Fótbolti

Ekki uppselt á leikinn gegn Argentínu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Íslenskt stuðningsfólk á enn þá séns.
Íslenskt stuðningsfólk á enn þá séns. Vísir/EPA

Ekki er uppselt á leik Argentínu og Íslands á HM 2018 í Rússlandi sem fram fer 16. júní í Moskvu eins og greint var frá í gær.

Nýr miðasölugluggi var opnaður í morgun þar sem fyrirkomulagið; fyrstur kemur, fyrstur fær, er notað og fær fólk rakleiðis svar um hvort miðakaupin hafi heppnast.

Aftur á móti birti heimasíða FIFA frétt um það í gær, að ekki væri hægt að kaupa miða á tvo leiki mótsins í þessum miðasölufasa. Þeir leikir voru sjálfur úrslitaleikurinn og svo viðureign strákanna okkar og Argentínu. Ótrúlegt, en ekki satt.

KSÍ krafðist svara frá FIFA um þennan Argentínuleik og hefur nú fengið viðbrögð við fyrirspurn sinni frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu. Þar kemur fram að mögulega verði hægt að nálgast miða á leikinn á lokaspretti miðasölunnar.

„Þar sem núverandi miðasölugluggi byggir á greiðslum sem fara í gegn gætu miðar komið til baka frá sumum hópum sem þýðir að hægt verður að fá miða á leik Argentínu og Íslands á síðustu mínútum miðasölunnar,“ segir í svari FIFA.

„Með þetta í huga er mikilvægt að huga að því að orðið „uppselt“ gæti misskilist hjá fótboltaáhugamönnum þar sem hlutirnir geta enn þá breyst í miðasölunni,“ segja FIFA-menn.
Tengdar fréttir

Engir miðar lengur í boði á leik Íslands og Argentínu

Lengi getur vondur fótboltadagur versnað hjá stuðningsmönnum íslenska fótboltalandsliðsins. Nú hefur komið í ljós að ekki verður hægt að kaupa miða á leik Íslands og Argentínu á HM á morgun líkt og margir höfðu vonað.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.