Ferðamenn í hættu við Reynisfjöru vegna grjótfoks Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. mars 2018 19:15 Ferðamenn í Reynisfjöru voru í mikilli hættu í morgun þegar grjóti rigndi yfir þá í miklu hvassviðri. Þjóðvegur eitt hefur verið lokaður í Öræfasveit og vegurinn yfir Mýrdalssand frá því morgun vegna veðurofsa á þessum stöðum.Töluverð umferð var þrátt fyrir veðrið, aðallega ferðamenn á bílaleigubílum. Vegagerðin greip til þess ráðs í morgun að loka þjóðvegi eitt í Öræfasveit þar sem vindhviður fóru vel yfir 40 metra á sekúndu og veginum yfir Mýrdalssand var líka lokað vegna mikils sandroks þar. Við Seljalandsfoss var hópur ferðamanna í allan dag enda var lítið að veðri þar.„Við ætluðum að fara alla leið að Reynisfjöru en okkur var sagt í morgun að fara ekki lengra en að Seljalandsfossi. Við þurftum að breyta áætluninni,“ segir Örn Guðmundsson, leiðsögumaður.Varað er við hættunni við Reynisfjöru.Vísir/VilhelmVar fólk sátt með það?„Jájá, ég var með skólahóp og kennararnir sættu sig við þetta. Það er ekkert við veðrinu að gera. Maður breytir því ekkert.“Skriðu til baka úr fjörunni Ragnar Heiðarsson, rútubílstjóri fór með sinn hóp í Reynisfjöru í morgun, Kínverja sem eru í heimsreisu og ætla að stoppa í þrjá daga á Íslandi. Í fjörunni var brjálað veður og ferðamennirnir í hættu. „Það er ekki beint sandfok úr fjörunni, það er grjótfok og ég var í vandræðum með fólkið. Það fór í fjöruna. Ég þurfti að fara að sækja það og teyma það til baka. Sumir skriðu til baka en það sem maður var hræddastur við, það voru bílarnir. Grjótfokið var það mikið að það munaði litlu að rúðurnar færu hjá mér,“ segir Ragnar. Ragnar segir að hættuástand hafi verið í fjörunni og að honum hafi gengið illa að smala fólkinu saman því allir vildu taka myndir af öldunum og veðurofsanum.En hefði átt að loka fjörunni í morgun ?„Ég var að hugsa um það að hringja í lögregluna og láta stoppa þetta af. Þetta er ekki ástand sem Íslendingar myndu sætta sig við þannig að við ættum ekki að vera að dæla ferðamönnum þangað,“ segir Ragnar.Ferðamennirnir við Seljalandsfoss voru líka sáttir við Ísland og veðrið þar.„Það er hvasst. Bíllinn hristist allur en þeta er gaman,“ sögðu ferðamenn frá Bandaríkjunum. Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira
Ferðamenn í Reynisfjöru voru í mikilli hættu í morgun þegar grjóti rigndi yfir þá í miklu hvassviðri. Þjóðvegur eitt hefur verið lokaður í Öræfasveit og vegurinn yfir Mýrdalssand frá því morgun vegna veðurofsa á þessum stöðum.Töluverð umferð var þrátt fyrir veðrið, aðallega ferðamenn á bílaleigubílum. Vegagerðin greip til þess ráðs í morgun að loka þjóðvegi eitt í Öræfasveit þar sem vindhviður fóru vel yfir 40 metra á sekúndu og veginum yfir Mýrdalssand var líka lokað vegna mikils sandroks þar. Við Seljalandsfoss var hópur ferðamanna í allan dag enda var lítið að veðri þar.„Við ætluðum að fara alla leið að Reynisfjöru en okkur var sagt í morgun að fara ekki lengra en að Seljalandsfossi. Við þurftum að breyta áætluninni,“ segir Örn Guðmundsson, leiðsögumaður.Varað er við hættunni við Reynisfjöru.Vísir/VilhelmVar fólk sátt með það?„Jájá, ég var með skólahóp og kennararnir sættu sig við þetta. Það er ekkert við veðrinu að gera. Maður breytir því ekkert.“Skriðu til baka úr fjörunni Ragnar Heiðarsson, rútubílstjóri fór með sinn hóp í Reynisfjöru í morgun, Kínverja sem eru í heimsreisu og ætla að stoppa í þrjá daga á Íslandi. Í fjörunni var brjálað veður og ferðamennirnir í hættu. „Það er ekki beint sandfok úr fjörunni, það er grjótfok og ég var í vandræðum með fólkið. Það fór í fjöruna. Ég þurfti að fara að sækja það og teyma það til baka. Sumir skriðu til baka en það sem maður var hræddastur við, það voru bílarnir. Grjótfokið var það mikið að það munaði litlu að rúðurnar færu hjá mér,“ segir Ragnar. Ragnar segir að hættuástand hafi verið í fjörunni og að honum hafi gengið illa að smala fólkinu saman því allir vildu taka myndir af öldunum og veðurofsanum.En hefði átt að loka fjörunni í morgun ?„Ég var að hugsa um það að hringja í lögregluna og láta stoppa þetta af. Þetta er ekki ástand sem Íslendingar myndu sætta sig við þannig að við ættum ekki að vera að dæla ferðamönnum þangað,“ segir Ragnar.Ferðamennirnir við Seljalandsfoss voru líka sáttir við Ísland og veðrið þar.„Það er hvasst. Bíllinn hristist allur en þeta er gaman,“ sögðu ferðamenn frá Bandaríkjunum.
Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira