Gjaldtaka gæti reynst greininni hættuleg Sigurður Mikael Jónsson skrifar 29. mars 2018 10:00 Blikur eru á lofti hjá ferðaþjónustunni og árið gæti reynst stormasamt hjá mörgum fyrirtækjum. Vísir/GVA Ferðamenn greiða sitt og rúmlega það á Íslandi í dag og gæti aukin gjaldtaka reynst ferðaþjónustunni varhugaverð, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Fyrirtæki standa mörg illa og búast má við mikilli grisjun næstu misseri. „Það hefur legið fyrir að þeim sem starfa við greinina og hafa innsýn í þetta alla daga finnst ferðamenn vera að borga nóg,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir, nýkjörinn formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Í grein hennar sem birtist í Fréttablaðinu í dag dregur hún upp dæmi um dæmigerðan erlendan ferðamann á Íslandi og hversu mikið hann raunverulega greiðir í hina ýmsu skatta og gjöld. Bjarnheiður segir í samtali við blaðið að frekari gjaldtaka geti reynst hættuleg á þessum tímapunkti og næstu misseri verði tíð hagræðingar og sameiningar hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Bjarnheiður segir að hin nýkynnta stórsókn ráðherra í uppbyggingu innviða gefi fyrirheit um að skilningur stjórnvalda sé að aukast á því hvað ferðamenn eru í raun að leggja til íslensks hagkerfis. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra sagði í viðtali við það tilefni að milljarðaátakið væri í boði skattgreiðenda. Grein Bjarnheiðar í blaðinu í dag gæti talað beint til þeirra sem tóku þau ummæli óstinnt upp, þar sem hún bendir á að erlendi ferðamaðurinn gæti hæglega talist skattborgari enda sé hann að borga sitt og rúmlega það.Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Eyþór„Ferðamenn eru að borga alls konar skatta og gjöld nú þegar og búið er að lauma inn gjöldum hér og þar. Þetta telur allt saman. Eins og staðan er núna hefur samkeppnisstaða okkar versnað gríðarlega út af gengi krónunnar og við eigum í vök að verjast á mörkuðunum. Sérstaklega á áður gjöfulum Mið-Evrópumörkuðum sem hafa verið okkar bestu markaðir undanfarna áratugi. Öll gjaldtaka fer samstundis út í verðið og samkeppnishæfni okkar skerðist. Eins og staðan er núna er „fatalt“ að fara út í einhverja gjaldtöku.“ Ljóst er að staða margra ferðaþjónustufyrirtækja er erfið og þrátt fyrir sífellt aukinn fjölda ferðamanna er það ekki að skila sér í kassa þeirra. Innan greinarinnar heyrist mikið talað um „sameiningu eða dauða“ á árinu ef ekki eigi illa að fara. Bjarnheiður segir stöðuna vissulega víða slæma. Og fjöldatölur hafi þar nákvæmlega ekkert að segja einar og sér. „Fjöldi ferðamanna hefur ekkert með afkomu fyrirtækja í greininni að gera. Ferðamenn eru misverðmætir, þannig að afkoman hefur versnað gríðarlega hjá flestum ferðaþjónustufyrirtækjum og margt bendir til hagræðingar og sameiningar hjá þeim núna. Það er ekkert ólíklegt að það verði verulegu grisjun á þessu ári.“ Bjarnheiður segir annars jákvætt að fara eigi fram heildræn skoðun á gjaldtökumálum í Stjórnstöð ferðamála og að loks eigi að fara að skoða þessi mál frá öllum hliðum. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Ferðamenn greiða sitt og rúmlega það á Íslandi í dag og gæti aukin gjaldtaka reynst ferðaþjónustunni varhugaverð, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Fyrirtæki standa mörg illa og búast má við mikilli grisjun næstu misseri. „Það hefur legið fyrir að þeim sem starfa við greinina og hafa innsýn í þetta alla daga finnst ferðamenn vera að borga nóg,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir, nýkjörinn formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Í grein hennar sem birtist í Fréttablaðinu í dag dregur hún upp dæmi um dæmigerðan erlendan ferðamann á Íslandi og hversu mikið hann raunverulega greiðir í hina ýmsu skatta og gjöld. Bjarnheiður segir í samtali við blaðið að frekari gjaldtaka geti reynst hættuleg á þessum tímapunkti og næstu misseri verði tíð hagræðingar og sameiningar hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Bjarnheiður segir að hin nýkynnta stórsókn ráðherra í uppbyggingu innviða gefi fyrirheit um að skilningur stjórnvalda sé að aukast á því hvað ferðamenn eru í raun að leggja til íslensks hagkerfis. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra sagði í viðtali við það tilefni að milljarðaátakið væri í boði skattgreiðenda. Grein Bjarnheiðar í blaðinu í dag gæti talað beint til þeirra sem tóku þau ummæli óstinnt upp, þar sem hún bendir á að erlendi ferðamaðurinn gæti hæglega talist skattborgari enda sé hann að borga sitt og rúmlega það.Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Eyþór„Ferðamenn eru að borga alls konar skatta og gjöld nú þegar og búið er að lauma inn gjöldum hér og þar. Þetta telur allt saman. Eins og staðan er núna hefur samkeppnisstaða okkar versnað gríðarlega út af gengi krónunnar og við eigum í vök að verjast á mörkuðunum. Sérstaklega á áður gjöfulum Mið-Evrópumörkuðum sem hafa verið okkar bestu markaðir undanfarna áratugi. Öll gjaldtaka fer samstundis út í verðið og samkeppnishæfni okkar skerðist. Eins og staðan er núna er „fatalt“ að fara út í einhverja gjaldtöku.“ Ljóst er að staða margra ferðaþjónustufyrirtækja er erfið og þrátt fyrir sífellt aukinn fjölda ferðamanna er það ekki að skila sér í kassa þeirra. Innan greinarinnar heyrist mikið talað um „sameiningu eða dauða“ á árinu ef ekki eigi illa að fara. Bjarnheiður segir stöðuna vissulega víða slæma. Og fjöldatölur hafi þar nákvæmlega ekkert að segja einar og sér. „Fjöldi ferðamanna hefur ekkert með afkomu fyrirtækja í greininni að gera. Ferðamenn eru misverðmætir, þannig að afkoman hefur versnað gríðarlega hjá flestum ferðaþjónustufyrirtækjum og margt bendir til hagræðingar og sameiningar hjá þeim núna. Það er ekkert ólíklegt að það verði verulegu grisjun á þessu ári.“ Bjarnheiður segir annars jákvætt að fara eigi fram heildræn skoðun á gjaldtökumálum í Stjórnstöð ferðamála og að loks eigi að fara að skoða þessi mál frá öllum hliðum.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira