Innlent

„Ísland er mjög, mjög smátt“

Samúel Karl Ólason skrifar
Rachel Maddow.
Rachel Maddow. Vísir/Getty
Fréttakonan Rachel Maddow varði miklum tíma í þætti sínum í gær að ræða um Ísland og landslið okkar í fótbolta. Helsta viðfangsefni Maddow var í raun samræmdar aðgerðir fjölda ríkja í gær þar sem tugir rússneskra erindreka voru sendir heim en hún varði þó miklum tíma í að ræða hve fáir byggju á Íslandi, aðeins 330 þúsund, og þá sérstaklega með tilliti til þess að Ísland sé svipað stórt og Suður-Kórea, þar sem um 51 milljón manna býr.

Víkingaklappið kom einnig að sjálfsögðu við sögu, þar sem Maddow ræddi um að íslenskir embættismenn ætluðu ekki til Rússlands á Heimsmeistaramótið í fótbolta í sumar. Þrátt fyrir það hve stoltir Íslendingar væru af árangri landsliðsins.

Maddow ræddi hvernig litla Ísland hefði tekið þátt í áðurnefndum aðgerðum áður en hún fór að ræða aðkomu Cambridge Analytica að bandarískum kosningum á undanförnum árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×