Líst ekki vel á lög um að hjóla í einfaldri röð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. mars 2018 06:00 Sífellt fleiri hjóla til vinnu og í tómstundum sínum. Vísir/Stefán Hjólreiðafólk gerir talsverðar athugasemdir við drög að frumvarpi til nýrra umferðarlaga. Ákvæði í drögunum geri lítið til að tryggja öryggi þeirra sem hjóla og sumt sé jafnvel til þess fallið að draga úr því frá núgildandi lögum. Unnið hefur verið að endurskoðun á umferðarlögum undanfarinn áratug en frumvarp til slíkra laga var síðast lagt fram á þingi í ráðherratíð Ögmundar Jónassonar árið 2012. Drögin nú byggjast meðal annars á þeim athugasemdum sem fram komu þá. Meðal nýmæla í drögunum er nýr kafli um hjólreiðar. „Með nýjum lögum er tækifæri til að gera ansi marga góða hluti og það er margt í þessu sem mætti gera mun betur,“ segir Erlendur S. Þorsteinsson, hjólreiðamaður og reiknifræðingur. Hann og eiginkona hans ákváðu fyrir nokkrum árum að selja „bíl númer tvö“ og brúka reiðhjól sex mánuði ársins til og frá vinnu. Í drögunum er meðal annars kveðið á um að meginreglan skuli vera að hjólreiðamenn hjóli í einfaldri röð. Svokölluð dönsk vinstri beygja er lögð til að ljósastýrðum gatnamótum, það er að hjólreiðamaður skuli hjóla yfir gatnamótin og bíða þar eftir grænu ljósi áður en hann beygir. Einnig er lagt til að tengivagnar við reiðhjól skuli festir á hlið þeirra.Röðin dragi úr öryggi „Hjólreiðar hafa aukist mjög á höfuðborgarsvæðinu og sveitarfélögin þar lagt mikla áherslu á að fólk geti notað aðra kosti en einkabílinn. Það hefur komið skýrt í ljós á síðustu dögum að það er þörf á því að minnka bílaumferð,“ segir Erlendur. Til að slíkt sé hægt verði að finna betri blöndu en lagt er til í drögunum. Hjólreiðamenn nefna meðal annars að þörf sé á að lögfesta svokallaða 1,5 metra reglu, sem gildir meðal annars í Bretlandi, sem kveður á um að þegar bifreið tekur fram úr reiðhjóli skuli vera minnst 1,5 metrar frá bíl í reiðhjólið. Einnig er sett spurningarmerki við að hjólað skuli í einfaldri röð. Slíkt dragi úr öryggi hjólreiðamanna og skapi að auki hættu við framúrakstur enda þurfi bíllinn að fara lengri vegalengd á öfugum helmingi til að komast fram úr halarófunni. „Mörg ákvæði í drögunum eru nánast óbreytt frá eldri reglum. Nær lagi væri að líta til nágrannalanda sem eru komin lengra í þessum efnum og nota reglur sem reynst hafa vel þar,“ segir Erlendur. Frumvarpsdrögin eru til umsagnar í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar þar til á morgun. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Sjá meira
Hjólreiðafólk gerir talsverðar athugasemdir við drög að frumvarpi til nýrra umferðarlaga. Ákvæði í drögunum geri lítið til að tryggja öryggi þeirra sem hjóla og sumt sé jafnvel til þess fallið að draga úr því frá núgildandi lögum. Unnið hefur verið að endurskoðun á umferðarlögum undanfarinn áratug en frumvarp til slíkra laga var síðast lagt fram á þingi í ráðherratíð Ögmundar Jónassonar árið 2012. Drögin nú byggjast meðal annars á þeim athugasemdum sem fram komu þá. Meðal nýmæla í drögunum er nýr kafli um hjólreiðar. „Með nýjum lögum er tækifæri til að gera ansi marga góða hluti og það er margt í þessu sem mætti gera mun betur,“ segir Erlendur S. Þorsteinsson, hjólreiðamaður og reiknifræðingur. Hann og eiginkona hans ákváðu fyrir nokkrum árum að selja „bíl númer tvö“ og brúka reiðhjól sex mánuði ársins til og frá vinnu. Í drögunum er meðal annars kveðið á um að meginreglan skuli vera að hjólreiðamenn hjóli í einfaldri röð. Svokölluð dönsk vinstri beygja er lögð til að ljósastýrðum gatnamótum, það er að hjólreiðamaður skuli hjóla yfir gatnamótin og bíða þar eftir grænu ljósi áður en hann beygir. Einnig er lagt til að tengivagnar við reiðhjól skuli festir á hlið þeirra.Röðin dragi úr öryggi „Hjólreiðar hafa aukist mjög á höfuðborgarsvæðinu og sveitarfélögin þar lagt mikla áherslu á að fólk geti notað aðra kosti en einkabílinn. Það hefur komið skýrt í ljós á síðustu dögum að það er þörf á því að minnka bílaumferð,“ segir Erlendur. Til að slíkt sé hægt verði að finna betri blöndu en lagt er til í drögunum. Hjólreiðamenn nefna meðal annars að þörf sé á að lögfesta svokallaða 1,5 metra reglu, sem gildir meðal annars í Bretlandi, sem kveður á um að þegar bifreið tekur fram úr reiðhjóli skuli vera minnst 1,5 metrar frá bíl í reiðhjólið. Einnig er sett spurningarmerki við að hjólað skuli í einfaldri röð. Slíkt dragi úr öryggi hjólreiðamanna og skapi að auki hættu við framúrakstur enda þurfi bíllinn að fara lengri vegalengd á öfugum helmingi til að komast fram úr halarófunni. „Mörg ákvæði í drögunum eru nánast óbreytt frá eldri reglum. Nær lagi væri að líta til nágrannalanda sem eru komin lengra í þessum efnum og nota reglur sem reynst hafa vel þar,“ segir Erlendur. Frumvarpsdrögin eru til umsagnar í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar þar til á morgun.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Sjá meira