Forysta ASÍ boðar átök á vinnumarkaði í haust Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2018 18:30 Forseti Alþýðusambandsins segir mikla óánægju krauma undir meðal félagsmanna sambandsins og búast megi við hörðum átökum við gerð næstu kjarasamninga undir lok ársins. Þótt tillaga um að segja upp gildandi samningum hafi verið felld í dag ríki samstaða um markmiðin í komandi samningum. Mikil spenna ríkti fyrir fund formanna aðildarfélaga Alþýðusambandsins í dag enda höfðu forystumenn nokkurra fjölmennustu félaganna innan sambandsins boðað að þeir myndu greiða atkvæði með því að samningum við Samtök atvinnulífsins yrði sagt upp. Þessi fundur formanna innan Alþýðusambandsins á Hilton Nordica var á margan hátt sögulegur. Þetta er í fyrsta skipti sem þessari aðferð er beitt til að taka afstöðu til þess hvort segja eigi upp gildandi kjarasamningum. En þótt meirihluti félagsmanna á bak við formenn félaganna hefði viljað það var það niðurstaða meirihluta formanna að segja samningunum ekki upp. En til að segja upp samningunum þurfti bæði meirihluti formanna og meirihluti félagsmanna innan félaga þeirra að samþykkja uppsögn samninga.Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ vildi sjálfur segja samningunum upp en segir ljóst að skiptar skoðanir hafi verið á málinu. Þess vegna hafi hann lagt til að ákvörðun um framhaldið yrði tekin með þeim hætti sem gert var. Niðurstaðan sé að tæplega 60 prósent formanna telji eðlilegt að láta gildandi samning renna út en það breyti því ekki að mikil gremja ríki meðal félagsmanna ASÍ. „Þannig að skilaboðin hérna eru frekar þessi; við ætlum sjálf að velja okkur tímasetninguna. Menn eru mjög ósáttir við atburðarásina. Menn eru ósáttir með hlutskipti okkar félagsmanna,“ segir Gylfi. Hins vegar telji menn eðlilegt að þriggja prósenta launahækkun og hækkun lágmarkslauna í 300 þúsund í maí komi fram.Forseti ASÍ vill ofurskatt á ofurlaunForseti ASÍ segir að undirbúningur hefjist strax að því sækja fram af hörku í haust bæði gagnvart SA og ríkisstjórninni þar sem skerðingar bóta hafa étið upp kjarabætur. Þá þurfi að taka á ofurlaunum bankamanna og annarra, en nýjasta dæmið sýni að Jónas Þór Guðmundsson formaður kjararáðs sitji í stjórn Landsvirkjunar og geri þar tillögur um um mikla hækkun launa æðstu stjórnenda þar.Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.Vísir/Stefán„Við höfum lengi talið að það ætti einfaldlega að setja mjög háan skatt, 60 prósent skatt, á ofurtekjur. Og það eigi að setja í skattalöggjöfina að fyrirtækjum sé ekki heimilt að draga frá skatti í sínu skattauppgjöri launagreiðslur á þessum mælikvarða,“ segir Gylfi. Hann voni að aðildarfélög ASÍ fari sameinuð fram í komandi samningum enda sýni reynslan að samstaðan skili mestum árangri. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, fjölmennasta félagsins innan ASÍ, segir að nú þurfi að móta kröfur og fylgja þeim hart eftir. VR sé tilbúið til samstarfs við öll verkalýðsfélög, bæði á almennum og opinberum markaði, sem tekið geti undir kröfur félagsins. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í dag sé hins vegar gríðarleg vonbrigði. „Ef við getum ekki staðið í lappirnar og sagt upp samningum þegar forsendur eru brostnar sé ég engan tilgang að vera með þessi forsenduákvæði yfirhöfuð inn í samningum. Vegna þess að þetta er ekkert að bíta,“ segir Ragnar Þór. Kjaramál Tengdar fréttir Kjarasamningar halda 28 formenn felldu tillögu um riftun en 21 var með. 28. febrúar 2018 14:15 SA segir brýnast að standa vörð um kaupmátt Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að nú sé mikilvægast að viðhalda þeirri kaupmáttaraukningu sem náðst hafi með núgildandi kjarasamningum. 