018 11:00 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Reykingar hvergi minni en á Íslandi Níu prósent eða 22 þúsund Íslendinga reykja. Slíkar tölur hafa ekki sést fyrr. 2. mars 2018 10:17
Segir frumvarp um rafrettur stuðla að löglegum innflutningi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir frumvarp um rafrettur stuðla að lögmætum viðskiptum og setji nauðsynlegar skorður við sölu og markaðssetningu á þessum varningi þegar börn eiga í hlut. 23. febrúar 2018 11:00