Óljós framtíð hjá Bjartri framtíð Höskuldur Kári Schram skrifar 12. mars 2018 21:30 Prófessor í stjórnmálafræði segir að ákvörðun Bjartrar framtíðar um að bjóða ekki fram lista í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum komi ekki á óvart. Hann segir ólíklegt að flokkurinn nái aftur fyrri styrk á landsvísu og margt bendi til þess að hann sé við það að lognast út af. Björt framtíð var stofnuð árið 2012 og fékk sex þingmenn í alþingiskosningum ári síðar. Flokkurinn hefur einnig verið áberandi í sveitarstjórnarmálum og er meðal annars í meirihlutasamstarfi í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði. Flokkurinn fékk hins vegar skell í síðustu alþingiskosningum og datt út af þingi. Flokkurinn hefur nú ákveðið að bjóða ekki fram lista í komandi borgarstjórnarkosningum en Björt Ólafsdóttir formaður Bjartrar framtíðar staðfesti þetta í samtali við Fréttablaðið í dag. S. Björn Blöndal fráfarandi oddviti flokksins í Reykjavík útilokar ekki flokkurinn bjóði fram í þarnæstu kosningum. „Við erum ekki að leggja flokkinn niður við höfum bara ákveðið að bjóða ekki fram í Reykjavík í næstu kosningum. Það má alveg túlka það sem uppgjöf ef að aðalmarkmiðið er að viðhalda sjálfum sér og viðhalda einhverju flokkakerfi. Við höfum hugsað þetta þannig að við séum vettvangur fyrir fólk sem að langar mjög mikið og er tilbúið að gefa mikið af sér. Það var ekki til staðar núna. Sjö af átta efstu sem voru í framboði árið 2014 gefa ekki kost á sér og þar er blóðtaka,“ segir Björn. Björt framtíð verður þó með framboð í öðrum sveitarfélögum en Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að þessi ákvörðun í Reykjavík komi ekki á óvart. „Það er mjög ólíklegt að þessi flokkur eigi eftir að ná fyrri stöðu á landsvísu. Afhroðið í seinustu þingkosningum var þess háttar að flokkur af þessari tegund á vart endurkomu auðið allavega ef sagan segir eitthvað til um framhaldið,“ segir Eiríkur. Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Sjá meira
Prófessor í stjórnmálafræði segir að ákvörðun Bjartrar framtíðar um að bjóða ekki fram lista í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum komi ekki á óvart. Hann segir ólíklegt að flokkurinn nái aftur fyrri styrk á landsvísu og margt bendi til þess að hann sé við það að lognast út af. Björt framtíð var stofnuð árið 2012 og fékk sex þingmenn í alþingiskosningum ári síðar. Flokkurinn hefur einnig verið áberandi í sveitarstjórnarmálum og er meðal annars í meirihlutasamstarfi í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði. Flokkurinn fékk hins vegar skell í síðustu alþingiskosningum og datt út af þingi. Flokkurinn hefur nú ákveðið að bjóða ekki fram lista í komandi borgarstjórnarkosningum en Björt Ólafsdóttir formaður Bjartrar framtíðar staðfesti þetta í samtali við Fréttablaðið í dag. S. Björn Blöndal fráfarandi oddviti flokksins í Reykjavík útilokar ekki flokkurinn bjóði fram í þarnæstu kosningum. „Við erum ekki að leggja flokkinn niður við höfum bara ákveðið að bjóða ekki fram í Reykjavík í næstu kosningum. Það má alveg túlka það sem uppgjöf ef að aðalmarkmiðið er að viðhalda sjálfum sér og viðhalda einhverju flokkakerfi. Við höfum hugsað þetta þannig að við séum vettvangur fyrir fólk sem að langar mjög mikið og er tilbúið að gefa mikið af sér. Það var ekki til staðar núna. Sjö af átta efstu sem voru í framboði árið 2014 gefa ekki kost á sér og þar er blóðtaka,“ segir Björn. Björt framtíð verður þó með framboð í öðrum sveitarfélögum en Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að þessi ákvörðun í Reykjavík komi ekki á óvart. „Það er mjög ólíklegt að þessi flokkur eigi eftir að ná fyrri stöðu á landsvísu. Afhroðið í seinustu þingkosningum var þess háttar að flokkur af þessari tegund á vart endurkomu auðið allavega ef sagan segir eitthvað til um framhaldið,“ segir Eiríkur.
Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Sjá meira