28. febrúar 2018 19:00 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Forseti Alþýðusambandsins segir mikla óánægju krauma undir meðal félagsmanna sambandsins og búast megi við hörðum átökum við gerð næstu kjarasamninga undir lok ársins. Þótt tillaga um að segja upp gildandi samningum hafi verið felld í dag ríki samstaða um markmiðin í komandi samningum. Mikil spenna ríkti fyrir fund formanna aðildarfélaga Alþýðusambandsins í dag enda höfðu forystumenn nokkurra fjölmennustu félaganna innan sambandsins boðað að þeir myndu greiða atkvæði með því að samningum við Samtök atvinnulífsins yrði sagt upp. Þessi fundur formanna innan Alþýðusambandsins á Hilton Nordica var á margan hátt sögulegur. Þetta er í fyrsta skipti sem þessari aðferð er beitt til að taka afstöðu til þess hvort segja eigi upp gildandi kjarasamningum. En þótt meirihluti félagsmanna á bak við formenn félaganna hefði viljað það var það niðurstaða meirihluta formanna að segja samningunum ekki upp. En til að segja upp samningunum þurfti bæði meirihluti formanna og meirihluti félagsmanna innan félaga þeirra að samþykkja uppsögn samninga.Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ vildi sjálfur segja samningunum upp en segir ljóst að skiptar skoðanir hafi verið á málinu. Þess vegna hafi hann lagt til að ákvörðun um framhaldið yrði tekin með þeim hætti sem gert var. Niðurstaðan sé að tæplega 60 prósent formanna telji eðlilegt að láta gildandi samning renna út en það breyti því ekki að mikil gremja ríki meðal félagsmanna ASÍ. „Þannig að skilaboðin hérna eru frekar þessi; við ætlum sjálf að velja okkur tímasetninguna. Menn eru mjög ósáttir við atburðarásina. Menn eru ósáttir með hlutskipti okkar félagsmanna,“ segir Gylfi. Hins vegar telji menn eðlilegt að þriggja prósenta launahækkun og hækkun lágmarkslauna í 300 þúsund í maí komi fram.Forseti ASÍ vill ofurskatt á ofurlaunForseti ASÍ segir að undirbúningur hefjist strax að því sækja fram af hörku í haust bæði gagnvart SA og ríkisstjórninni þar sem skerðingar bóta hafa étið upp kjarabætur. Þá þurfi að taka á ofurlaunum bankamanna og annarra, en nýjasta dæmið sýni að Jónas Þór Guðmundsson formaður kjararáðs sitji í stjórn Landsvirkjunar og geri þar tillögur um um mikla hækkun launa æðstu stjórnenda þar.Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.Vísir/Stefán„Við höfum lengi talið að það ætti einfaldlega að setja mjög háan skatt, 60 prósent skatt, á ofurtekjur. Og það eigi að setja í skattalöggjöfina að fyrirtækjum sé ekki heimilt að draga frá skatti í sínu skattauppgjöri launagreiðslur á þessum mælikvarða,“ segir Gylfi. Hann voni að aðildarfélög ASÍ fari sameinuð fram í komandi samningum enda sýni reynslan að samstaðan skili mestum árangri. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, fjölmennasta félagsins innan ASÍ, segir að nú þurfi að móta kröfur og fylgja þeim hart eftir. VR sé tilbúið til samstarfs við öll verkalýðsfélög, bæði á almennum og opinberum markaði, sem tekið geti undir kröfur félagsins. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í dag sé hins vegar gríðarleg vonbrigði. „Ef við getum ekki staðið í lappirnar og sagt upp samningum þegar forsendur eru brostnar sé ég engan tilgang að vera með þessi forsenduákvæði yfirhöfuð inn í samningum. Vegna þess að þetta er ekkert að bíta,“ segir Ragnar Þór.
Kjaramál Tengdar fréttir Kjarasamningar halda 28 formenn felldu tillögu um riftun en 21 var með. 28. febrúar 2018 14:15 SA segir brýnast að standa vörð um kaupmátt Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að nú sé mikilvægast að viðhalda þeirri kaupmáttaraukningu sem náðst hafi með núgildandi kjarasamningum. 28. febrúar 2018 19:00 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
SA segir brýnast að standa vörð um kaupmátt Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að nú sé mikilvægast að viðhalda þeirri kaupmáttaraukningu sem náðst hafi með núgildandi kjarasamningum. 28. febrúar 2018 19:00
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent