Erlent

Rússar svara í sömu mynt og reka tugi erindreka úr landi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sergei Lavrov er utanríkisráðherra Rússa.
Sergei Lavrov er utanríkisráðherra Rússa. vísir/getty
Rússar hafa rekið 60 bandaríska erindreka úr landi og lokað ræðisskrifstofu Bandaríkjanna í St. Pétursborg. Er þetta svar Rússa við því að bandarísk yfirvöld ráku 60 rússneska erindreka úr landi vegna taugaeitursárásarinnar á Sergei Skripal og dóttur hans. BBC greinir frá.

Svar Rússa við aðgerðum Bandaríkjanna var kynnt í dag af Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands en fjölmörg ríki hafa gripið til aðgerða vegna taugaeitirsárásinnar í Bretlandi í upphafi mánaðarins. Rússum hefur verið kennt um hana en yfirvöld þar í landi hafa þvertekið fyrir að hafa átt þátt í árasinni.

Um 100 rússneskum erindrekum hefur verið vísað frá landi en um tuttugu ríki hafa gripið til aðgerða sem svar við árásinni. Bandaríkin hafa vísað flestum erindrekum úr landi, eða 60 og því ljóst að rússnesk yfirvöld hafa nú svarað í sömu mynt.

Sergei Sripal liggur enn þungt haldinn á spítala en dóttir hans er sögð öll vera að koma til eftir árásina.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×