Mætti draga úr mengun með umferðarstýringu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. mars 2018 19:15 Umferð í Reykjavík jókst um átta prósent á síðasta ári og segir sérfræðingur hjá heilbrigðiseftirlitinu að mengun hafi aukist samhliða því. Börn og aðrir viðkvæmir voru í dag í fjórða sinn á einni viku beðnir um að forðast útivist við umferðargötur vegna svifriks og mengunar. Svifrik mældist langt yfir heilsuverndarmörkum í dag og þá sérstaklega við mælistöðvar við Hringbraut og Grensásveg. Þetta er í sjötta sinn sem þetta gerist frá upphafi ársins og fjórða sinn á síðastliðinni viku. Sérfræðingur hjá heilbrigðisnefnd Reykjavíkur bendir á að umferðin í borginni hafi aukist um átta prósent í fyrra. Það skili fleiri dögum með verri loftgæðum. „Það hefur vissuleg áhrif og við höfum líka verið að sjá mikla aukningu í styrk á köfnunarefnisdíoxíð, eða NO2. Það er því ekki bara svifrykið sem við erum að hafa áhyggjur af, heldur á síðasta ári er það köfnunarefnisdíoxíð sem kemur bara frá bílunum. Það er bara umferðin sem er að valda þeirri mengun," segir Kristín Lóa Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Köfnunarefnisdíoxíð myndast við bruna á eldsneyti og hefur það áhrif á öndunarfæri fólks með svipuðum hætti og svifrykið. Heilsuverndarmörkin eru 75 míkrógrömm á sólarhring. „Það er talað um að það megi fara samkvæmt reglugerð sjö sinnum yfir þau mörk yfir árið. Í fyrra var farið sextán sinnum yfir þau mörk og nú þegar erum við búin að fara sex sinnum yfir mörkin," segir Kristín. Drög að frumvarpi til breytinga á umferðarlögum liggja nú fyrir og telur Kristín að skoða mætti heimildir til takmörkunar á umferð á vissum dögum í því samhengi. „Ég verð bara að segja að eins og dagarnir hafa verið núna undanfarið hefði það verið afskaplega ljúft að geta stýrt þeim þætti," segir hún. Það sé gert í sumum borgum. „Eins og í París að þá eru bara ákveðin bílnúmer sem fá að fara inn í borgina á slæmum dögum," segir Kristín. Þangað til þurfi að höfða til ökumanna. „Það er þá frekar núna að hvetja fólk til að sameinast í bíla, nýta sér almenningssamgöngur eða aðra vistvæna ferðamáta. Á meðan við höfum ekki þessar heimildir er það í rauninni það eina sem við getum gert," segir Kristín. Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
Umferð í Reykjavík jókst um átta prósent á síðasta ári og segir sérfræðingur hjá heilbrigðiseftirlitinu að mengun hafi aukist samhliða því. Börn og aðrir viðkvæmir voru í dag í fjórða sinn á einni viku beðnir um að forðast útivist við umferðargötur vegna svifriks og mengunar. Svifrik mældist langt yfir heilsuverndarmörkum í dag og þá sérstaklega við mælistöðvar við Hringbraut og Grensásveg. Þetta er í sjötta sinn sem þetta gerist frá upphafi ársins og fjórða sinn á síðastliðinni viku. Sérfræðingur hjá heilbrigðisnefnd Reykjavíkur bendir á að umferðin í borginni hafi aukist um átta prósent í fyrra. Það skili fleiri dögum með verri loftgæðum. „Það hefur vissuleg áhrif og við höfum líka verið að sjá mikla aukningu í styrk á köfnunarefnisdíoxíð, eða NO2. Það er því ekki bara svifrykið sem við erum að hafa áhyggjur af, heldur á síðasta ári er það köfnunarefnisdíoxíð sem kemur bara frá bílunum. Það er bara umferðin sem er að valda þeirri mengun," segir Kristín Lóa Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Köfnunarefnisdíoxíð myndast við bruna á eldsneyti og hefur það áhrif á öndunarfæri fólks með svipuðum hætti og svifrykið. Heilsuverndarmörkin eru 75 míkrógrömm á sólarhring. „Það er talað um að það megi fara samkvæmt reglugerð sjö sinnum yfir þau mörk yfir árið. Í fyrra var farið sextán sinnum yfir þau mörk og nú þegar erum við búin að fara sex sinnum yfir mörkin," segir Kristín. Drög að frumvarpi til breytinga á umferðarlögum liggja nú fyrir og telur Kristín að skoða mætti heimildir til takmörkunar á umferð á vissum dögum í því samhengi. „Ég verð bara að segja að eins og dagarnir hafa verið núna undanfarið hefði það verið afskaplega ljúft að geta stýrt þeim þætti," segir hún. Það sé gert í sumum borgum. „Eins og í París að þá eru bara ákveðin bílnúmer sem fá að fara inn í borgina á slæmum dögum," segir Kristín. Þangað til þurfi að höfða til ökumanna. „Það er þá frekar núna að hvetja fólk til að sameinast í bíla, nýta sér almenningssamgöngur eða aðra vistvæna ferðamáta. Á meðan við höfum ekki þessar heimildir er það í rauninni það eina sem við getum gert," segir Kristín.
Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira