Erlent

Le Pen endurkjörin og vill breyta nafni flokksins sem fyrst

Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar
Marine Le Pen.
Marine Le Pen. Nordicphotos/AFP
Marine Le Pen hlaut endurkjör á landsþingi franska þjóðernisflokksins Front National. Hún hefur lagt til að flokkurinn verði endurnefndur en kosið verður um breytingarnar innan flokksins í vikunni. The Guardian greinir frá

Le Pen vill að flokkurinn taki upp nafnið „Rassemblement National“ sem á íslensku myndi útleggjast sem „Þjóðfylkingin“.   

Nafnabreytingin er liður í endursköpun á ímynd flokksins. Le Pen vill bæta ímynd flokksins, bæði til þess að öðlast jákvæðari sess í hugum kjósenda og til þess að greiða fyrir samstarfi við aðra flokka.

„Ég hef hugsað gaumgæfilega um nýja nafn [flokksins]. Það verður að fela í sér pólítísk skilaboð og gefa á skýran hátt í skyn okkar pólítíska verkefni fyrir Frakkland. Það verður þó að fela í sér orðið „þjóð“ án afdráttar,“ sagði Le Pen á landsþinginu í dag.

Skiptar skoðanir eru um nafnabreytinguna en samkvæmt könnun sem gerð var meðal liðsmanna flokksins er 52 prósent þeirra hlynnt henni.


Tengdar fréttir

Ræða mögulega nafnabreytingu á Þjóðfylkingunni

Helstu leiðtogar frönsku Þjóðfylkingarinnar koma saman í dag til að ræða hvernig best sé að bregðast við ósigrum flokksins í nýlegum forseta- og þingkosningum í Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×