Segir Barnaverndarstofu reiðubúna í eftirlit með barnaníðingum Hersir Aron Ólafsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 28. mars 2018 21:00 Yfirvöld hafa í dag engin úrræði til að fylgjast með og hafa tölu á dæmdum barnaníðingum. Forstjóri Barnaverndarstofu fagnar frumvarpi um aukið eftirlit með slíkum einstaklingum og telur ólíklegt að það muni valda meiri jaðarsetningu hópsins. Sagt var frá frumvarpi þingmannsins Silju Daggar Guðmundsdóttur í kvöldfréttum í gær. Þar eru bæði lögð til ýmiss konar eftirlitsúrræði gagnvart dæmdum níðingum og auk þess kveðið á um aukna upplýsingagjöf til barnaverndarstofu um hverjir og hvar níðingarnir séu.Sífellt fleiri brot í netheimum Heiða Björg Pálmadóttir starfandi forstjóri stofnunarinnar bendir á að Barnaverndarstofa hafi fyrst lagt til að slíkt yrði leitt í lög fyrir um átta árum síðan, en pólitískur vilji verið lítill. Hún kveðst fagna frumvarpi Silju Daggar, enda sé lagaramminn afar fátæklegur í dag. „Það eru í sjálfu sér engin ákvæði í lögum í fyrsta lagi til þess að greina hverjir eru hættulegir og þá þeir sem teljast hættulegir hverju sinni, að fylgjast með þeim eða veita þeim sérstaka athygli.“ Heiða Björg telur ekki gengið of langt með úrræðum á borð við eftirlit með heimili og tölvunotkun. Þannig bendir hún á að kynferðisbrot séu sífellt oftar framin í netheimum og sé eftirlit á því sviði ekki síður nauðsynlegt en í raunheimum. „Menn eru jafnvel að sjá brot sem eru að eiga sér stað á milli heimsálfa, eins og hefur gerst á Norðurlöndunum. Það er mjög mikilvægt að það sé hægt að fylgjast með því að einstaklingar séu ekki að nýta sér þannig tækni til að brjóta gegn börnum.“Hættulegt að jaðarsetja þessa einstaklinga Í frumvarpinu segir að Barnaverndarstofa skuli sinna eftirliti með dæmdum mönnum. Heiða Björg segir stofnunina reiðubúna í slíkt eftirlit, en erfitt sé að segja til um hvort það muni krefjast aukins starfsmannafjölda og fjármagns. „Það verður þá að koma í ljós hversu algengt er það verði dæmt um svona eftirlit, að það eigi að fylgja með í kjölfar afplánunar og hversu mörg mál þetta verða.“ Hún telur ólíklegt að lagabreyting af þessum toga myndi jaðarsetja dæmda brotamenn. Þannig þurfi að gera skýran greinarmun á gagnagrunnum sem stjórnvöld geyma yfir slíka menn annars vegar og opinberum vefsíðum þar sem þeir eru nafngreindir hins vegar. „Það er hættulegt og jaðarsetur einstaklinga og það gerir þá hættulegri. En frumvarp sem gerir ráð fyrir því að opinberir aðilar geti fylgst með og veitt nauðsynlegt aðhald það er að mínu mati einmitt til þess fallið að menn verði síður jaðarsettir.“ Alþingi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Stofnanir geti deilt vitneskju um níðinga Fagfólk kallar eftir því að skýrari rammi sé settur um samráð milli stofnana um einstaklinga sem hætta er talin á að brjóti gegn börnum. Þingmaður Framsóknar leggur fram frumvarp sem tekur á þessu og leggur til lagabreytingar svo barnaníðingar sæti sérstöku mati. 28. mars 2018 07:00 Leggur fram frumvarp um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum Flutningsmaður frumvarpsins segir mikilvægt að breyta löggjöf til að bæta verkferla í þessum málum. 