Fótbolti

Lykilleikmenn Mexíkó hvíldir gegn Íslandi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Javier Hernandez í leik með Manchester United.
Javier Hernandez í leik með Manchester United. Vísir/Getty
Juan Carlos Osorio, landsliðsþjálfari Mexíkó, mun stilla upp hálfgerðu varaliði í leiknum við Ísland á föstudaginn samkvæmt mexíkóskum fjölmiðlum.

Hann metur leikinn við Ísland ekki eins mikilvægan í undirbúningi sínum fyrir HM eins og leikinn við Króata á þriðjudag því króatíska liðið sé áþekkt heimsmeisturum Þýskalands sem liðið mætir í fyrsta leik á HM.

Leikmenn á borð við Javier Hernandez, Hirving Lozano og Hector Moreno verða allir hvíldir í leiknum við Ísland samkvæmt heimildum mexíkóska miðilsins Mediotiempo.

Þó verði einhverjir leikmenn sem spila í Evrópu í liðinu eins og Hector Herrera frá Porto og Raul Jimenez frá Benfica.

Leikur Íslands og Mexíkó fer fram á Levi's vellinum í San Fransisco og verður klukkan 2:30 aðfaranótt laugardags að íslenskum tíma.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.