Þingmaður sagði nauðsynlegt að siða eiginkonur til með barsmíðum Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. mars 2018 20:44 Mikil reiði hefur gripið um sig í Úganda vegna ummæla þingmannsins. Skjáskot/NTV Þingmaður frá Úganda, Onesmus Twinamasiko, hefur verið krafinn um afsökunarbeiðni eftir að hann sagði að karlmenn ættu að „lemja“ eiginkonur sínar. Twinamasiko lýsti þessari skoðun sinni yfir í viðtali við úgönsku sjónvarpsstöðina NTV er hann var inntur eftir viðbrögðum við ummælum forseta Úganda, Yoweri Museveni. Museveni sagði í vikunni að karlmenn, sem beittu eiginkonur sínar ofbeldi, væru „hugleysingjar“. Twinamasiko sagði karlmenn hins vegar skylduga til þess að refsa eiginkonum sínum. „Þú verður að snerta hana örlítið, tækla hana, lemja hana einhvern veginn til þess að koma lagi á hana,“ sagði Twinamasiko. Talsmenn hjálparsamtaka kvenna sem hafa verið beittar heimilisofbeldi í Úganda hafa nú krafið þingmanninn um afsökunarbeiðni. Þá hafa einhverjir bent honum á að leita sér hjálpar vegna viðhorfa sinna og enn aðrir vilja að hann segi af sér þingmennsku, að því er fram kemur í frétt BBC.Twinamasiko skýrði mál sitt frekar í viðtali við breska ríkisútvarpið. Þar sagðist hann ekki hafa átt við barsmíðar sem gætu leitt til alvarlegra meiðsla eða dauðsfalla heldur væri hann aðeins að mæla með því að eiginmenn „slægju konur sínar utan undir.“"As a man, you need to discipline your wife...touch her a bit, tackle her and beat her to streamline her"- Onesmus Twinamasiko, MP, Bugangaizi East following comments by Museveni that men who beat women are cowards and should face the full wrath of the law pic.twitter.com/yhoEVRk212— Patu™ (@AyamPatra) March 11, 2018 Úganda Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Þingmaður frá Úganda, Onesmus Twinamasiko, hefur verið krafinn um afsökunarbeiðni eftir að hann sagði að karlmenn ættu að „lemja“ eiginkonur sínar. Twinamasiko lýsti þessari skoðun sinni yfir í viðtali við úgönsku sjónvarpsstöðina NTV er hann var inntur eftir viðbrögðum við ummælum forseta Úganda, Yoweri Museveni. Museveni sagði í vikunni að karlmenn, sem beittu eiginkonur sínar ofbeldi, væru „hugleysingjar“. Twinamasiko sagði karlmenn hins vegar skylduga til þess að refsa eiginkonum sínum. „Þú verður að snerta hana örlítið, tækla hana, lemja hana einhvern veginn til þess að koma lagi á hana,“ sagði Twinamasiko. Talsmenn hjálparsamtaka kvenna sem hafa verið beittar heimilisofbeldi í Úganda hafa nú krafið þingmanninn um afsökunarbeiðni. Þá hafa einhverjir bent honum á að leita sér hjálpar vegna viðhorfa sinna og enn aðrir vilja að hann segi af sér þingmennsku, að því er fram kemur í frétt BBC.Twinamasiko skýrði mál sitt frekar í viðtali við breska ríkisútvarpið. Þar sagðist hann ekki hafa átt við barsmíðar sem gætu leitt til alvarlegra meiðsla eða dauðsfalla heldur væri hann aðeins að mæla með því að eiginmenn „slægju konur sínar utan undir.“"As a man, you need to discipline your wife...touch her a bit, tackle her and beat her to streamline her"- Onesmus Twinamasiko, MP, Bugangaizi East following comments by Museveni that men who beat women are cowards and should face the full wrath of the law pic.twitter.com/yhoEVRk212— Patu™ (@AyamPatra) March 11, 2018
Úganda Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira