Gylfi á leið til London að hitta sérfræðing: „Framfarir á hverjum degi“ Anton Ingi Leifsson skrifar 26. mars 2018 18:16 Allir Íslendingar vonast til þess að Gylfi verði klár sem fyrst enda styttist í HM. vísir/getty Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton og íslenska landsliðsins, vonast til þess að hann hristi af sér meiðslin sem fyrst og komi sterkari og hraustari en aldrei fyrr. Gylfi, sem meiddist í leik Everton og Brighton, verður að öllum líkindum frá í sex til átta vikur. Talið er þó að hann verði klár þegar Ísland leikur á HM í Rússlandi í sumar en Gylfi var í viðtali á heimasíðu Everton í dag. „Þetta gengur vel og stöðugt að ná framförum á hverjum degi. Það hefur ekki komið neitt áfall. Ég er búinn að losna við hækjurnar og spelkuna og geng nánast venjulega,” sagði Gylfi. „Ég er að gera fullt af æfingum með sjúkraþjálfaranum. Svo er ég einnig að vinna í sundlauginni og ræktinni.” „Sjúkraliðið hefur verið frábært og haldið mér við efnið á síðustu vikum. Þeir vilja fá mig fljótt inn. Þeir eru mjög góðir og ekki bara sem sjúkraþjálfarar, þú þarft að njóta þess að vinna með fólkinu sem er í kringum þig." „Þetta gerir vinnuna í salnum auðveldari. Ég fer til London á þriðjudaginn að hitta sérfræðing og hann mun endurmeta stöðuna." Gylfi segir að svona meiðsli þarfnist þolinmæði og að þetta sé hluti af leiknum. Hann ætlar sér að koma hraustari sem aldrei fyrr til baka en Gylfi hefur skorað sex mörk í þeim 33 leikjum sem hann hefur spilað fyrir Everton á tímabilinu. „Þetta er hörð vinna og ekki eins gott og að vera úti á æfingavelli að æfa. Þú getur skilið afhverju það er erfitt fyrir leikmenn sem glíma við langvarandi meiðsli að horfa á strákana fara út á æfingu á hverjum degi. Sem betur fer eru mín ekki langvarandi.” „Þetta er þó hluti af leiknum. Það ganga allir í gegnum meiðsli og þú verður að komast í gegnum þetta. Ég er ekki mjög þolinmóður ef ég á að vera hreinskilinn. Ég vil klára hluti fljótt en ég veit að þetta tekur tíma og ég verð að vera þolinmóður.” „Líkaminn tekur sinn tíma og ég verð að hlusta á hann. Ég hef verið mjög heppinn með meiðsli á mínum ferli og vonandi mun ég koma sterkari og hraustari sem aldrei fyrr til baka,” sagði þessi frábæri leikmaður að lokum. Fótbolti Tengdar fréttir Gylfi ein af stjörnum Sky sem gætu misst af HM Harry Kane, Neymar og Manuel Neuer eru einnig á listanum. 22. mars 2018 15:00 Allardyce vonar að Gylfi nái sér fyrr en áætlað er Gylfi Þór Sigurðsson gæti snúið aftur á fótboltavöllinn fyrr en áætlað var að mati Sam Allardyce, knattspyrnustjóra Everton. 15. mars 2018 10:39 Gylfi frá í sex til átta vikur: Tímabilið búið með Everton en hann nær HM Everton hefur staðfest það að íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson spilar ekki fleiri leiki með liðinu á þessu tímabili. 14. mars 2018 12:08 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton og íslenska landsliðsins, vonast til þess að hann hristi af sér meiðslin sem fyrst og komi sterkari og hraustari en aldrei fyrr. Gylfi, sem meiddist í leik Everton og Brighton, verður að öllum líkindum frá í sex til átta vikur. Talið er þó að hann verði klár þegar Ísland leikur á HM í Rússlandi í sumar en Gylfi var í viðtali á heimasíðu Everton í dag. „Þetta gengur vel og stöðugt að ná framförum á hverjum degi. Það hefur ekki komið neitt áfall. Ég er búinn að losna við hækjurnar og spelkuna og geng nánast venjulega,” sagði Gylfi. „Ég er að gera fullt af æfingum með sjúkraþjálfaranum. Svo er ég einnig að vinna í sundlauginni og ræktinni.” „Sjúkraliðið hefur verið frábært og haldið mér við efnið á síðustu vikum. Þeir vilja fá mig fljótt inn. Þeir eru mjög góðir og ekki bara sem sjúkraþjálfarar, þú þarft að njóta þess að vinna með fólkinu sem er í kringum þig." „Þetta gerir vinnuna í salnum auðveldari. Ég fer til London á þriðjudaginn að hitta sérfræðing og hann mun endurmeta stöðuna." Gylfi segir að svona meiðsli þarfnist þolinmæði og að þetta sé hluti af leiknum. Hann ætlar sér að koma hraustari sem aldrei fyrr til baka en Gylfi hefur skorað sex mörk í þeim 33 leikjum sem hann hefur spilað fyrir Everton á tímabilinu. „Þetta er hörð vinna og ekki eins gott og að vera úti á æfingavelli að æfa. Þú getur skilið afhverju það er erfitt fyrir leikmenn sem glíma við langvarandi meiðsli að horfa á strákana fara út á æfingu á hverjum degi. Sem betur fer eru mín ekki langvarandi.” „Þetta er þó hluti af leiknum. Það ganga allir í gegnum meiðsli og þú verður að komast í gegnum þetta. Ég er ekki mjög þolinmóður ef ég á að vera hreinskilinn. Ég vil klára hluti fljótt en ég veit að þetta tekur tíma og ég verð að vera þolinmóður.” „Líkaminn tekur sinn tíma og ég verð að hlusta á hann. Ég hef verið mjög heppinn með meiðsli á mínum ferli og vonandi mun ég koma sterkari og hraustari sem aldrei fyrr til baka,” sagði þessi frábæri leikmaður að lokum.
Fótbolti Tengdar fréttir Gylfi ein af stjörnum Sky sem gætu misst af HM Harry Kane, Neymar og Manuel Neuer eru einnig á listanum. 22. mars 2018 15:00 Allardyce vonar að Gylfi nái sér fyrr en áætlað er Gylfi Þór Sigurðsson gæti snúið aftur á fótboltavöllinn fyrr en áætlað var að mati Sam Allardyce, knattspyrnustjóra Everton. 15. mars 2018 10:39 Gylfi frá í sex til átta vikur: Tímabilið búið með Everton en hann nær HM Everton hefur staðfest það að íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson spilar ekki fleiri leiki með liðinu á þessu tímabili. 14. mars 2018 12:08 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Sjá meira
Gylfi ein af stjörnum Sky sem gætu misst af HM Harry Kane, Neymar og Manuel Neuer eru einnig á listanum. 22. mars 2018 15:00
Allardyce vonar að Gylfi nái sér fyrr en áætlað er Gylfi Þór Sigurðsson gæti snúið aftur á fótboltavöllinn fyrr en áætlað var að mati Sam Allardyce, knattspyrnustjóra Everton. 15. mars 2018 10:39
Gylfi frá í sex til átta vikur: Tímabilið búið með Everton en hann nær HM Everton hefur staðfest það að íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson spilar ekki fleiri leiki með liðinu á þessu tímabili. 14. mars 2018 12:08