„Krakkar sem ég þekki vilja taka samræmdu prófin“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. mars 2018 19:45 Nemendum í níunda bekk gefst kostur á að þreyta að nýju könnunarpróf í ensku og íslensku sem fresta þurfti í síðustu viku en niðurstöður prófanna verða ekki notaðar við mat á umsóknum um framhaldsskólavist. Menntamálaráðherra fundaði í morgun með helstu hagsmunaaðilum þar sem komist var að niðurstöðu um hvernig bregðast skyldi við. Fulltrúar nemenda sem sátu fundinn segja það sína upplifun að nemendur vilji almennt þreyta prófin. Þátttaka í könnunarprófunum verður valkvæð samkvæmt ákvörðun ráðherra en þeir nemendur sem luku prófunum í liðinni viku fá afhentar niðurstöður úr þeim. Þá verður vinnuhópi falið að gera tillögu að framtíðarstefnu um samræmd könnunarpróf. „Við erum ekki kannski endilega alltaf alveg sammála um hvaða ákvörðun eða hvaða nálgun sé best. En hins vegar þegar við erum að taka ákvörðun þá þarf að gæta meðalhófs, þá þarf að gæta jafnræðis,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra í samtali við Stöð 2 að fundi loknum í morgun. Fulltrúar ungmennaráðs umboðsmanns barna voru meðal þeirra sem sátu fund ráðherra. „Alla vega krakkar sem ég þekki þau vilja taka samræmdu prófin, þau vilja vita hvar þau standa á landinu,“ segir Rakel Sól Pétursdóttir, nemandi í 10. bekk. „Ég held algjörlega að þeir sem að vilja taka prófið aftur eiga að fá að taka prófið aftur og fá niðurstöðu sína þannig,“ segir stalla hennar, Auður Bjarnadóttir, en hún segir það hafa verið nemendum mikið áfall hversu illa til tókst í síðustu viku. Þær setja einnig spurningamerki við það hvort prófin eigi að vera rafræn. „Mín skoðin er náttúrlega að þau ættu ekki að vera haldin á tölvu rafrænt þar sem það getur verið erfitt að lesa í lesskylningi og reikna stærðfræðina,“ segir Auður. Öllum mun bjóðast að þreyta sambærileg könnunarpróf að nýju en þeir nemendur sem kjósa að taka ekki umrædd próf aftur verða leystir undan prófskyldu. Þá munu stjórnendur í hverjum skóla ákveða hvort þeir leggja prófin fyrir nemendur sína í vor eða haust. Menntamálastofnun hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir hvernig staðið var að framkvæmdinni en það er bandarískt fyrirtæki sem þjónustar prófakerfið sem brást í síðustu viku. „Við höfum þegar sett af stað tæknihóp sem er núna að skoða hvað fór úrskeiðis við þessa fyrirlögn, tæknilega skoða gagnagrunninn, eins alla ferla hjá okkur, gerðum við einhver mistök í samskiptum við þetta fyrirtæki og í öðrum undirbúningi?“ segir Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar. Tengdar fréttir Óháður aðili fer yfir framkvæmd samræmdra prófa Verða niðurstöður þeirrar athugunar gerðar opinberar þegar þær liggja fyrir. 12. mars 2018 12:17 Vilja skoða hvort leggja eigi niður samræmd próf Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur hefur lagt fram tillögu um að fyrirkomulag samræmdra prófa verði tekið til endurskoðunar og komið verði af stað vinnu við endurmat. 14. mars 2018 17:22 Mistök við framkvæmd samræmdra prófa: „Sárt að valda nemendum, foreldrum og skólafólki vonbrigðum“ Sverrir Óskarsson, sviðsstjóri matssviðs Menntamálastofnunar, sem sér um framkvæmd samræmdra könnunarprófa, segir það gríðarleg vonbrigði að tæknilegir örðugleikar hafi komið við framkvæmd samræmds prófs í ensku í morgun. 9. mars 2018 12:30 Aftur vandræði með samræmdu prófin: „Þarf ekki bara að endurræsa Menntamálastofnun?“ Svo virðist sem að aftur hafi komið upp vandræði með framkvæmd samræmdra prófa í níunda bekk. Þriðja og síðasta prófið átti að hefjast klukkan níu en prófakerfið virkar ekki sem skyldi. 9. mars 2018 09:24 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Sjá meira
