Iðnaðarsvæði breytist í 2.300 íbúða hverfi Hersir Aron Ólafsson skrifar 14. mars 2018 21:45 Hafnarfjarðarbær mun taka stórfelldum breytingum á næstu árum þegar stórt iðnaðarsvæði víkur fyrir blandaðri íbúðabyggð fyrir um sex þúsund manns. Formaður skipulagsráðs á von á að uppbygging geti hafist strax á næsta ári. Áformin voru kynnt Hafnfirðingum á fundi í Bæjarbíói í kvöld. Hverfið er afar víðfemt, en það nær allt frá Valitor húsinu suður að Flatahrauni, frá Fjarðarhrauni í austri og að Reykjavíkurvegi í vestri og er í heild sinni á stærð við Arnarnes. Þar sem í dag eru verkstæði, rútubílastæði og leigubílastöðvar er hugmyndin að verði blönduð byggð verslana, veitingastaða, íbúða, grænna svæða, skólar og leikskólar. „Þetta er gamalt hverfi og kannski nýtist ekki eins og upphaflega var hugsað. Auk þess eru húsin mörg hver orðin gömul,“ segir Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar.Nokkuð jöfn dreifing milli íbúða og þjónustu Hugmyndin er rífa talsverðan hluta þess húsnæðis sem nú er á svæðinu, nýrri skrifstofu- og verslunarhús á jaðrinum fái að halda sér. Húsin verða allt frá tveimur hæðum og upp í sjö, og skiptast í um 40% skrifstofur og þjónustu og 60% íbúðir. En vilja Hafnfirðingar sem hafa sjálfir valið að búa í úthverfi, endilega þétta byggð? „Já við viljum hafa báða möguleika, við viljum hafa hverfi þar sem hægt er að ganga á milli, með börnin í leikskólann og tómstundir og þar sem stutt er í alla þjónustu og almenningssamgöngur. Við viljum hafa þessa valkosti,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. Svæðið er kallað 5 mínútna hverfið, þar sem hægt verður að sækja alla þjónustu innan fimm mínútna. Hins vegar liggur fyrir að semja þarf við fjölbreyttan hóp eigenda lóða og húsnæðis til að ryðja fyrir hinni nýju byggð. „Það samtal fer vel af stað og er sannarlega hafið. Þetta verður gert í sátt og samlyndi við þá lóðarhafa sem eru þegar á staðnum, en það verður miserfitt. Það er ljóst,“ segir Rósa. Þannig bendir Rósa á að einn aðili eigi þegar talsverðan hluta svæðisins næst miðbæ Hafnarfjarðar og væri því hægt að hefja framkvæmdir strax á næsta ári. Í heildina er hins vegar stefnt á að alls verði um 2300 íbúðir á svæðinu, sem verði vel tengdar fyrirhugaðri borgarlínu. En hvenær má eiga von á að ásýndin breytist tilfinnanlega? „Ef ég á að vera raunsær myndi ég giska á 15-20 ár frá því byrjað er og þar til hverfið er fullbúið,“ segir Ólafur Ingi.Frétt Stöðvar 2 um málið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Myndefni af fyrirhuguðum breytingum er fengið frá Teiknistofu arkitekta og KRADS. Skipulag Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Hafnarfjarðarbær mun taka stórfelldum breytingum á næstu árum þegar stórt iðnaðarsvæði víkur fyrir blandaðri íbúðabyggð fyrir um sex þúsund manns. Formaður skipulagsráðs á von á að uppbygging geti hafist strax á næsta ári. Áformin voru kynnt Hafnfirðingum á fundi í Bæjarbíói í kvöld. Hverfið er afar víðfemt, en það nær allt frá Valitor húsinu suður að Flatahrauni, frá Fjarðarhrauni í austri og að Reykjavíkurvegi í vestri og er í heild sinni á stærð við Arnarnes. Þar sem í dag eru verkstæði, rútubílastæði og leigubílastöðvar er hugmyndin að verði blönduð byggð verslana, veitingastaða, íbúða, grænna svæða, skólar og leikskólar. „Þetta er gamalt hverfi og kannski nýtist ekki eins og upphaflega var hugsað. Auk þess eru húsin mörg hver orðin gömul,“ segir Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar.Nokkuð jöfn dreifing milli íbúða og þjónustu Hugmyndin er rífa talsverðan hluta þess húsnæðis sem nú er á svæðinu, nýrri skrifstofu- og verslunarhús á jaðrinum fái að halda sér. Húsin verða allt frá tveimur hæðum og upp í sjö, og skiptast í um 40% skrifstofur og þjónustu og 60% íbúðir. En vilja Hafnfirðingar sem hafa sjálfir valið að búa í úthverfi, endilega þétta byggð? „Já við viljum hafa báða möguleika, við viljum hafa hverfi þar sem hægt er að ganga á milli, með börnin í leikskólann og tómstundir og þar sem stutt er í alla þjónustu og almenningssamgöngur. Við viljum hafa þessa valkosti,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. Svæðið er kallað 5 mínútna hverfið, þar sem hægt verður að sækja alla þjónustu innan fimm mínútna. Hins vegar liggur fyrir að semja þarf við fjölbreyttan hóp eigenda lóða og húsnæðis til að ryðja fyrir hinni nýju byggð. „Það samtal fer vel af stað og er sannarlega hafið. Þetta verður gert í sátt og samlyndi við þá lóðarhafa sem eru þegar á staðnum, en það verður miserfitt. Það er ljóst,“ segir Rósa. Þannig bendir Rósa á að einn aðili eigi þegar talsverðan hluta svæðisins næst miðbæ Hafnarfjarðar og væri því hægt að hefja framkvæmdir strax á næsta ári. Í heildina er hins vegar stefnt á að alls verði um 2300 íbúðir á svæðinu, sem verði vel tengdar fyrirhugaðri borgarlínu. En hvenær má eiga von á að ásýndin breytist tilfinnanlega? „Ef ég á að vera raunsær myndi ég giska á 15-20 ár frá því byrjað er og þar til hverfið er fullbúið,“ segir Ólafur Ingi.Frétt Stöðvar 2 um málið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Myndefni af fyrirhuguðum breytingum er fengið frá Teiknistofu arkitekta og KRADS.
Skipulag Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira