Innlent

Eldur í fjölbýlishúsi við Hringbraut

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Mikill reykur var í íbúðinni þegar slökkvilið mætti á staðinn.
Mikill reykur var í íbúðinni þegar slökkvilið mætti á staðinn. Vísir/Stefán
Eldur kom upp á fjórða tímanum í dag í fjölbýlishúsi við Hringbraut. Eldurinn kviknaði út frá uppþvottavél en allir íbúar voru komnir út þegar slökkvilið bar að garði. Enginn slasaðist í brunanum.

Þá var búið að slökkva eldinn en nú er verið að reykræsta íbúðina samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var sent á vettvang eins og tíðkast þegar eldur kemur upp í fjölbýli en einungis einn slökkvibíll reyndist nauðsynlegur þegar komið var á staðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×