Verkalýðsleiðtogi um milljóna launahækkun forstjóra N1: „Þetta var kornið sem stútfyllti mælinn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. mars 2018 09:57 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, boðar áður óséð átök verkafólks á íslenskum vinnumarkaði. vísir/anton brink Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, vandar forstjóra og eigendum N1 ekki kveðjurnar í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. Hann boðar jafnframt átök á vinnumarkaði sem ekki hafa sést áður. Tilefnið er frétt Fréttablaðsins þar sem greint var frá því að Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1, hefði hækkað í launum á liðnu ári um sem nemur rúmlega einni milljón króna á mánuði. Upplýsingarnar eru fengnar úr ársreikningi N1 þar sem kemur fram að laun og hlunnindi Eggerts Þórs hafi á síðasta ári numið nærri 70,5 milljónum króna eða um 5,9 milljónum króna á mánuði. Árið áður, 2016, voru árslaun hans og hlunnindi 58,4 milljónir króna, eða sem nemur 4,8 milljónum króna á mánuði. Launahækkun hans á milli ára er því í heildina 12,1 milljón króna eða rúm milljón á mánuði. Vilhjálmur segir að þetta sýni að sjálftaka og græðgi stjórnenda íslenskra fyrirtækja haldi áfram eins og enginn sé morgundagurinn. Þá lætur hann þess getið að lífeyrissjóðir launafólks eigi upp undir helming í N1. „[...] það það er líka rétt að geta þess að það þarf 22 afgreiðslumenn á launatöxtum sem gilda fyrir afgreiðslufólk á bensínstöðvum til að ná mánðarlaunum forstjórans. Ég vil tala tæpitungulast við fulltrúa Samtaka atvinnulífsins, stjórnvalda og forsvarsmenn lífeyrissjóðanna: þið skulið búa ykkur undir átök verkafólks sem ekki hefur sést á íslenskum vinnumarkaði áður. Þetta var kornið sem stútfyllti mælinn! Að gefnu tilefni bið ég alla um að skammast ekki í afgreiðslufólkinu hjá N1 því þau geta alls ekkert gert að þessu og þeim er líka misboðið yfir þessari skefjalausu græðgi forstjórans og lykilstjórenda eins og öðrum í þessu þjóðfélagi,“ segir Vilhjálmur á Facebook-síðu sinni. Kjaramál Tengdar fréttir Forysta ASÍ boðar átök á vinnumarkaði í haust Forseti Alþýðusambandsins segir mikla óánægju krauma undir meðal félagsmanna sambandsins og búast megi við hörðum átökum við gerð næstu kjarasamninga undir lok ársins. 28. febrúar 2018 18:30 Stjórnvöld enn á „gulu ljósi“ að mati Gylfa Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir að stjórnvöld séu enn á „gulu ljósi“ þrátt fyrir niðurstöðu atkvæðagreiðslu formannsfundar aðildarfélaga ASÍ á miðvikudag. 3. mars 2018 18:45 Ragnar segir niðurstöðuna skrifast á Gylfa Arnbjörnsson Formaður VR skýtur fast á forseta ASÍ í kjölfar niðurstöðu formannafundar í gær um að fella tillögu um að segja upp kjarasamningum. Niðurstaðan sé vantraust á forsetann sem hafi viljað sjá samninga halda þrátt fyrir atkvæði hans um 1. mars 2018 07:00 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Flensufaraldurinn enn á fullu og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, vandar forstjóra og eigendum N1 ekki kveðjurnar í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. Hann boðar jafnframt átök á vinnumarkaði sem ekki hafa sést áður. Tilefnið er frétt Fréttablaðsins þar sem greint var frá því að Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1, hefði hækkað í launum á liðnu ári um sem nemur rúmlega einni milljón króna á mánuði. Upplýsingarnar eru fengnar úr ársreikningi N1 þar sem kemur fram að laun og hlunnindi Eggerts Þórs hafi á síðasta ári numið nærri 70,5 milljónum króna eða um 5,9 milljónum króna á mánuði. Árið áður, 2016, voru árslaun hans og hlunnindi 58,4 milljónir króna, eða sem nemur 4,8 milljónum króna á mánuði. Launahækkun hans á milli ára er því í heildina 12,1 milljón króna eða rúm milljón á mánuði. Vilhjálmur segir að þetta sýni að sjálftaka og græðgi stjórnenda íslenskra fyrirtækja haldi áfram eins og enginn sé morgundagurinn. Þá lætur hann þess getið að lífeyrissjóðir launafólks eigi upp undir helming í N1. „[...] það það er líka rétt að geta þess að það þarf 22 afgreiðslumenn á launatöxtum sem gilda fyrir afgreiðslufólk á bensínstöðvum til að ná mánðarlaunum forstjórans. Ég vil tala tæpitungulast við fulltrúa Samtaka atvinnulífsins, stjórnvalda og forsvarsmenn lífeyrissjóðanna: þið skulið búa ykkur undir átök verkafólks sem ekki hefur sést á íslenskum vinnumarkaði áður. Þetta var kornið sem stútfyllti mælinn! Að gefnu tilefni bið ég alla um að skammast ekki í afgreiðslufólkinu hjá N1 því þau geta alls ekkert gert að þessu og þeim er líka misboðið yfir þessari skefjalausu græðgi forstjórans og lykilstjórenda eins og öðrum í þessu þjóðfélagi,“ segir Vilhjálmur á Facebook-síðu sinni.
Kjaramál Tengdar fréttir Forysta ASÍ boðar átök á vinnumarkaði í haust Forseti Alþýðusambandsins segir mikla óánægju krauma undir meðal félagsmanna sambandsins og búast megi við hörðum átökum við gerð næstu kjarasamninga undir lok ársins. 28. febrúar 2018 18:30 Stjórnvöld enn á „gulu ljósi“ að mati Gylfa Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir að stjórnvöld séu enn á „gulu ljósi“ þrátt fyrir niðurstöðu atkvæðagreiðslu formannsfundar aðildarfélaga ASÍ á miðvikudag. 3. mars 2018 18:45 Ragnar segir niðurstöðuna skrifast á Gylfa Arnbjörnsson Formaður VR skýtur fast á forseta ASÍ í kjölfar niðurstöðu formannafundar í gær um að fella tillögu um að segja upp kjarasamningum. Niðurstaðan sé vantraust á forsetann sem hafi viljað sjá samninga halda þrátt fyrir atkvæði hans um 1. mars 2018 07:00 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Flensufaraldurinn enn á fullu og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Sjá meira
Forysta ASÍ boðar átök á vinnumarkaði í haust Forseti Alþýðusambandsins segir mikla óánægju krauma undir meðal félagsmanna sambandsins og búast megi við hörðum átökum við gerð næstu kjarasamninga undir lok ársins. 28. febrúar 2018 18:30
Stjórnvöld enn á „gulu ljósi“ að mati Gylfa Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir að stjórnvöld séu enn á „gulu ljósi“ þrátt fyrir niðurstöðu atkvæðagreiðslu formannsfundar aðildarfélaga ASÍ á miðvikudag. 3. mars 2018 18:45
Ragnar segir niðurstöðuna skrifast á Gylfa Arnbjörnsson Formaður VR skýtur fast á forseta ASÍ í kjölfar niðurstöðu formannafundar í gær um að fella tillögu um að segja upp kjarasamningum. Niðurstaðan sé vantraust á forsetann sem hafi viljað sjá samninga halda þrátt fyrir atkvæði hans um 1. mars 2018 07:00