Áburðarflutningar boða vorkomuna í Skagafirði Kristján Már Unnarsson skrifar 23. mars 2018 20:30 Áburðarfarminum skipað á land á Sauðárkróki. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Bændur eru farnir að huga að vorverkunum. Einn af vorboðunum til sveita eru áburðarflutningar til bænda, sem nú eru hafnir, eins og sjá mátti í Skagafirði í fréttum Stöðvar 2. Í höfninni á Sauðárkróki liggur fjögur þúsund tonna norskt flutningaskip, Kjervaagsund, á vegum Nesskipa. Það var að koma frá Tallin í Eistlandi með stærðar farm, 3.200 tonn af áburði til Kaupfélags Skagfirðinga, en einnig timbur og girðingastaura. Flutningaskipið Kjervaagsund í Sauðárkrókshöfn. Áburðurinn hífður frá borði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Víða um land er þetta einn fyrsti vorboðinn; þegar komið er með áburðinn. Starfsmenn Vörumiðlunar á Sauðárkróki annast uppskipun, en þetta eru tíu mismunandi tegundir af áburði. Hjá Kaupfélagi Skagfirðinga sér Björn Magni Svavarsson aðstoðarverslunarstjóri um áburðarviðskiptin en hann segir okkur að þessi farmur dreifist til um 150 bænda, í Skagafirði og Austur-Húnavatnssýslu. Algengt er að milli 20 og 40 tonn fari á hvert býli. Að sögn Björns Magna annast sex bændur það verkefni að aka áburðinum heim á bæina. Bóndinn á Páfastöðum, Sigurður Baldursson, er meðal þeirra sem eiga von á áburðarfarmi. Sigurður Baldursson í fjósinu á Páfastöðum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Hann kemur nú fljótlega. Þeir keyra hann út sem fyrst þannig að hann þurfi ekki að standa á höfninni,” segir Sigurður. „Við erum að bera á svona í lok apríl, byrjun maí. Þá förum við að dreifa. Þetta er skemmtilegasti árstíminn. Allt að lifna og allt að koma aftur eftir veturinn,” segir bóndinn. Frá Páfastöðum í Skagafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Og ef áburðarflutningarnir eru fyrsti vorboðinn til sveita þá má kannski segja að það marki upphaf sumarsins þegar kúnum er hleypt út. „Það er svona þegar orðið er gott veður og þurrt. Það er í lok maí yfirleitt,” segir Sigurður Baldursson, kúabóndi á Páfastöðum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Skagafjörður Um land allt Tengdar fréttir Bjóða ferðamönnum að ganga inn í sýndarheim Örlygsstaðabardaga Gestir bregða sér inn í Örlygsstaðabardaga á Sturlungaöld í sýndarveruleikasetri sem áformað er að opna á Sauðárkróki í haust. 21. mars 2018 20:30 Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Bændur eru farnir að huga að vorverkunum. Einn af vorboðunum til sveita eru áburðarflutningar til bænda, sem nú eru hafnir, eins og sjá mátti í Skagafirði í fréttum Stöðvar 2. Í höfninni á Sauðárkróki liggur fjögur þúsund tonna norskt flutningaskip, Kjervaagsund, á vegum Nesskipa. Það var að koma frá Tallin í Eistlandi með stærðar farm, 3.200 tonn af áburði til Kaupfélags Skagfirðinga, en einnig timbur og girðingastaura. Flutningaskipið Kjervaagsund í Sauðárkrókshöfn. Áburðurinn hífður frá borði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Víða um land er þetta einn fyrsti vorboðinn; þegar komið er með áburðinn. Starfsmenn Vörumiðlunar á Sauðárkróki annast uppskipun, en þetta eru tíu mismunandi tegundir af áburði. Hjá Kaupfélagi Skagfirðinga sér Björn Magni Svavarsson aðstoðarverslunarstjóri um áburðarviðskiptin en hann segir okkur að þessi farmur dreifist til um 150 bænda, í Skagafirði og Austur-Húnavatnssýslu. Algengt er að milli 20 og 40 tonn fari á hvert býli. Að sögn Björns Magna annast sex bændur það verkefni að aka áburðinum heim á bæina. Bóndinn á Páfastöðum, Sigurður Baldursson, er meðal þeirra sem eiga von á áburðarfarmi. Sigurður Baldursson í fjósinu á Páfastöðum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Hann kemur nú fljótlega. Þeir keyra hann út sem fyrst þannig að hann þurfi ekki að standa á höfninni,” segir Sigurður. „Við erum að bera á svona í lok apríl, byrjun maí. Þá förum við að dreifa. Þetta er skemmtilegasti árstíminn. Allt að lifna og allt að koma aftur eftir veturinn,” segir bóndinn. Frá Páfastöðum í Skagafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Og ef áburðarflutningarnir eru fyrsti vorboðinn til sveita þá má kannski segja að það marki upphaf sumarsins þegar kúnum er hleypt út. „Það er svona þegar orðið er gott veður og þurrt. Það er í lok maí yfirleitt,” segir Sigurður Baldursson, kúabóndi á Páfastöðum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Skagafjörður Um land allt Tengdar fréttir Bjóða ferðamönnum að ganga inn í sýndarheim Örlygsstaðabardaga Gestir bregða sér inn í Örlygsstaðabardaga á Sturlungaöld í sýndarveruleikasetri sem áformað er að opna á Sauðárkróki í haust. 21. mars 2018 20:30 Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Bjóða ferðamönnum að ganga inn í sýndarheim Örlygsstaðabardaga Gestir bregða sér inn í Örlygsstaðabardaga á Sturlungaöld í sýndarveruleikasetri sem áformað er að opna á Sauðárkróki í haust. 21. mars 2018 20:30