27. mars 2018 18:30 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Yfirvöld hafa í dag engin úrræði til að fylgjast með og hafa tölu á dæmdum barnaníðingum. Forstjóri Barnaverndarstofu fagnar frumvarpi um aukið eftirlit með slíkum einstaklingum og telur ólíklegt að það muni valda meiri jaðarsetningu hópsins. Sagt var frá frumvarpi þingmannsins Silju Daggar Guðmundsdóttur í kvöldfréttum í gær. Þar eru bæði lögð til ýmiss konar eftirlitsúrræði gagnvart dæmdum níðingum og auk þess kveðið á um aukna upplýsingagjöf til barnaverndarstofu um hverjir og hvar níðingarnir séu.Sífellt fleiri brot í netheimum Heiða Björg Pálmadóttir starfandi forstjóri stofnunarinnar bendir á að Barnaverndarstofa hafi fyrst lagt til að slíkt yrði leitt í lög fyrir um átta árum síðan, en pólitískur vilji verið lítill. Hún kveðst fagna frumvarpi Silju Daggar, enda sé lagaramminn afar fátæklegur í dag. „Það eru í sjálfu sér engin ákvæði í lögum í fyrsta lagi til þess að greina hverjir eru hættulegir og þá þeir sem teljast hættulegir hverju sinni, að fylgjast með þeim eða veita þeim sérstaka athygli.“ Heiða Björg telur ekki gengið of langt með úrræðum á borð við eftirlit með heimili og tölvunotkun. Þannig bendir hún á að kynferðisbrot séu sífellt oftar framin í netheimum og sé eftirlit á því sviði ekki síður nauðsynlegt en í raunheimum. „Menn eru jafnvel að sjá brot sem eru að eiga sér stað á milli heimsálfa, eins og hefur gerst á Norðurlöndunum. Það er mjög mikilvægt að það sé hægt að fylgjast með því að einstaklingar séu ekki að nýta sér þannig tækni til að brjóta gegn börnum.“Hættulegt að jaðarsetja þessa einstaklinga Í frumvarpinu segir að Barnaverndarstofa skuli sinna eftirliti með dæmdum mönnum. Heiða Björg segir stofnunina reiðubúna í slíkt eftirlit, en erfitt sé að segja til um hvort það muni krefjast aukins starfsmannafjölda og fjármagns. „Það verður þá að koma í ljós hversu algengt er það verði dæmt um svona eftirlit, að það eigi að fylgja með í kjölfar afplánunar og hversu mörg mál þetta verða.“ Hún telur ólíklegt að lagabreyting af þessum toga myndi jaðarsetja dæmda brotamenn. Þannig þurfi að gera skýran greinarmun á gagnagrunnum sem stjórnvöld geyma yfir slíka menn annars vegar og opinberum vefsíðum þar sem þeir eru nafngreindir hins vegar. „Það er hættulegt og jaðarsetur einstaklinga og það gerir þá hættulegri. En frumvarp sem gerir ráð fyrir því að opinberir aðilar geti fylgst með og veitt nauðsynlegt aðhald það er að mínu mati einmitt til þess fallið að menn verði síður jaðarsettir.“
Alþingi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Stofnanir geti deilt vitneskju um níðinga Fagfólk kallar eftir því að skýrari rammi sé settur um samráð milli stofnana um einstaklinga sem hætta er talin á að brjóti gegn börnum. Þingmaður Framsóknar leggur fram frumvarp sem tekur á þessu og leggur til lagabreytingar svo barnaníðingar sæti sérstöku mati. 28. mars 2018 07:00 Leggur fram frumvarp um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum Flutningsmaður frumvarpsins segir mikilvægt að breyta löggjöf til að bæta verkferla í þessum málum. 27. mars 2018 18:30 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Stofnanir geti deilt vitneskju um níðinga Fagfólk kallar eftir því að skýrari rammi sé settur um samráð milli stofnana um einstaklinga sem hætta er talin á að brjóti gegn börnum. Þingmaður Framsóknar leggur fram frumvarp sem tekur á þessu og leggur til lagabreytingar svo barnaníðingar sæti sérstöku mati. 28. mars 2018 07:00
Leggur fram frumvarp um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum Flutningsmaður frumvarpsins segir mikilvægt að breyta löggjöf til að bæta verkferla í þessum málum. 27. mars 2018 18:30