Nemendum í níunda bekk gefst kostur á að þreyta að nýju könnunarpróf í ensku og íslensku sem fresta þurfti í síðustu viku en niðurstöður prófanna verða ekki notaðar við mat á umsóknum um framhaldsskólavist. Menntamálaráðherra fundaði í morgun með helstu hagsmunaaðilum þar sem komist var að niðurstöðu um hvernig bregðast skyldi við. Fulltrúar nemenda sem sátu fundinn segja það sína upplifun að nemendur vilji almennt þreyta prófin. Þátttaka í könnunarprófunum verður valkvæð samkvæmt ákvörðun ráðherra en þeir nemendur sem luku prófunum í liðinni viku fá afhentar niðurstöður úr þeim. Þá verður vinnuhópi falið að gera tillögu að framtíðarstefnu um samræmd könnunarpróf. „Við erum ekki kannski endilega alltaf alveg sammála um hvaða ákvörðun eða hvaða nálgun sé best. En hins vegar þegar við erum að taka ákvörðun þá þarf að gæta meðalhófs, þá þarf að gæta jafnræðis,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra í samtali við Stöð 2 að fundi loknum í morgun. Fulltrúar ungmennaráðs umboðsmanns barna voru meðal þeirra sem sátu fund ráðherra. „Alla vega krakkar sem ég þekki þau vilja taka samræmdu prófin, þau vilja vita hvar þau standa á landinu,“ segir Rakel Sól Pétursdóttir, nemandi í 10. bekk. „Ég held algjörlega að þeir sem að vilja taka prófið aftur eiga að fá að taka prófið aftur og fá niðurstöðu sína þannig,“ segir stalla hennar, Auður Bjarnadóttir, en hún segir það hafa verið nemendum mikið áfall hversu illa til tókst í síðustu viku. Þær setja einnig spurningamerki við það hvort prófin eigi að vera rafræn. „Mín skoðin er náttúrlega að þau ættu ekki að vera haldin á tölvu rafrænt þar sem það getur verið erfitt að lesa í lesskylningi og reikna stærðfræðina,“ segir Auður. Öllum mun bjóðast að þreyta sambærileg könnunarpróf að nýju en þeir nemendur sem kjósa að taka ekki umrædd próf aftur verða leystir undan prófskyldu. Þá munu stjórnendur í hverjum skóla ákveða hvort þeir leggja prófin fyrir nemendur sína í vor eða haust. Menntamálastofnun hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir hvernig staðið var að framkvæmdinni en það er bandarískt fyrirtæki sem þjónustar prófakerfið sem brást í síðustu viku. „Við höfum þegar sett af stað tæknihóp sem er núna að skoða hvað fór úrskeiðis við þessa fyrirlögn, tæknilega skoða gagnagrunninn, eins alla ferla hjá okkur, gerðum við einhver mistök í samskiptum við þetta fyrirtæki og í öðrum undirbúningi?“ segir Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar.
Tengdar fréttir Óháður aðili fer yfir framkvæmd samræmdra prófa Verða niðurstöður þeirrar athugunar gerðar opinberar þegar þær liggja fyrir. 12. mars 2018 12:17 Vilja skoða hvort leggja eigi niður samræmd próf Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur hefur lagt fram tillögu um að fyrirkomulag samræmdra prófa verði tekið til endurskoðunar og komið verði af stað vinnu við endurmat. 14. mars 2018 17:22 Mistök við framkvæmd samræmdra prófa: „Sárt að valda nemendum, foreldrum og skólafólki vonbrigðum“ Sverrir Óskarsson, sviðsstjóri matssviðs Menntamálastofnunar, sem sér um framkvæmd samræmdra könnunarprófa, segir það gríðarleg vonbrigði að tæknilegir örðugleikar hafi komið við framkvæmd samræmds prófs í ensku í morgun. 9. mars 2018 12:30 Aftur vandræði með samræmdu prófin: „Þarf ekki bara að endurræsa Menntamálastofnun?“ Svo virðist sem að aftur hafi komið upp vandræði með framkvæmd samræmdra prófa í níunda bekk. Þriðja og síðasta prófið átti að hefjast klukkan níu en prófakerfið virkar ekki sem skyldi. 9. mars 2018 09:24 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Sjá meira
Óháður aðili fer yfir framkvæmd samræmdra prófa Verða niðurstöður þeirrar athugunar gerðar opinberar þegar þær liggja fyrir. 12. mars 2018 12:17
Vilja skoða hvort leggja eigi niður samræmd próf Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur hefur lagt fram tillögu um að fyrirkomulag samræmdra prófa verði tekið til endurskoðunar og komið verði af stað vinnu við endurmat. 14. mars 2018 17:22
Mistök við framkvæmd samræmdra prófa: „Sárt að valda nemendum, foreldrum og skólafólki vonbrigðum“ Sverrir Óskarsson, sviðsstjóri matssviðs Menntamálastofnunar, sem sér um framkvæmd samræmdra könnunarprófa, segir það gríðarleg vonbrigði að tæknilegir örðugleikar hafi komið við framkvæmd samræmds prófs í ensku í morgun. 9. mars 2018 12:30
Aftur vandræði með samræmdu prófin: „Þarf ekki bara að endurræsa Menntamálastofnun?“ Svo virðist sem að aftur hafi komið upp vandræði með framkvæmd samræmdra prófa í níunda bekk. Þriðja og síðasta prófið átti að hefjast klukkan níu en prófakerfið virkar ekki sem skyldi. 9. mars 2018 09:24